Í umsögn Goal um Glódísi er sagt að hún hafi átt frábært tímabil 2022-23 og verið besti leikmaður Bayern. Jafnframt segir að Glódís hafi verið sem klettur í vörn Bæjara sem urðu þýskir meistarar og komust í átta liða úrslit Meistaradeildar Evrópu.
Racheal Kundananji er á toppi listans þrátt fyrir að spila aðeins fyrir fimmta besta lið spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili, Madrid CFF.
Kundananji var næstmarkahæsti leikmaður spænsku úrvalsdeildarinnar á síðasta tímabili. Sá markahæsti, Asisat Oshoala hjá Barcelona, er í 2. sæti á lista Goal. Hin kólumbíska Linda Caicedo, sem leikur með Real Madrid, er svo í 3. sætinu.
Lista Goal.com má sjá með því að smella hér.