Sprenging í matarinnkaupum á netinu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 6. febrúar 2024 14:36 Á vefsíðum helstu matvöruverslana landsins getur fólk hlaðið í körfuna, greitt og fengið sent heim að dyrum. Íslendingar versluðu mest í erlendri netverslun frá Kína árið 2023 eða fyrir rúmlega sex milljarða króna. Verslun í erlendri vefverslun nam rúmlega helmingi af innlendir vefverslun sem eykst um fimmtung á milli ára. Sprenging hefur orðið í verslun á netinu í dagvöruverslunum. Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur fram að erlend netverslun í fyrra hafi numið 27,4 milljörðum króna. Rúmlega sex milljarðar hafi farið til Kína, um 4,2 milljarðar til Bandaríkjanna og um 3,2 milljarðar til Bretlands. Þýskaland er í fjórða sæti með verslun upp á 2,2 milljarða og Hollendingar stökkva upp í fimmta sætið á kostnað Víetnam frá árinu 2022. Netverslun Íslendinga við Holland nam 1,6 milljarði króna. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem fóru í erlenda netverslun. Netverslun við Kína minnkar því lítið eitt á milli ára en erlend netverslun í heild eykst um fimmtán prósent. Ali Express er meðal vefverslana frá Kína sem Íslendingar nýta sér óspart. Aukningin er meiri í netverslun innanlands. Innlend netverslun í fyrra nam 50,4 milljörðum króna og hækkaði um 21 prósent á milli ára. Verslun á netinu í dagvöruverslunum innanlands hefur aukist um 49 prósent á milli ára. Telur Rannsóknarsetur verslunarinnar ljóst að landsmenn hafi verið duglegir að nýta sér tækni dagvöruverslana á árinu sem leið, svo sem að fylla matarkörfuna heima hjá sér á heimasíðu verslunar og láta senda heim. Innlend netverslun nemur því um 65 prósent af allri netverslun Íslendinga en sú erlenda 35 prósentum. Kína Verslun Bandaríkin Bretland Holland Þýskaland Víetnam Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
Þetta kemur fram í nýjum tölum Rannsóknarseturs verslunarinnar. Þar kemur fram að erlend netverslun í fyrra hafi numið 27,4 milljörðum króna. Rúmlega sex milljarðar hafi farið til Kína, um 4,2 milljarðar til Bandaríkjanna og um 3,2 milljarðar til Bretlands. Þýskaland er í fjórða sæti með verslun upp á 2,2 milljarða og Hollendingar stökkva upp í fimmta sætið á kostnað Víetnam frá árinu 2022. Netverslun Íslendinga við Holland nam 1,6 milljarði króna. Kína sat einnig á toppnum fyrir árið 2022 með 6,2 milljarða króna af 23,9 milljörðum sem fóru í erlenda netverslun. Netverslun við Kína minnkar því lítið eitt á milli ára en erlend netverslun í heild eykst um fimmtán prósent. Ali Express er meðal vefverslana frá Kína sem Íslendingar nýta sér óspart. Aukningin er meiri í netverslun innanlands. Innlend netverslun í fyrra nam 50,4 milljörðum króna og hækkaði um 21 prósent á milli ára. Verslun á netinu í dagvöruverslunum innanlands hefur aukist um 49 prósent á milli ára. Telur Rannsóknarsetur verslunarinnar ljóst að landsmenn hafi verið duglegir að nýta sér tækni dagvöruverslana á árinu sem leið, svo sem að fylla matarkörfuna heima hjá sér á heimasíðu verslunar og láta senda heim. Innlend netverslun nemur því um 65 prósent af allri netverslun Íslendinga en sú erlenda 35 prósentum.
Kína Verslun Bandaríkin Bretland Holland Þýskaland Víetnam Mest lesið Sólon lokað vegna gjaldþrots Viðskipti innlent Hætta við að reka OpenAI í hagnaðarskyni Viðskipti erlent „Rán um hábjartan dag“ kom ekki á óvart Viðskipti innlent AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent Slær bjartari tón þegar kemur að verðbólgunni Viðskipti innlent Ráðin hagfræðingur SVÞ Viðskipti innlent Sveinn verður viðskiptastjóri hjá Styrkás Viðskipti innlent Fríhöfnin fær nýtt nafn og verður lokað um tíma í vikunni Viðskipti innlent Reyndist ekki rétt: „Reykvíkingar munu aldrei koma“ Atvinnulíf Tollar Trump á kvikmyndir „mjög sérstakt útspil“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir „Þetta eru bara krakkar sem eru í þessu fyrir peningana“ Innkalla kjúkling vegna gruns um salmonellu Fokdýr jólagjöf til dætranna reyndist eintóm blekking Bensínverð rjúki upp en fari hægt niður Hvar er opið um páskana? Spotify liggur niðri Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Reiknivél sem sýnir áhrif breytingar á samsköttun Danskir seðlar teknir úr umferð og verða ógildir Hafi ógnað öryggi flugsins en fær samt bætur Páskaegg allt að fjórðungi dýrari en í fyrra Tvö apótek sögðu pass við verðlagseftirlitið Kannast ekki við hafa tekið lán að nóttu til en þarf að borga Rangt að plástrarnir geti læknað sjúkleika eða röskun á líffærastarfsemi Hatar sjálfsafgreiðslukassa: „Ég er orðinn gamall karl að gefast upp á nútímanum“ Sjá meira
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent
AGS: Spenna í milliríkjaviðskiptum og bandarískir tollar gætu haft áhrif á Íslandi Viðskipti innlent