Grindavík og kjaraviðræðurnar Finnbjörn A. Hermannsson skrifar 24. janúar 2024 14:01 Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórnvalda til að koma til móts við kröfur launafólks um aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali mánudaginn 22. janúar að uppi væru „mjög háværar kröfur” um að ríkið legði mikla fjármuni í tilfærslukerfin svonefndu. Þegar ríkið stæði frammi fyrir svo stóru verkefni sem „Grindavíkurmálið” væri hefði það áhrif á getu ríkissjóðs til að koma til móts við kröfur annarra. „Það væri óskynsamlegt af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir yrðu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum föst í,“ sagði ráðherrann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þessi orð hans daginn eftir og kvaðst telja „blasa við” að náttúruhamfarir í Grindavík og aðstoð við íbúa þar hefðu áhrif á „allt annað sem [ríkisstjórnin] gerði” og undarlegt væri ef einhverir „ætluðu að vera ósammála því.” „Stóra samhengið” Vegna þessara yfirlýsinga ráðherranna er mikilvægt að fram komi að verkalýðshreyfingin hefur aldrei krafist þess að hún verði tekin út úr því „stóra samhengi” sem utanríkisráðherra gerði að umtalsefni. Hið „stóra samhengi” sem blasir við íslensku launafólki er að á síðustu árum hafa stjórnvöld skipulega eyðilagt tilfærslukerfin, sem eru tæki velferðarsamfélagsins til að létta undir með almenningi á krefjandi tímum, til dæmis þegar fólk kemur sér þaki yfir höfuð eða eignast börn. Frá árinu 1995 hefur meðalfjölskylda tapað um 40.000 krónum að núvirði á mánuði í samanlagðar barna- og vaxtabætur. Tillögur verkalýðshreyfingarinnar miða að því endurheimta það sem stjórnvöld hafa tekið af launafólki. Það skiptir einnig verulegu máli í „stóra samhenginu” að verkalýðshreyfingin hefur unnið ítarlegar tillögur um endurreisn tilfærslukerfa vaxta-, húsnæðis- og barnabóta og hvernig fjármagna megi þær löngu tímabæru umbætur. Hér skulu nefndar nokkrar helstu tillögur hvað fjármögnun varðar: Skattbyrði verði jöfnuð milli launa og fjármagnstekna. Útsvar verði greitt af fjármagnstekjum. Lokað verði fyrir glufur í tekjuskattkerfinu sem gera tekjutilflutning frá atvinnutekjum í fjármagnstekjur mögulegan. Komið verði á stóreignaskatti á hreinar eignir umfram 200 milljónir. Mótaður verði skýr rammi um auðlindagjöld og gjaldheimta auðlindagjalda færð undir eitt ráðuneyti. Gjaldheimta nái yfir nýtingu ólíkra auðlinda svo sem fiskeldi, framleiðslu raforku og ferðaþjónustu. Tekin verði upp skattlagning auðlindarentu, byggð á norskri fyrirmynd. Tekið verði upp 4.000 króna komugjald í ferðaþjónustu sem leggst á flugfargjöld fullorðinna sem koma inn í landið. Skattalegar undanþágur sem ferðaþjónustan nýtur verði teknar til endurskoðunar. Lækkun bankaskatts verði dregin til baka. Skattþrepum verði fjölgað í fjögur með því að innleiða sérstakt hátekjuþrep á tekjur sem eru yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sett verði lög um hvalrekaskatt sem virkjast sjálfkrafa þegar ytri aðstæður leiða til óvenju mikillar arðsemi. Heilbrigt og réttlátt skattkerfi Líkt og þessar tillögur bera greinilega með sér er hugsunin ekki sú að auka skattheimtu á launafólk í landinu. Hún er nú þegar síhækkandi og óhófleg, sérstaklega hvað lægstu launin varðar og ber forgangsröðun stjórnvalda ekki fagurt vitni. Hér eru á hinn bóginn lögð drög að heilbrigðara og réttlátara skattkerfi þar sem auknar byrðar eru að sönnu lagðar á stórfyrirtæki og fjármagnseigendur. Í því efni skal minnt á að hagnaður útgerðar árin 2020 til 2022 var samtals rúmir 160 milljarðar króna og arðgreiðslur voru í samræmi við það. Um bankaskatt má nefna að hagnaður þeirra stærstu var samtals um 67 milljarðar króna árið 2022 og þar munaði mestu, venju samkvæmt, um vaxtatekjur þessara fyrirtækja sem rót eiga í vaxtamuni er kemur af fullum þunga niður á launafólk. Við skulum jafnframt hafa í huga að íslenskur fákeppnismarkaður er gríðarlega kostnaðarsamur fyrir launafólk og gróðinn ratar í vasa hinna fáu. Til að sporna gegn þessu þarf að reka öflugt samkeppniseftirlit og skattleggja ofsagróða. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað því að launafólk verði eitt látið bera byrðarnar af erfiðu efnahagsástandi sem það á enga sök á. Hreyfingin hafnar gjaldskrárhækkunum, aukinni gjaldheimtu, almennum skattahækkunum og niðurskurði í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Samhjálp Því verður ekki trúað að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. Líkt og ég hef hér sýnt fram á gerir verkalýðshreyfingin ráð fyrir því að breytt skattheimta standi undir fjármögnun nauðsynlegra samfélagsumbóta. Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Finnbjörn A. Hermannsson Kjaraviðræður 2023-24 Kjaramál ASÍ Mest lesið Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Mælt fyrir miklum kjarabótum öryrkja og aldraðra Inga Sæland skrifar Skoðun Mannréttindabrot og stríðsglæpir Rússa í Úkraínu Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Getur Sturlunga snúið aftur? Leifur B. Dagfinnsson skrifar Skoðun Vaka stendur með Menntavísindasviði í verki Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Vorbókaleysingar Henry Alexander Henrysson skrifar Skoðun Er þetta í alvöru umdeild skoðun fámenns hóps? Snorri Másson skrifar Skoðun Liðveisla fyrir öll Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar Skoðun Að standa við stóru orðin Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar Skoðun Ég virði þig og þín mörk, virðir þú mig og mín mörk ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun „Þessu er alltaf lofað fyrir kosningar en alltaf svikið“ Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Sjá meira
Yfirlýsingar fjármálaráðherra og utanríkisráðherra þess efnis að náttúruhamfarir í Grindavík muni hafa áhrif á getu stjórnvalda til að koma til móts við kröfur launafólks um aðkomu ríkisins að kjaraviðræðum hafa að vonum vakið talsverða furðu. Bjarni Benediktsson, utanríkisráðherra og formaður Sjálfstæðisflokksins, sagði í sjónvarpsviðtali mánudaginn 22. janúar að uppi væru „mjög háværar kröfur” um að ríkið legði mikla fjármuni í tilfærslukerfin svonefndu. Þegar ríkið stæði frammi fyrir svo stóru verkefni sem „Grindavíkurmálið” væri hefði það áhrif á getu ríkissjóðs til að koma til móts við kröfur annarra. „Það væri óskynsamlegt af öllum aðilum að ætlast til þess að þeir yrðu teknir út úr því stóra samhengi sem við öll erum föst í,“ sagði ráðherrann. Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, fjármála- og efnahagsráðherra og varaformaður Sjálfstæðisflokksins, tók undir þessi orð hans daginn eftir og kvaðst telja „blasa við” að náttúruhamfarir í Grindavík og aðstoð við íbúa þar hefðu áhrif á „allt annað sem [ríkisstjórnin] gerði” og undarlegt væri ef einhverir „ætluðu að vera ósammála því.” „Stóra samhengið” Vegna þessara yfirlýsinga ráðherranna er mikilvægt að fram komi að verkalýðshreyfingin hefur aldrei krafist þess að hún verði tekin út úr því „stóra samhengi” sem utanríkisráðherra gerði að umtalsefni. Hið „stóra samhengi” sem blasir við íslensku launafólki er að á síðustu árum hafa stjórnvöld skipulega eyðilagt tilfærslukerfin, sem eru tæki velferðarsamfélagsins til að létta undir með almenningi á krefjandi tímum, til dæmis þegar fólk kemur sér þaki yfir höfuð eða eignast börn. Frá árinu 1995 hefur meðalfjölskylda tapað um 40.000 krónum að núvirði á mánuði í samanlagðar barna- og vaxtabætur. Tillögur verkalýðshreyfingarinnar miða að því endurheimta það sem stjórnvöld hafa tekið af launafólki. Það skiptir einnig verulegu máli í „stóra samhenginu” að verkalýðshreyfingin hefur unnið ítarlegar tillögur um endurreisn tilfærslukerfa vaxta-, húsnæðis- og barnabóta og hvernig fjármagna megi þær löngu tímabæru umbætur. Hér skulu nefndar nokkrar helstu tillögur hvað fjármögnun varðar: Skattbyrði verði jöfnuð milli launa og fjármagnstekna. Útsvar verði greitt af fjármagnstekjum. Lokað verði fyrir glufur í tekjuskattkerfinu sem gera tekjutilflutning frá atvinnutekjum í fjármagnstekjur mögulegan. Komið verði á stóreignaskatti á hreinar eignir umfram 200 milljónir. Mótaður verði skýr rammi um auðlindagjöld og gjaldheimta auðlindagjalda færð undir eitt ráðuneyti. Gjaldheimta nái yfir nýtingu ólíkra auðlinda svo sem fiskeldi, framleiðslu raforku og ferðaþjónustu. Tekin verði upp skattlagning auðlindarentu, byggð á norskri fyrirmynd. Tekið verði upp 4.000 króna komugjald í ferðaþjónustu sem leggst á flugfargjöld fullorðinna sem koma inn í landið. Skattalegar undanþágur sem ferðaþjónustan nýtur verði teknar til endurskoðunar. Lækkun bankaskatts verði dregin til baka. Skattþrepum verði fjölgað í fjögur með því að innleiða sérstakt hátekjuþrep á tekjur sem eru yfir tvær milljónir króna á mánuði. Sett verði lög um hvalrekaskatt sem virkjast sjálfkrafa þegar ytri aðstæður leiða til óvenju mikillar arðsemi. Heilbrigt og réttlátt skattkerfi Líkt og þessar tillögur bera greinilega með sér er hugsunin ekki sú að auka skattheimtu á launafólk í landinu. Hún er nú þegar síhækkandi og óhófleg, sérstaklega hvað lægstu launin varðar og ber forgangsröðun stjórnvalda ekki fagurt vitni. Hér eru á hinn bóginn lögð drög að heilbrigðara og réttlátara skattkerfi þar sem auknar byrðar eru að sönnu lagðar á stórfyrirtæki og fjármagnseigendur. Í því efni skal minnt á að hagnaður útgerðar árin 2020 til 2022 var samtals rúmir 160 milljarðar króna og arðgreiðslur voru í samræmi við það. Um bankaskatt má nefna að hagnaður þeirra stærstu var samtals um 67 milljarðar króna árið 2022 og þar munaði mestu, venju samkvæmt, um vaxtatekjur þessara fyrirtækja sem rót eiga í vaxtamuni er kemur af fullum þunga niður á launafólk. Við skulum jafnframt hafa í huga að íslenskur fákeppnismarkaður er gríðarlega kostnaðarsamur fyrir launafólk og gróðinn ratar í vasa hinna fáu. Til að sporna gegn þessu þarf að reka öflugt samkeppniseftirlit og skattleggja ofsagróða. Verkalýðshreyfingin hefur hafnað því að launafólk verði eitt látið bera byrðarnar af erfiðu efnahagsástandi sem það á enga sök á. Hreyfingin hafnar gjaldskrárhækkunum, aukinni gjaldheimtu, almennum skattahækkunum og niðurskurði í mennta-, heilbrigðis- og velferðarkerfinu. Samhjálp Því verður ekki trúað að forystumenn Sjálfstæðisflokksins ætli að halda þeim málflutningi á lofti að réttmætar kröfur launafólks, sem lúta ekki síst að stuðningi sem þessir sömu ráðherrar hafa svipt almenningi, vinni gegn því að samfélagið geti komið Grindvíkingum til hjálpar á þessum neyðartímum. Líkt og ég hef hér sýnt fram á gerir verkalýðshreyfingin ráð fyrir því að breytt skattheimta standi undir fjármögnun nauðsynlegra samfélagsumbóta. Óhugsandi er að forystumenn í stjórnmálum landsins horfi til vandaðrar kjarabaráttu launafólks á þann veg að sanngjarnar kröfur séu fallnar til að skerða samheldni þjóðarinnar þegar náttúruhamfarir ríða yfir. Höfundur er forseti Alþýðusambands Íslands.
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson skrifar
Skoðun Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum skrifar
Skoðun Snjallborgin eða Skuggaborgin Reykjavík: Gervigreindarknúið höfuðborgarsvæði Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir skrifar
Skoðun Aðför að landsbyggðinni – og tilraun til að slá ryki í augu almennings Ingibjörg Isaksen skrifar
Skoðun Deyr mjólkurkýrin ef eigandi hennar fær eitt viðbótar mjólkurglas? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir skrifar
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Kynlíf veldur einhverfu: Opið bréf til Háskóla Íslands og fjölmiðla Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Margrét Oddný Leópoldsdóttir Skoðun
Réttur til endurtektarprófa: Jafnræði í námi fyrir alla stúdenta Vera Mist Magnúsdóttir,Guðlaug Eva Albertsdóttir Skoðun
Ákvarðanir teknar í Reykjavík – afleiðingarnar skella á okkur Hópur Framsóknarmanna í sveitarstjórnum Skoðun
Áskorun til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Háskóla Íslands Ríkharður Ólafsson,Styrmir Hallsson Skoðun