3 dagar í EM: Þriðja besta Evrópumót strákanna okkar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 9. janúar 2024 12:01 Íslenska liðið átti fína spretti á Evrópumótinu í Danmörku fyrir tíu árum síðan. Getty/Sascha Steinbach Íslenska landsliðið náði sínum þriðja besta árangri í sögu Evrópukeppni karla í handbolta á mótinu í Danmörku fyrir tíu árum síðan. Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir aðeins þrjá daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Þriðja sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar fer til Evrópumótsins í Danmörku fyrir áratug síðan en íslenska liðið náði fimmta sætinu á mótinu. Aron Kristjánsson stýrði þarna íslenska liðinu á sínu öðru stórmóti en liðið hafði endað í tólfta sæti á heimsmeistaramótinu ári fyrr. Ásgeir Örn Hallgrímsson var næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu.Getty/Lars Ronbog Ísland byrjaði mótið á flottum fimm marka sigri á Norðmönnum og gerði svo jafntefli við Ungverja í næsta leik. Lokaleikur riðilsins tapaðist á móti sterku spænsku liði. Íslenska liðið fór með eitt stig með sér inn í milliriðil en byrjaði þar vel. Liðið vann tvo fyrstu leiki sína á móti Austurríki og Makedóníu. Það var hins vegar ljóst fyrir lokaleikinn að Danir og Spánverjar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Danaleikurinn tapaðist stórt. Danir unnu silfurverðlaunin og Spánverjar tóku bronsið á þessu móti. Íslensku strákarnir tryggðu sér fimmta sætið með sigri á Póllandi, 28-27, í leiknum um fimmta sætið þar sem liðið kom til baka eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik. Íslenska liðið gerði mjög vel í þeim leik en liðið lék án Arons Pálmarssonar í þeim leik og Arnór Atlason var líka dottin út. Snorri Steinn Guðjónsson, núverandi þjálfari liðsins, var frábær í Póllandsleiknum með átta mörk úr aðeins tíu skotum og gaf fimm stoðsendingar að auki. Gunnar Steinn Jónsson lék líka mjög vel og var með fimm mörk og sex stoðsendingar en hann var þarna á sínu fyrsta stórmóti. Bjarki Már Gunnarsson kom nýr inn í íslensku vörnina og stóð sig mjög vel á EM 2014.Getty/Sascha Steinbach EM í Danmörku 2014 Lokastaða: 5. sæti Sigurleikir: 4 í 7 leikjum. Þjálfari: Aron Kristjánsson (2. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson Besti leikur: Sigur á Póllandi (29-28) Versti leikur: Tap fyrir Danmörku (23-32) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 44/15 Ásgeir Örn Hallgrímsson 29 Aron Pálmarsson 23 Rúnar Kárason 21 Snorri Steinn Guðjónsson 19/6 Þórir Ólafsson 13 Róbert Gunnarsson 11 Guðjón Valur Sigurðsson komst í úrvalsliðið á sínu þriðja stórmóti.Vísir/Daníel Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson var frábær í vinstri horninu og spilaði sig inn í úrvalslið mótsins. Guðjón skoraði 44 mörk eða 6,3 í leik og nýtti 73 prósent skota sinna. Það var aðeins Spánverjinn Joan Canellas sem skoraði fleiri mörk en fyrirliði íslenska liðsins á þessu móti. Þetta var í þriðja skiptið sem Guðjón komst í úrvalslið á stórmóti en enginn annar vinstri hornamaður hafði komist oftar en einu sinni í slíkt lið á áratugnum á undan. Óvænta stjarnan: Bjarki Már Gunnarsson kom gríðarlega sterkur inn í íslensku vörnina á þessu móti og var kletturinn í miðri vörninni. Bjarki var þarna nýkominn út til Þýskalands frá HK þar sem hann fékk samning hjá EHV Aue. Hann hafði aðeins spilað samtals fimm landsleiki þegar lokaundirbúningur liðsins fyrir EM hófst í byrjun janúar. Gunnar Steinn Jónsson spilaði einnig frábærlega í fjarveru Aron Pálmarssonar í lokaleik mótsins. Fyrsta mótið hjá: Gunnar Steinn Jónsson og Bjarki Már Gunnarsson. Síðasta mótið hjá: Þórir Ólafsson. Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Danmörku 2014.Getty/Lars Ronbog Viðtalið: „Framtíð handboltans var í húfi“ „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aroní samtali við Fréttablaðið eftir sigur á Póllandi í leiknum um fimmta sætið. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætti Aron við. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Getty/Stuart Franklin Aron sagði að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina: „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ sagði Aron. „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ sagði Aron. Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópumót strákanna okkar Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir. 8. janúar 2024 12:00 5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum. 7. janúar 2024 12:00 6 dagar í EM: Sjötta besta Evrópumót strákanna okkar Það vantaði marga lykilmenn á Evrópumóti íslenska liðsins fyrir tólf árum og liðið náði ekki alveg að fylgja eftir velgengni áranna á undan. 6. janúar 2024 12:10 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
Fyrsti leikur íslenska karlalandsliðsins á Evrópumóti karla í handbolta er 12. janúar næstkomandi eða eftir aðeins þrjá daga. Vísir ætlar að telja niður í komandi Evrópumót með því að raða upp bestu Evrópumótum strákanna okkar í gegnum tíðina. Þriðja sætið yfir bestu Evrópumót strákanna okkar fer til Evrópumótsins í Danmörku fyrir áratug síðan en íslenska liðið náði fimmta sætinu á mótinu. Aron Kristjánsson stýrði þarna íslenska liðinu á sínu öðru stórmóti en liðið hafði endað í tólfta sæti á heimsmeistaramótinu ári fyrr. Ásgeir Örn Hallgrímsson var næstmarkahæsti leikmaður íslenska liðsins á mótinu.Getty/Lars Ronbog Ísland byrjaði mótið á flottum fimm marka sigri á Norðmönnum og gerði svo jafntefli við Ungverja í næsta leik. Lokaleikur riðilsins tapaðist á móti sterku spænsku liði. Íslenska liðið fór með eitt stig með sér inn í milliriðil en byrjaði þar vel. Liðið vann tvo fyrstu leiki sína á móti Austurríki og Makedóníu. Það var hins vegar ljóst fyrir lokaleikinn að Danir og Spánverjar voru búnir að tryggja sér sæti í undanúrslitunum. Danaleikurinn tapaðist stórt. Danir unnu silfurverðlaunin og Spánverjar tóku bronsið á þessu móti. Íslensku strákarnir tryggðu sér fimmta sætið með sigri á Póllandi, 28-27, í leiknum um fimmta sætið þar sem liðið kom til baka eftir að hafa verið þremur mörkum undir í hálfleik. Íslenska liðið gerði mjög vel í þeim leik en liðið lék án Arons Pálmarssonar í þeim leik og Arnór Atlason var líka dottin út. Snorri Steinn Guðjónsson, núverandi þjálfari liðsins, var frábær í Póllandsleiknum með átta mörk úr aðeins tíu skotum og gaf fimm stoðsendingar að auki. Gunnar Steinn Jónsson lék líka mjög vel og var með fimm mörk og sex stoðsendingar en hann var þarna á sínu fyrsta stórmóti. Bjarki Már Gunnarsson kom nýr inn í íslensku vörnina og stóð sig mjög vel á EM 2014.Getty/Sascha Steinbach EM í Danmörku 2014 Lokastaða: 5. sæti Sigurleikir: 4 í 7 leikjum. Þjálfari: Aron Kristjánsson (2. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson Besti leikur: Sigur á Póllandi (29-28) Versti leikur: Tap fyrir Danmörku (23-32) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 44/15 Ásgeir Örn Hallgrímsson 29 Aron Pálmarsson 23 Rúnar Kárason 21 Snorri Steinn Guðjónsson 19/6 Þórir Ólafsson 13 Róbert Gunnarsson 11 Guðjón Valur Sigurðsson komst í úrvalsliðið á sínu þriðja stórmóti.Vísir/Daníel Besti leikmaður Íslands á mótinu: Guðjón Valur Sigurðsson var frábær í vinstri horninu og spilaði sig inn í úrvalslið mótsins. Guðjón skoraði 44 mörk eða 6,3 í leik og nýtti 73 prósent skota sinna. Það var aðeins Spánverjinn Joan Canellas sem skoraði fleiri mörk en fyrirliði íslenska liðsins á þessu móti. Þetta var í þriðja skiptið sem Guðjón komst í úrvalslið á stórmóti en enginn annar vinstri hornamaður hafði komist oftar en einu sinni í slíkt lið á áratugnum á undan. Óvænta stjarnan: Bjarki Már Gunnarsson kom gríðarlega sterkur inn í íslensku vörnina á þessu móti og var kletturinn í miðri vörninni. Bjarki var þarna nýkominn út til Þýskalands frá HK þar sem hann fékk samning hjá EHV Aue. Hann hafði aðeins spilað samtals fimm landsleiki þegar lokaundirbúningur liðsins fyrir EM hófst í byrjun janúar. Gunnar Steinn Jónsson spilaði einnig frábærlega í fjarveru Aron Pálmarssonar í lokaleik mótsins. Fyrsta mótið hjá: Gunnar Steinn Jónsson og Bjarki Már Gunnarsson. Síðasta mótið hjá: Þórir Ólafsson. Snorri Steinn Guðjónsson í leik með íslenska landsliðinu á Evrópumótinu í Danmörku 2014.Getty/Lars Ronbog Viðtalið: „Framtíð handboltans var í húfi“ „Strákarnir stóðu sig frábærlega og þessi sigur var punkturinn yfir i-ið,“ sagði Aroní samtali við Fréttablaðið eftir sigur á Póllandi í leiknum um fimmta sætið. „Það var ánægjulegt að klára mótið með sigri á afar sterku liði Pólverja, ekki síst þar sem við vorum án margra lykilmanna. Þessir yngri og reynsluminni kláruðu þennan leik fyrir okkur,“ bætti Aron við. Aron Kristjánsson, þjálfari íslenska landsliðsins.Getty/Stuart Franklin Aron sagði að sérstök áhersla hafi verið lögð á að undirbúa liðið fyrir riðlakeppnina: „Við lögðum allt í að koma okkur upp úr riðlinum því þar var framtíð íslensks handbolta í húfi. Við undirbjuggum okkur ótrúlega vel fyrir Noregsleikinn og spiluðum frábærlega í þeim leik.“ Strákarnir fóru áfram í milliriðlakeppnina með eitt stig og unnu svo sína tvo fyrstu leiki þar. Eftir því sem leið á mótið reyndi á breidd íslenska liðsins og Aron var ánægður með hana. „Bjarki Már [Gunnarsson] kom virkilega sterkur inn í vörnina og Gunnar Steinn [Jónsson] kom inn í liðið eins og maður með margra ára landsliðsreynslu að baki. Það var virkilega ánægjulegt,“ sagði Aron. „Ég tel að við höfum náð töluvert miklu úr breiddinni og þeim strákum sem við sýndum traust. Það er ekki hægt að ætlast til þess að menn sem spila í smærri deildum og liðum en þeim allra bestu geti komið fullmótaðir inn í landsliðið og unnið bestu þjóðir heims. En við lögðum áherslu á að undirbúa okkur alltaf mjög vel og það skilaði sínu,“ sagði Aron.
EM í Danmörku 2014 Lokastaða: 5. sæti Sigurleikir: 4 í 7 leikjum. Þjálfari: Aron Kristjánsson (2. stórmót) Fyrirliði: Guðjón Valur Sigurðsson Besti leikur: Sigur á Póllandi (29-28) Versti leikur: Tap fyrir Danmörku (23-32) Markahæstir hjá íslenska liðinu: Guðjón Valur Sigurðsson 44/15 Ásgeir Örn Hallgrímsson 29 Aron Pálmarsson 23 Rúnar Kárason 21 Snorri Steinn Guðjónsson 19/6 Þórir Ólafsson 13 Róbert Gunnarsson 11
Landslið karla í handbolta Tengdar fréttir 4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópumót strákanna okkar Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir. 8. janúar 2024 12:00 5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum. 7. janúar 2024 12:00 6 dagar í EM: Sjötta besta Evrópumót strákanna okkar Það vantaði marga lykilmenn á Evrópumóti íslenska liðsins fyrir tólf árum og liðið náði ekki alveg að fylgja eftir velgengni áranna á undan. 6. janúar 2024 12:10 7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01 8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01 9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00 10 dagar í EM: Ellefta besta Evrópumót strákanna okkar 2. janúar 2024 12:00 Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Fleiri fréttir Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Stór helgi að Hlíðarenda: Stefnan sett á undanúrslit Gríðarleg spenna á toppnum Orri Freyr magnaður þegar það leið yfir annan dómarann Kennir sjálfum sér um ófarir Gísla Haukar halda sér í toppbaráttunni Janus Daði öflugur í súru tapi Mögnuð Elín Klara þegar Haukar unnu Stjörnuna Elvar Örn öflugur og Melsungen áfram á toppnum Selfoss sá ekki til sólar á Hlíðarenda Íslendingalið Benfica og Gummersbach halda í vonina Þriðja landsliðskona liðsins orðin ófrísk Ýmir sneri aftur í góðum sigri Reynsluboltinn fann sér nýtt lið Gísli stórkostlegur í toppslagnum ÍBV vann Gróttu sem hefur beðið í 136 daga Óðinn Þór markahæstur að venju KA/Þór beint aftur upp í deild þeirra bestu Heimsmeistararnir gengu frá lærisveinum Guðjóns Vals „Vorum nokkurn veginn búnir að kortleggja þetta“ Uppgjörið: Haukar - Jeruzalem Ormoz 31-23 | Öruggt hjá Haukum gegn slöku slóvensku liði Valsmenn skoruðu 48 í Breiðholti Haukar töpuðu stórt í Tékklandi Framkonur stálheppnar að missa ekki sigurinn ÍR skellti í lás og fór upp fyrir Stjörnuna Sjá meira
4 dagar í EM: Fjórða besta Evrópumót strákanna okkar Evrópumótinu í handbolta árið 2022 verður alltaf minnst fyrir áhrifa kórónuveirunnar og alla þá leikmenn íslenska landsliðsins sem enduðu í sóttkví. Frammistaðan var því ótrúleg miðað við allt mótlætið sem liðið þurfti að berjast í gegnum þessar vikur sem mótið stóð yfir. 8. janúar 2024 12:00
5 dagar í EM: Fimmta besta Evrópumót strákanna okkar Viggó Sigurðsson var ekki langt frá því að koma íslenska landsliðinu í undanúrslit á sínu síðasta stórmóti á Evrópumótinu fyrir átján árum. 7. janúar 2024 12:00
6 dagar í EM: Sjötta besta Evrópumót strákanna okkar Það vantaði marga lykilmenn á Evrópumóti íslenska liðsins fyrir tólf árum og liðið náði ekki alveg að fylgja eftir velgengni áranna á undan. 6. janúar 2024 12:10
7 dagar í EM: Sjöunda besta Evrópumót strákanna okkar Draumabyrjun á Evrópumótinu fyrir fjórum árum síðan en enn á ný fór allt á versta veg í leik á móti Ungverjum. 5. janúar 2024 12:01
8 dagar í EM: Áttunda besta Evrópumót strákanna okkar Árið byrjaði ekki allt of vel á þessu Evrópumóti en sumarið á eftir var algjörlega frábært. 4. janúar 2024 12:01
9 dagar í EM: Níunda besta Evrópumót strákanna okkar EM 2016 og EM 2018 voru mjög lík mót með frábærri byrjun en á eftir fylgdi mjög snöggur og svekkjandi endir. 3. janúar 2024 12:00