Sigurjón Kjartansson og eiginkona hans Halldóra Guðbjörg Jónsdóttir.Jóhann Páll Kristbjörnsson
Fyrsta kvikmynd Sigurjóns Kjartanssonar í fullri lengd, Fullt hús, verður frumsýnd á morgun föstudag, en forsýning myndarinnar fór fram í Laugarásbíói í gærkvöldi.
„Þetta er stórskemmtileg gamanmynd um kammerhljómsveit í fjárhagskröggum. Staðan er svo slæm að hljómsveitin er tilbúin að fremja hvaða svívirðilega glæp sem er til að halda góða tónleika,“ segir í tilkynningu um myndina.
Fjöldi þjóðþekktra leikara koma fyrir í myndinni. Á meðal þeirra eru: Hilmir Snær Guðnason, Helga Braga Jónsdóttir, Ilmur Kristjánsdóttir, Halldór Gylfason, Guðjón Davíð Karlsson, Vivian Ólafsdóttir, Hannes Óli Ágústsson, Jón Gnarr, Eggert Þorleifsson, Katla Margrét Þorgeirsdóttir, Pétur Magnússon, Unnur Ösp Stefánsdóttir, Sverrir Þór Sverrisson og Edda Björg Eyjólfsdóttir.
Hér fyrir neðan má sjá ljósmyndir sem voru teknar á forsýningarkvöldinu sem fór fram í gær.