Fyrirmyndir stækka framtíðina Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir og Ásmundur Einar Daðason skrifa 1. mars 2024 08:01 Stundum segir mynd – eða myndband – meira en þúsund orð. Við leggjum því til að þú horfir á myndbandið hér að neðan áður en lengra er haldið. Þessir frábæru krakkar fanga vel hvað fyrirmyndir skipta okkur öll miklu máli. Ekki aðeins til að veita okkur leiðsögn og innblástur, heldur jafnframt til að opna augu okkar fyrir tækifærunum sem leynast allt í kringum okkur. Það getur nefnilega reynst erfitt að ímynda sér möguleika sem við vitum ekki að eru fyrir hendi. Fyrirmyndir víkka þannig sjóndeildarhring okkar og um leið: stækka framtíðina. Stækkaðu framtíðina Þaðan dregur nýtt verkefni sem ráðuneytin okkar ýttu úr vör í gær heiti sitt. Stækkaðu framtíðina er ætlað að opna augu barna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu sínu. Stækkaðu framtíðina er verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins og felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir til að lýsa starfi sínu, segja nemendum frá því hvernig nám þeirra hefur nýst og hvaða bakgrunn viðkomandi hefur Við þekkum það eflaust flest að þegar við vorum lítil langaði okkur á einhverjum tímapunkti að gera það sama og foreldrar okkar í framtíðinni. Samkvæmt rannsóknum hafa börn myndað sér skoðun ansi ung á því hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór og helstu fyrirmyndir þeirra eru einmittforeldrar þeirra og frægt fólk; eins og leikarar, tónlistarfólk eða samfélagsmiðlastjörnur. Stækkaðu framtíðina miðar að því að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni og staðsetningu, með því að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar. Áttu klukkustund aflögu? Við viljum hvetja sem flest sem til að taka þátt, sama hvaða stöðu þau gegna á vinnumarkaði. Við þurfum fjölbreyttan hóp fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Þátttaka í verkefninu er einföld. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu verkefnisins -stækkaðuframtíðina.is. Þar getur fólk valið hversu margar heimsóknir í skóla það treystir sér í - allt eftir tíma og áhuga. Ein heimsókn í kennslustund á ári er nóg til að vera með í að stækka framtíðina. Verkefnið er íslensk útgáfa af breska verkefninu Inspiring the Future sem hóf göngu sína árið 2012. Síðan þá hafa um 52 þúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu með frábærum árangri. Verkefninu er einnig haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss og nú er komið að Íslandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast ávef verkefnisins. Við hlökkum til að stækka framtíðina með ykkur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Ásmundur Einar Daðason Grunnskólar Skóla - og menntamál Vinnumarkaður Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Sjá meira
Stundum segir mynd – eða myndband – meira en þúsund orð. Við leggjum því til að þú horfir á myndbandið hér að neðan áður en lengra er haldið. Þessir frábæru krakkar fanga vel hvað fyrirmyndir skipta okkur öll miklu máli. Ekki aðeins til að veita okkur leiðsögn og innblástur, heldur jafnframt til að opna augu okkar fyrir tækifærunum sem leynast allt í kringum okkur. Það getur nefnilega reynst erfitt að ímynda sér möguleika sem við vitum ekki að eru fyrir hendi. Fyrirmyndir víkka þannig sjóndeildarhring okkar og um leið: stækka framtíðina. Stækkaðu framtíðina Þaðan dregur nýtt verkefni sem ráðuneytin okkar ýttu úr vör í gær heiti sitt. Stækkaðu framtíðina er ætlað að opna augu barna fyrir þeim tækifærum sem framtíðin hefur upp á að bjóða og auka þannig áhuga þeirra á námi auk þess að ýta undir að þau sjái tilgang með náminu sínu. Stækkaðu framtíðina er verkefni fyrir alla grunn- og framhaldsskóla landsins og felst í því að sjálfboðaliðar af vinnumarkaði heimsækja kennslustundir til að lýsa starfi sínu, segja nemendum frá því hvernig nám þeirra hefur nýst og hvaða bakgrunn viðkomandi hefur Við þekkum það eflaust flest að þegar við vorum lítil langaði okkur á einhverjum tímapunkti að gera það sama og foreldrar okkar í framtíðinni. Samkvæmt rannsóknum hafa börn myndað sér skoðun ansi ung á því hvað þau ætli að verða þegar þau verða stór og helstu fyrirmyndir þeirra eru einmittforeldrar þeirra og frægt fólk; eins og leikarar, tónlistarfólk eða samfélagsmiðlastjörnur. Stækkaðu framtíðina miðar að því að því að öll börn og ungmenni sjái þá möguleika sem þeim standa til boða, óháð bakgrunni og staðsetningu, með því að kynnast fjölbreyttum fyrirmyndum. Þannig fá börnin tækifæri til að kynnast ólíkum störfum og heyra sögur frá fólki af vinnumarkaðinum og upplifi aukinn áhuga á námi og tækifærum framtíðarinnar. Áttu klukkustund aflögu? Við viljum hvetja sem flest sem til að taka þátt, sama hvaða stöðu þau gegna á vinnumarkaði. Við þurfum fjölbreyttan hóp fólks fyrir fjölbreyttan hóp nemenda. Þátttaka í verkefninu er einföld. Hægt er að skrá sig sem sjálfboðaliða á heimasíðu verkefnisins -stækkaðuframtíðina.is. Þar getur fólk valið hversu margar heimsóknir í skóla það treystir sér í - allt eftir tíma og áhuga. Ein heimsókn í kennslustund á ári er nóg til að vera með í að stækka framtíðina. Verkefnið er íslensk útgáfa af breska verkefninu Inspiring the Future sem hóf göngu sína árið 2012. Síðan þá hafa um 52 þúsund sjálfboðaliðar tekið þátt í verkefninu með frábærum árangri. Verkefninu er einnig haldið úti í Ástralíu, Nýja Sjálandi og Sviss og nú er komið að Íslandi. Allar nánari upplýsingar má nálgast ávef verkefnisins. Við hlökkum til að stækka framtíðina með ykkur. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.Ásmundur Einar Daðason, mennta- og barnamálaráðherra.
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson Skoðun