Tvær konur geta leyst stóru málin Sandra B. Franks skrifar 20. febrúar 2024 08:01 Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Kjaramál Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson skrifar Skoðun Þetta kostar Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Þrífætta svínið og auðlindarentan Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Er nóg að bara brjóta land? Þorvaldur Rúnarsson skrifar Skoðun Íslensk ferðaþjónusta til framtíðar: Næstu skref Lilja Dögg Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Að kjósa taktískt Samúel Karl Ólason skrifar Skoðun Að standa vörð um þjóðina Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Jöfn tækifæri í boði Sjálfstæðisflokksins Snorri Ingimarsson skrifar Skoðun Íslendingar, ekki vera fávitar! Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Náttúran er stærsta kosningamálið Skúli Skúlason skrifar Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Sjá meira
Stóra jafnréttismálið er launamunur kynjanna en meginástæða hans er hinn kynskipti vinnumarkaður og vanmat á störfum kvenna. Þetta kemur fram nýrri skýrslu Virðismat starfa sem aðgerðarhópur um launajafnrétti og jafnrétti á vinnumarkaði afhenti forsætisráðherra nýverið. Ráðherrann fagnaði vitaskuld vinnu hópsins og sagði nauðsynlegt næsta skref, til að útrýma þessum kynbundna launamun sem eftir stendur á vinnumarkaði, væri að fylgja tillögunum eftir sem fram koma í skýrslunni. Alltof lengi höfum við heyrt sambærilegar yfirlýsingar og erum orðin langþreytt eftir aðgerðunum. Nú eru kjarasamningar opinberra starfsmanna að losna. Um 70% í þeim hópi eru konur og nánast önnur hver þeirra sem er á vinnumarkaði vinnur hjá hinu opinbera. Kjaramálin eru jafnréttismál Fyrir tíu árum síðan var launamunur kynjanna á íslenskum vinnumarkaði um 18%. Launamunurinn hefur farið minnkandi síðustu ár en er þó enn um 10%. Fyrir konur sem hafa um 700.000 kr. laun á mánuði, þýðir 10% launamunur um 80.000 kr. á mánuði, eða 960.000 kr. á ári. Yfir starfsæfina nemur fjárhæðin yfir 47 m.kr. Þá eru ótalin áhrifin á lífeyrisgreiðslur og efnahagslega stöðu kvenna á efri árum. Launamunur kynjanna er því ekki aðeins tölfræðilegt viðfangsefni heldur er hann félags- og efnahagslegur veruleiki. Launamisréttið hefur þannig áhrif á lífsgæði og fjárhagslegt öryggi kvenna alla þeirra ævi. Forsætisráðherra hefur lengi talað fyrir auknu jafnrétti og í síðasta áramótaávarpi hennar sagði hún að markmið sitt væri að ná „fullu jafnrétti“ eftir sex ár. Fjármálaráðherra sagði einnig að „kynbundinn launamunur á ekki heima í íslensku samfélagi“. Nú hafa þessar tvær konur viðurkennt vandann opinberlega. Næst þarf að taka ákvarðanir. Konur í Nýja-Sjálandi og í Bretlandi hafa farið dómstólaleiðina til að ná fram fullu launajafnrétti. Hér á landi liggur beinast við þegar ráðherrar hafa viðurkennt launamisréttið að fara samningaleiðina og bæta starfskjör kvennastétta. Það er til dæmis hægt að gera með því að bæta stofnanasamninga á þeim kvennavinnustöðum sem heyra undir stjórnvöld. Forsætisráðherra og fjármálaráðherra geta komið þeim skilaboðum áleiðis að bæta í laun kvennastétta þar sem vissa er til staðar um að laun séu lægri hjá konum vegna vanmats á störfum þeirra. Efndir en ekki nefndir Að meta virði starfa er ákjósanleg leið sem hægt er að gera að reglu eftir næstu kjarasamninga. Jafnlaunastaðall er sömuleiðis sjálfsagður og að beita svokallaðri jafnvirðisnálgun eins og skýrslan talar um. En við þurfum varla fleiri starfsnefndir. Í skýrslunni kemur fram að stétt telst kvennastétt ef 60-65% stéttarinnar eru konur. Sjúkraliðar eru um 97% konur og hjúkrunarfræðingar eru með svipað hlutfall. Hvernig væri að byrja á kvennastéttum eins og þessum? Þetta eru álagstengdar heilbrigðisstéttir sem hafa svo sannarlega fundið fyrir vanmati á störfum sínum um árabil, sem heyra vissulega fögur orð í sinn garð, en finna minna fyrir aðgerðunum. Í mínum huga er það einsýnt að forsætisráðherra og fjármálaráðherra nýti þessi tól sem þær hafa fengið í hendur og standi nú við stóru orðin um að bæta stöðu kvennastétta í eitt skipti fyrir öll. Boltinn er því núna hjá þessum tveimur konum. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Skoðun Við erum hér fyrir þig Elvar Eyvindsson,Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir,Bogi Kristjánsson skrifar
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar