Óvænt kreppa í Japan og Þýskaland tekur þriðja sætið Samúel Karl Ólason og Gunnar Reynir Valþórsson skrifa 15. febrúar 2024 11:54 Hgafræðingar áttu ekki von á samdrætti í Japan. AP/Kyodo News Óvæntur samdráttur mældist á japanska hagkerfinu en verg landsframleiðsla dróst þar saman um 0,4 prósent á síðasta fjórðungi síðasta árs. Þar áður var 3,3 prósenta samdráttur og er nú tæknilega séð kreppa í Japan. Þetta kemur nokkuð á óvart að sögn breska ríkisútvarpsins en sérfræðingar höfðu búist við hagvexti á fjórða ársfjórðungi en ekki samdrætti. Þó er um bráðabirgðatölur að ræða en þegar samdráttur mælist tvo fjórðunga í röð er yfirleitt talað um að samdráttarskeið sé hafið. Í október í fyrra gaf alþjóða gjaldeyrissjóðurinn út spá sem gerði ráð fyrir að í ár muni Þýskaland taka fram úr Japan sem þriðja stærsta efnahagsveldi heims og hefur það nú raungerst, samkvæmt frétt Reuters. Hagfræðingar í Japan óttast frekari samdrátt á þessum ársfjórðungi vegna dræmrar eftirspurnar í Kína, lítillar neyslu og framleiðslutafa hjá Toyota. Í frétt Japan Times eru þó haft eftir öðrum hagfræðingum að gögn landsins um verga landsframleiðslu séu ekki áreiðanleg, þar sem þær gangi reglulega breytingum. Annað mat á gögnunum verðu birt í næsta mánuði og þá þykir mögulegt að í ljós komi að ekki hafi orðið samdráttur í lok síðasta árs. Kreppa ríkir einnig í Bretlandi þar sem samdráttur mældist tvo ársfjórðunga í röð. Á síðasta ársfjórðungi síðasta árs mældist samdrátturinn 0,3 prósent en hann var 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi. Reuters segir hagvöxt hafa verið lítinn í Bretlandi undanfarin tvö ár. Japan Þýskaland Bretland Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Þetta kemur nokkuð á óvart að sögn breska ríkisútvarpsins en sérfræðingar höfðu búist við hagvexti á fjórða ársfjórðungi en ekki samdrætti. Þó er um bráðabirgðatölur að ræða en þegar samdráttur mælist tvo fjórðunga í röð er yfirleitt talað um að samdráttarskeið sé hafið. Í október í fyrra gaf alþjóða gjaldeyrissjóðurinn út spá sem gerði ráð fyrir að í ár muni Þýskaland taka fram úr Japan sem þriðja stærsta efnahagsveldi heims og hefur það nú raungerst, samkvæmt frétt Reuters. Hagfræðingar í Japan óttast frekari samdrátt á þessum ársfjórðungi vegna dræmrar eftirspurnar í Kína, lítillar neyslu og framleiðslutafa hjá Toyota. Í frétt Japan Times eru þó haft eftir öðrum hagfræðingum að gögn landsins um verga landsframleiðslu séu ekki áreiðanleg, þar sem þær gangi reglulega breytingum. Annað mat á gögnunum verðu birt í næsta mánuði og þá þykir mögulegt að í ljós komi að ekki hafi orðið samdráttur í lok síðasta árs. Kreppa ríkir einnig í Bretlandi þar sem samdráttur mældist tvo ársfjórðunga í röð. Á síðasta ársfjórðungi síðasta árs mældist samdrátturinn 0,3 prósent en hann var 0,1 prósent á þriðja ársfjórðungi. Reuters segir hagvöxt hafa verið lítinn í Bretlandi undanfarin tvö ár.
Japan Þýskaland Bretland Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira