Uber gerir fimmtu stærstu sáttina í sögu Ástralíu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 18. mars 2024 06:52 Leigubílstjórar fóru illa út úr því þegar Uber ruddist skyndilega inn á markaðinn í Ástralíu. AP/Rick Rycroft Forsvarsmenn Uber í Ástralíu hafa samþykkt að greiða leigubílstjórum 272 milljónir dollara í bætur eftir „agressíva“ innkomu sína á leigubílamarkaðinn. Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá. Ástralía Leigubílar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira
Um er að ræða sátt vegna hópmálsóknar sem höfðuð var gegn fyrirtækinu en hún er sú fimmta stærsta í sögu Ástralíu. Að baki málsókninni stóðu 8.000 eigendur og bílstjórar leigubifreiða. Leigubílstjórarnir sögðu innreið Uber á markaðinn hafa grafið undan möguleika þeirra til að afla sér lífsviðurværis. Þá hefðu leyfin sem þeir störfuðu samkvæmt tapað virði sínu. Lögmaður hópsins, Michael Donelly, sagði eftir að niðurstaðan lá fyrir að um væri að ræða fyrirtæki sem hefðu gengið kynslóð frá kynslóð og verið „lendingarstaður“ fyrir fjölda innflytjenda til að komast inn á vinnumarkaðinn og geta skapað sér tekjur. „Þegar Uber rúllaði inn í bæinn sögðu þeir að leiknum væri lokið og að ykkar tími væri liðinn í nýja efnahagsumhverfinu en þið þekktuð rétt frá röngu, löglegt frá ólölegu og gripuð til varna,“ sagði hann. Donelly og lögmannateymið hans sagði starfsemi Uber X hafa verið ætlað að koma niður á rekstri leigubifreiða og annarri bifreiðaþjónustu. Þá hefði fyrirtækið starfað í gegnum leyfislausar bifreiðar eknum af leyfislausum bílstjórum og yfirvöld verið blekkt. Nick Andrianakis, leigubílstjóri til langs tíma og forsvarsmaður hópsins, sagði niðurstöðuna sigur fyrir iðnaðinn, sem Uber hefði gjörsamlega tortímt. Talsmenn Uber segja hins vegar um að ræða vandamál sem hafi orðið til þegar ný lausn var kynnt til sögunnar á markaði sem gerði ekki ráð fyrir henni. Engar reglur hefðu verið til staðar þegar Uber kom til sögunnar og hóf að bjóða upp á deiliþjónustu sína, þar sem farþegar sameinast um far. Í dag giltu reglur um starfsemi Uber alla staðar í Ástralíu og fyrirtækið væri viðurkenndur þáttur í samgöngukerfinu. Guardian greindi frá.
Ástralía Leigubílar Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Fundu fólk í rústunum sextíu klukkustundum eftir skjálftann Kærir Musk til hæstaréttar vegna milljónagjafa til kjósenda „Við náum Grænlandi, hundrað prósent“ Leita enn og vara við miklum skorti á sjúkravörum Ný ríkisstjórn mynduð í Sýrlandi Hamasliðar tilbúnir að frelsa gísla fyrir vopnahlé Mette Frederiksen heldur til Grænlands Hundruð þúsunda mótmæla og 1900 handteknir Fleiri en 1600 látnir í Mjanmar Fyrrverandi kærasta Tate sakar hann um kynferðisbrot Heimsókn Vance óviðeigandi og óviðunandi Utanríkisráðherra Danmerkur: „Svona talar þú ekki við nána bandamenn þína“ Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Sjá meira