„Heiðarlegur stormur“ sem er að ná hámarki Lovísa Arnardóttir skrifar 25. janúar 2024 06:17 Það er vont veður um allt land. Íbúar á Suðvesturhorninu urðu sumir varir um þrumur og eldingar í nótt. Vísir/Vilhelm Gular og appelsínugular viðvaranir eru í gildi um allt land. Veðrið mun ná hámarki um sjö eða átta vestan til en aðeins seinna austan lands. Veðurfræðingur á von á því að versta veðrið verði búið þegar fólk fer til vinnu vestantil á landinu, en ekki austantil. Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í eitt útkall vegna veðurs um klukkan 4.30 í morgun, ásamt lögreglunni, að flytja bárujárnsplötur sem voru að fjúka á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur. „Það er orðið býsna hvasst víða um land. Veðrið fer fljótlega að ná hámarki vestan til. Svo á draga úr honum hér á höfuðborgarsvæðinu, en ekki fyrr en um eða eftir hádegi,“ segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni. „Þetta er heiðarlegur stormur, byljóttur.“ Hann telur að þegar fólk fer til vinnu eða í skóla um sjö eða átta leytið ætti veðrið að vera búið að ná hámarki vestan til. „Það verður búið að draga úr því í Reykjavík um sjö eða átta og krakkar á leið í skóla sleppa því við það versta.“ Hann segir það sama þó ekki gilda um fólk norðaustan og austalands þar sem er appelsínugul viðvörun í gildi. „Þar verður versta veðrið þegar þau eru að fara í vinnu. Þá verður ekki farið að lægja.“ Greint var frá því í gær að eitthvað rask yrði á flugi í dag vegna veðurs. Á vef Isavia má sjá að fyrstu áætluðu flugin eru áætluð um klukkan 7.20 Veður Færð á vegum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Sjá meira
Slökkviliðið á höfuðborgarsvæðinu fór í eitt útkall vegna veðurs um klukkan 4.30 í morgun, ásamt lögreglunni, að flytja bárujárnsplötur sem voru að fjúka á Hringbraut í Vesturbæ Reykjavíkur. „Það er orðið býsna hvasst víða um land. Veðrið fer fljótlega að ná hámarki vestan til. Svo á draga úr honum hér á höfuðborgarsvæðinu, en ekki fyrr en um eða eftir hádegi,“ segir Haraldur Eiríksson veðurfræðingur á Veðurstofunni. „Þetta er heiðarlegur stormur, byljóttur.“ Hann telur að þegar fólk fer til vinnu eða í skóla um sjö eða átta leytið ætti veðrið að vera búið að ná hámarki vestan til. „Það verður búið að draga úr því í Reykjavík um sjö eða átta og krakkar á leið í skóla sleppa því við það versta.“ Hann segir það sama þó ekki gilda um fólk norðaustan og austalands þar sem er appelsínugul viðvörun í gildi. „Þar verður versta veðrið þegar þau eru að fara í vinnu. Þá verður ekki farið að lægja.“ Greint var frá því í gær að eitthvað rask yrði á flugi í dag vegna veðurs. Á vef Isavia má sjá að fyrstu áætluðu flugin eru áætluð um klukkan 7.20
Veður Færð á vegum Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Góður möguleiki á að sjá deildarmyrkva Snjókoma sunnantil eftir hádegi Stöku skúrir eða slydduél sunnan heiða Vindasamt á meðan öflugt úrkomusvæði gengur yfir landið Suðvestanátt með skúrum víða um land Vindasamt og úrkomusvæði gengur yfir landið Slydda eða snjókoma með köflum í flestum landshlutum Með rólegasta móti Skúrir og slydduél sunnan- og vestantil Rigning sunnan- og vestantil og kólnar síðdegis Dálítil væta og bætir í vind Hæg suðlæg átt og hiti að tíu stigum Mild sunnanátt og dálítil væta Væta af og til Íbúar á austari hluta landsins gætu séð til tunglmyrkvans Norðlæg átt en bjart að mestu sunnanlands Hiti að tíu stigum en víða næturfrost Vestlæg átt leikur um landið Víða allhvass vindur norðantil síðdegis Yfirleitt hægur vindur en allvíða él Breytileg átt og einhver él á sveimi Rólegt veður næstu daga Vindasamt og rigning Gul viðvörun á Vestfjörðum í kvöld og nótt Slydda og snjókoma víða um land Appelsínugular viðvaranir í kortunum Öflug lægð nálgast landið Viðvaranir í gildi og vætusamt víða um land Lægðagangur og umhleypingar næstu daga Él sunnan- og vestanlands og hvessir í kvöld Sjá meira