Æðisleg tilfinning að þurfa ekki að geðjast fólki Dóra Júlía Agnarsdóttir skrifar 29. mars 2024 07:00 Kristinn Óli Haraldsson, Króli, ræddi við blaðamann um endurkomuna í tónlistina, andlega heilsu, ástina og lífið. Vísir/Einar Kristinn Óla Haraldsson þarf vart að kynna fyrir landsmönnum en hann er með þekktari tónlistarmönnum landsins og hvað þekktastur undir nafninu Króli í tvíeykinu JóiPé og Króli. Króli skaust upp á stjörnuhimininn árið 2017 en ákvað fyrir nokkrum árum að draga sig í hlé frá tónlistinni til þess að sinna bæði leiklistinni og andlegri heilsu. Í síðustu viku sendi hann svo frá sér plötuna SCANDIPAIN ásamt Jóa og danska rapparanum Ussel. Blaðamaður ræddi við hann um listina, ástina og lífið. Yfirlýsingargleði en þó nauðsyn „Ég skrifa þetta alfarið á yfirlýsingargleði mína sem er beintengd við ADHD-ið. En ég taldi það samt vera réttast í stöðunni frá mínum bæjardyrum séð að taka mér pásu og ég taldi að ég væri búinn að segja allt sem ég gæti sagt, þetta væri bara komið gott hjá mér,“ segir Króli og bætir við að hann hafi í raun tekið þessa ákvörðun fyrst árið 2019. „Við vorum að klára Í miðjum kjarnorkuvetri, síðustu plötu sem við gáfum út, og ég segi við Jóa að ég verði að taka mér pásu. Það var búið að ganga mikið á hjá mér og ég vildi einbeita mér að einhverju öðru, þá aðallega leiklistinni. Sú plata kemur síðan út og ég gef út að þetta sé síðasta platan mín í bili.“ Króli segir að það hafi verið nauðsynlegt fyrir sig að draga sig aðeins í hlé. Vísir/Einar Í kjölfarið hefst Covid faraldurinn og segist Króli þá ekki almennilega náð að hætta. „Maður var aðeins að gigga þá til að halda sér á floti fjárhagslega. Síðan kemst ég inn í leiklistina í LHÍ og þá ákveðum við að halda þessa lokatónleika okkar sem meikaði kannski ekki alveg sens því það var svo mikið af giggum framundan hjá okkur.“ Eftir Covid lægðina voru Króli og JóiPé farnir að eyða miklum tíma saman aftur, bæði sem vinir og sem samstarfsmenn. „Svo erum við allt í einu farnir að gera tónlist saman. Ég tæknilega séð fór samt í pásu, ég gerði ekki tónlist í tvö ár, en síðan áttaði ég mig á því að það er bara alltaf gaman að gera tónlist með besta vini sínum.“ Tóku plötuna upp á þremur dögum í Danmörku Nýjasta plata þeirra, SCANDIPAIN, er þó ekki upphafið af þeirri samvinnu. „Síðasta sumar hittumst við Jói til að gera barnasöngleik sem ég samdi í skólanum og hann pródúserar. Vonandi kemur það út því okkur finnst þetta æðisleg lög. Út frá því sýnir hann mér lag sem hann er að gera sem ég stekk á og við endum á að gera einhver tíu lög. Ekkert af þeim lögum er á plötunni.“ View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Króli segir að SCANDIPAIN sé í raun hugarfóstur Snorra Ástráðssonar umboðsmanns og Ísaks Emanúel Róbertssonar Glad trommara sem eru með tengingu við danska tónlistarmanninn Ussel en Ussel er með þeim á öllum lögum plötunnar. „Þetta er unnið með algjörum snillingum. Við förum til Danmerkur og gerum þessa plötu á þremur dögum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sem tónlistarmaður hef ekki haft nein afskipti af eftirvinnslu eða framvindu útgáfunnar. Mér finnst mjög áhugavert að sumir vilja meina að þetta sé það besta sem hefur komið frá okkur. Það er frábært, mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg tónlist, en því maður er ekki jafn tilfinningalega tengdur þessu verki miðað við aðrar plötur sem maður hefur þurft algjörlega að fylgja eftir í ótrúlega langan tíma. Þetta tók bara þrjá daga.“ Það leynast ýmsir smellir á plötunni og eru strákarnir óhræddir við blótsyrðin í lögunum. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra lagið FOS: Klippa: JóiPé, Króli, USSEL - FOS Var með álit annarra á heilanum Króli hefur opinskátt rætt um andleg veikindi sín í gegnum tíðina og segir að það hafi meðal annars spilað inn í pásuna í tónlistinni. „Já þessari verstu pásu mannkynssögunnar,“ segir Króli og hlær. Hann segist sömuleiðis finna til ábyrgðar gagnvart þeim sem hann vinnur tónlistina með og því þurfi hann að hugsa allar ákvarðanir af kostgæfni. „Við erum partur af dúett og erum með fimm hljómsveitameðlimi. Ákvarðanir manns endurspegla líka hvað aðrir fá að gera, allt hefur áhrif.“ Aðspurður hvort það geti verið kvíðavaldandi að hugsa um þetta segir Króli að svo sé ekki en þó hafi slíkt haft mun meiri áhrif á hann áður fyrr. „Svona var mun meira kvíðavaldandi áður. Núna er ég kominn í meiri sátt með til dæmis álit annarra. Ég var lengi vel með þá röskun að ég þurfti alltaf að geðjast fólki. Ég var með það á heilanum. Það þurfti öllum að líka vel við mig. Ég er nýfarinn að detta af því núna og það er æðisleg tilfinning að geta verið bara: Þú fílar mig ekki, okei allt í fína. Maður var svo oft tiplandi á tánum í kringum fólk sem maður vissi ekki alveg hvar maður hefði.“ Króli segir að það sé æðisleg tilfinning að sleppa tökum á áliti annarra. Vísir/Einar Heimsmeistari í að vanrækja sjálfan sig Hann segist finna mikinn dagamun á sér en sé almennt fínn í dag. „Ég er búinn að vinna í sjálfum mér en þetta er líka eilíf barátta, annála og tímabilaskipt líðan sem fer eftir árstíðum og dögum. Maður gengur í gegnum tímabil og reynir að halda haus. Ég er núna að reka heimili með konunni minni, á mikið af góðum vinum, er með fyrirtæki og er að stofna annað fyrirtæki og er í fullu námi. Maður þarf svolítið að gera það sem maður þarf að gera þannig að maður fari fram úr á morgnana og hugsi ekki of ljótt um sjálfan sig eða aðra. Það er smá survival instinct þarna, að vera ekki of góður við sig og vita hvað virkar og hvað er gott fyrir mann. Þetta hljómar eins og ég sé að fara þetta á hnefanum, og það getur alveg verið, en það allavega virkar fyrir mig.“ Sjálfsmildið hefur þó ekki verið framarlega á lista hjá Króla og segir hann það vera í vinnslu. „Það kemur kannski enn þá meira með aldrinum. Ég er heimsmeistari í að vanrækja sjálfan mig á mjög fyndinn hátt. Það er áhugavert hvernig ég gleymi stundum að sofa og plana daginn minn fáránlega. Ég er búinn að skipuleggja eitthvað langt fram á kvöld og á svo eftir að lesa bók fyrir skólann og svefninn allt í einu bara gleymist. Ég er líka heimsmeistari í að tvíbóka mig sem er ekki sjálfsmildi því þú ert endalaust að tékka á símanum og kvíðinn yfir því að þú eigir að vera einhvers staðar annars staðar. Ég verð meira að segja að kíkja á símann núna, ég er með skilaboð!“ Króli segist vera heimsmeistari í að vanrækja sjálfan sig á fyndinn hátt.Vísir/Einar Opnar nýtt leikhús Eins og áður kemur fram er Króli að stofna nýtt fyrirtæki um þessar mundir. „Ég veit ekki hvað ég má segja mikið en ég ásamt nokkrum vinum og vinkonum að stofna sumarleikhús eins og var hér í den. Við erum að fara að leigja svolítið stórt rými og ætlum að setja upp nýjar íslenskar leiksýningar eftir íslenska höfunda. Þetta verður alls konar og mjög spennandi.“ Þrautseigja spilar veigamikið hlutverk í tónlistarbransanum og fyrir rúmum sex árum síðan var Króli alveg harðákveðinn í því að vilja hrærast innan listarinnar. „Ég held alveg að maður vakni einhverja daga og hugsi með sjálfum sér hvað hefði gerst ef hlutir hefðu farið öðruvísi. Hefði ég bara klárað stúdent og farið í lögfræði? Þá væri ég samt bara að ljúga að sjálfum mér og öðrum. Þegar að líf mitt og Jóa umturnast á sínum tíma þá er ég við það að flosna upp úr skóla vegna mætingu. Ég vildi bara gera það sem mér fannst skemmtilegt, sem var þetta. Ég held að ég hefði alltaf spjarað mig. Maður vildi svo ótrúlega mikið gera þetta. Ég hef alltaf viljað skapa og vera listrænn. Eins mikið og tónlistin varð óvart alveg risa stór þá stefndi ég alltaf inn í leiklistina og ég hefði eflaust fundið mér aðra krókaleið inn í það. Ég hefði barist til síðasta blóðdropa.“ Króli lifir fyrir listina og leiklistin er hans ástríða. Vísir/Einar Súrrealískt að vera orðinn Gettu betur spyrill Hann segir bransaheiminn mun minni en hann hefði grunað. „Það þekkja allir alla og þetta er smá eins og stór vinahópur. Það er svo mikið af góðu fólki og venjulegu fólki í bransanum hér. Það var mjög gaman að upplifa hversu vel var tekið á móti manni og hvað maður kynntist mikið af fólki sem ég tel í dag vera vini mína. Líka bara hvað það er stutt á milli í þessu öllu saman og hvað getur komið. Ég byrjaði í tónlistinni og nú er ég allt í einu orðinn spyrill í Gettu betur, sem mér finnst algjörlega sturlað og fáránlegt en samt svo ótrúlega gaman. Þetta er smá svona að ef maður nennir, er góður við náungann og skilar sínu vel þá geturðu haldið þér í þessari lúppu helvíti lengi, það er að segja ef þú nennir því. Því þetta er ógeðslega mikið hark líka. Maður klárar eitt verkefni og veit ekkert hvað tekur við. Það er ekki möguleiki að sjá langt fram í tímann.“ Hann segir að þetta verið stöðug keyrsla en þegar að Covid kom hafi hann í raun fyrst fengið frí. „Ég spilaði geðveikt mikið af tölvuleiknum Football manager með Pétri og Snorra vinum mínum og það var æðislegt. Ég horfði á fullt af myndum með Birtu kærustunni minni og þetta var bara ótrúlega næs. Við Birta keyptum okkur íbúð í byrjun Covid og leigðum hana út. Ég hefði ekki viljað flytja strax inn í hana, við bjuggum sitt á hvað hjá foreldrum okkar beggja og það var bara svona kommúnustemning. Spilakvöld annað hvert kvöld og alltaf eitthvað eldað heima, allir saman. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn fannst mér Covid frekar frábær tími.“ Covid var bæði erfiður og góður tími fyrir marga listamenn, sem fengu jafnvel kærkomna hvíld. Vísir/Einar Hélt að hann væri að deita tvær í einu Króli er í sambúð með Birtu Ásmundsdóttur dansara og danshöfundi. „Við kynntumst árið 2019 þegar að ég og Jói vorum að spila á tónleikum á Húrra. Hún vill meina að ég hafi séð hana í crowdinu en hún fylgdi mér á Instagram eftir giggið. Ég tek eftir því að hún var með bláu Powerpuff stelpuna sem prófílmynd, skoða Instagram hjá henni og sé þessa ótrúlega sætu stelpu. Ég fylgi henni til baka, síðan pæli ég ekkert meira í því þangað til daginn eftir þegar að hún sendir á mig hvort ég eigi Snapchat aðgang og í kjölfarið förum við að spjalla þar. Á þessum tíma átti ég mjög góða vinkonu og við vorum mjög mikið saman. Birta misskildi það að ég og þessi vinkona værum að deita þannig að hún hættir að tala við mig í dágóðan tíma sem ég skildi aldrei og mér fannst það dálítið leiðinlegt,“ segir Króli og hlær. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) „Svo labbar Birta einhvern tíma að vinkonu minni í bænum og segir sorrí að ég hafi verið að spjalla við hann, ég vissi ekki að þið væruð að deita.“ Vinkona Króla svarar þá hlæjandi að þau væru alls ekki að deita. „Ég er mjög þakklátur Birtu að hafa ætlað að outa mig fyrir að vera að deita hana og vinkonu mína. En hún áréttaði þetta og Birta byrjaði þá aftur að tala við mig, blessunarlega. Við hittumst fyrst í byrjun sumars 2019 þar sem ég skutla henni heim úr bænum með tveimur vinum mínum. Þeir vinir voru Flóni og Huginn, sem er bara það skrýtnasta ever og það var mjög óvart því þeir voru akkúrat að biðja um far. Mér fannst þetta það lúðalegasta í heimi, eins og ég væri eitthvað rosalega að sýna mig fyrir henni.“ Króli bauð Birtu á mjög svo skondið fyrsta deit. Vísir/Einar Fyrsta deit með allri fjölskyldunni Króli bíður Birtu svo á fyrsta deit. „Það var ekki gáfulegra en það að ég bauð henni með mér á Kótelettuna þar sem ég var að fara að spila með Jóa. Ég spyr hvort við getum ekki tekið skemmtilegan bíltúr um Suðurlandið sem hún er mjög til í. Við eigum æðislega bílferð en þegar við erum á kömbunum hringja mamma og pabbi í mig til að segja mér að þau séu líka að koma á Kótelettuna. Ég hugsaði bara fokking æðislegt, segir Króli hlæjandi. Þannig að ég mæti með á Kótelettuna þar sem mamma og pabbi eru í mega stuði, með stelpu á fyrsta deiti sem ég er ógeðslega spenntur fyrir. Henný umboðsmaður okkar er þarna með manninum sínum, svona tuttugu aðrir einstaklingar, foreldrar Jóa og bara bókstaflega allir. Ég var alveg að farast, fólki fannst ekki leiðinlegt að spyrja hana spjörunum úr um sambandið okkar og ég hugsa bara: Ég er búinn að klúðra þessu! Ég er gjörsamlega búinn að fokka þessu upp.“ Ég er alla bílferðina heim að afsaka mig en henni fannst þetta bara fyndið og ég klúðraði þessu ekki. Við viljum ekki viðurkenna það en við tölum um okkur saman fyrst sem kærustupar í brekkunni á Þjóðhátíð. Okkur finnst það svo asnalegt að við bara eiginlega viðurkennum það ekki, segir Króli kíminn. En síðan leiðir eitt af öðru og við erum búin að vera saman síðan. Við erum algjörlega geggjað teymi. Mikið í fjarsambandi, mikið traust, íbúð, mikið hekl, spil, lélegir þættir, listsköpun og gleði. Við höfum aldrei gert neitt listrænt verkefni saman en það kemur að því.“ View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Það er margt á döfinni hjá Króla sem er að öllu jöfnu með marga bolta á lofti. „Við Jói ætlum vonandi að gefa út plötu í lok sumars. Svo er ég bara nógu mikill lukkunnar pamfíll að fá endalaust af flottum tækifærum upp í hendurnar sem ég skil ekki alltaf hvernig koma til mín. Ég ætla að halda áfram að skila mínu, vera góður við fólkið í kringum mig, halda áfram að gera vel og gera sitt besta sko. Já og sjálfsmildið maður,“ segir Króli brosandi að lokum. Hér má hlusta á SCANDIPAIN á streymisveitunni Spotify. Tónlist Geðheilbrigði Menning Leikhús Tengdar fréttir Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Króli spyrill í Gettu betur í stað Kristjönu Arnars Kristjana Arnarsdóttir er hætt sem spyrill í Gettu betur. Kristinn Óli Haraldsson, Króli, tekur við starfinu. 21. desember 2023 18:22 „Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 30. nóvember 2023 21:01 Frumsýning á Vísi: „Fram í rauðan dauðann“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á myndbandi við lagið Fram í rauðan dauðann eftir tónlistarmanninn JóaPé. Lagið er að finna á samnefndri plötu en myndbandið er einnig hluti af stuttmynd sem JóiPé frumsýnir í kvöld. 29. nóvember 2023 11:30 „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Króli komst inn í leiklistina Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. 20. janúar 2022 22:22 Brennimerktur en ber það með sóma en ekki skömm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. 2. desember 2021 11:31 „Þetta var snarbilað“ Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. 5. desember 2021 10:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Yfirlýsingargleði en þó nauðsyn „Ég skrifa þetta alfarið á yfirlýsingargleði mína sem er beintengd við ADHD-ið. En ég taldi það samt vera réttast í stöðunni frá mínum bæjardyrum séð að taka mér pásu og ég taldi að ég væri búinn að segja allt sem ég gæti sagt, þetta væri bara komið gott hjá mér,“ segir Króli og bætir við að hann hafi í raun tekið þessa ákvörðun fyrst árið 2019. „Við vorum að klára Í miðjum kjarnorkuvetri, síðustu plötu sem við gáfum út, og ég segi við Jóa að ég verði að taka mér pásu. Það var búið að ganga mikið á hjá mér og ég vildi einbeita mér að einhverju öðru, þá aðallega leiklistinni. Sú plata kemur síðan út og ég gef út að þetta sé síðasta platan mín í bili.“ Króli segir að það hafi verið nauðsynlegt fyrir sig að draga sig aðeins í hlé. Vísir/Einar Í kjölfarið hefst Covid faraldurinn og segist Króli þá ekki almennilega náð að hætta. „Maður var aðeins að gigga þá til að halda sér á floti fjárhagslega. Síðan kemst ég inn í leiklistina í LHÍ og þá ákveðum við að halda þessa lokatónleika okkar sem meikaði kannski ekki alveg sens því það var svo mikið af giggum framundan hjá okkur.“ Eftir Covid lægðina voru Króli og JóiPé farnir að eyða miklum tíma saman aftur, bæði sem vinir og sem samstarfsmenn. „Svo erum við allt í einu farnir að gera tónlist saman. Ég tæknilega séð fór samt í pásu, ég gerði ekki tónlist í tvö ár, en síðan áttaði ég mig á því að það er bara alltaf gaman að gera tónlist með besta vini sínum.“ Tóku plötuna upp á þremur dögum í Danmörku Nýjasta plata þeirra, SCANDIPAIN, er þó ekki upphafið af þeirri samvinnu. „Síðasta sumar hittumst við Jói til að gera barnasöngleik sem ég samdi í skólanum og hann pródúserar. Vonandi kemur það út því okkur finnst þetta æðisleg lög. Út frá því sýnir hann mér lag sem hann er að gera sem ég stekk á og við endum á að gera einhver tíu lög. Ekkert af þeim lögum er á plötunni.“ View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Króli segir að SCANDIPAIN sé í raun hugarfóstur Snorra Ástráðssonar umboðsmanns og Ísaks Emanúel Róbertssonar Glad trommara sem eru með tengingu við danska tónlistarmanninn Ussel en Ussel er með þeim á öllum lögum plötunnar. „Þetta er unnið með algjörum snillingum. Við förum til Danmerkur og gerum þessa plötu á þremur dögum. Þetta er í fyrsta skipti sem ég sem tónlistarmaður hef ekki haft nein afskipti af eftirvinnslu eða framvindu útgáfunnar. Mér finnst mjög áhugavert að sumir vilja meina að þetta sé það besta sem hefur komið frá okkur. Það er frábært, mér finnst þetta ótrúlega skemmtileg tónlist, en því maður er ekki jafn tilfinningalega tengdur þessu verki miðað við aðrar plötur sem maður hefur þurft algjörlega að fylgja eftir í ótrúlega langan tíma. Þetta tók bara þrjá daga.“ Það leynast ýmsir smellir á plötunni og eru strákarnir óhræddir við blótsyrðin í lögunum. Í spilaranum hér fyrir neðan má heyra lagið FOS: Klippa: JóiPé, Króli, USSEL - FOS Var með álit annarra á heilanum Króli hefur opinskátt rætt um andleg veikindi sín í gegnum tíðina og segir að það hafi meðal annars spilað inn í pásuna í tónlistinni. „Já þessari verstu pásu mannkynssögunnar,“ segir Króli og hlær. Hann segist sömuleiðis finna til ábyrgðar gagnvart þeim sem hann vinnur tónlistina með og því þurfi hann að hugsa allar ákvarðanir af kostgæfni. „Við erum partur af dúett og erum með fimm hljómsveitameðlimi. Ákvarðanir manns endurspegla líka hvað aðrir fá að gera, allt hefur áhrif.“ Aðspurður hvort það geti verið kvíðavaldandi að hugsa um þetta segir Króli að svo sé ekki en þó hafi slíkt haft mun meiri áhrif á hann áður fyrr. „Svona var mun meira kvíðavaldandi áður. Núna er ég kominn í meiri sátt með til dæmis álit annarra. Ég var lengi vel með þá röskun að ég þurfti alltaf að geðjast fólki. Ég var með það á heilanum. Það þurfti öllum að líka vel við mig. Ég er nýfarinn að detta af því núna og það er æðisleg tilfinning að geta verið bara: Þú fílar mig ekki, okei allt í fína. Maður var svo oft tiplandi á tánum í kringum fólk sem maður vissi ekki alveg hvar maður hefði.“ Króli segir að það sé æðisleg tilfinning að sleppa tökum á áliti annarra. Vísir/Einar Heimsmeistari í að vanrækja sjálfan sig Hann segist finna mikinn dagamun á sér en sé almennt fínn í dag. „Ég er búinn að vinna í sjálfum mér en þetta er líka eilíf barátta, annála og tímabilaskipt líðan sem fer eftir árstíðum og dögum. Maður gengur í gegnum tímabil og reynir að halda haus. Ég er núna að reka heimili með konunni minni, á mikið af góðum vinum, er með fyrirtæki og er að stofna annað fyrirtæki og er í fullu námi. Maður þarf svolítið að gera það sem maður þarf að gera þannig að maður fari fram úr á morgnana og hugsi ekki of ljótt um sjálfan sig eða aðra. Það er smá survival instinct þarna, að vera ekki of góður við sig og vita hvað virkar og hvað er gott fyrir mann. Þetta hljómar eins og ég sé að fara þetta á hnefanum, og það getur alveg verið, en það allavega virkar fyrir mig.“ Sjálfsmildið hefur þó ekki verið framarlega á lista hjá Króla og segir hann það vera í vinnslu. „Það kemur kannski enn þá meira með aldrinum. Ég er heimsmeistari í að vanrækja sjálfan mig á mjög fyndinn hátt. Það er áhugavert hvernig ég gleymi stundum að sofa og plana daginn minn fáránlega. Ég er búinn að skipuleggja eitthvað langt fram á kvöld og á svo eftir að lesa bók fyrir skólann og svefninn allt í einu bara gleymist. Ég er líka heimsmeistari í að tvíbóka mig sem er ekki sjálfsmildi því þú ert endalaust að tékka á símanum og kvíðinn yfir því að þú eigir að vera einhvers staðar annars staðar. Ég verð meira að segja að kíkja á símann núna, ég er með skilaboð!“ Króli segist vera heimsmeistari í að vanrækja sjálfan sig á fyndinn hátt.Vísir/Einar Opnar nýtt leikhús Eins og áður kemur fram er Króli að stofna nýtt fyrirtæki um þessar mundir. „Ég veit ekki hvað ég má segja mikið en ég ásamt nokkrum vinum og vinkonum að stofna sumarleikhús eins og var hér í den. Við erum að fara að leigja svolítið stórt rými og ætlum að setja upp nýjar íslenskar leiksýningar eftir íslenska höfunda. Þetta verður alls konar og mjög spennandi.“ Þrautseigja spilar veigamikið hlutverk í tónlistarbransanum og fyrir rúmum sex árum síðan var Króli alveg harðákveðinn í því að vilja hrærast innan listarinnar. „Ég held alveg að maður vakni einhverja daga og hugsi með sjálfum sér hvað hefði gerst ef hlutir hefðu farið öðruvísi. Hefði ég bara klárað stúdent og farið í lögfræði? Þá væri ég samt bara að ljúga að sjálfum mér og öðrum. Þegar að líf mitt og Jóa umturnast á sínum tíma þá er ég við það að flosna upp úr skóla vegna mætingu. Ég vildi bara gera það sem mér fannst skemmtilegt, sem var þetta. Ég held að ég hefði alltaf spjarað mig. Maður vildi svo ótrúlega mikið gera þetta. Ég hef alltaf viljað skapa og vera listrænn. Eins mikið og tónlistin varð óvart alveg risa stór þá stefndi ég alltaf inn í leiklistina og ég hefði eflaust fundið mér aðra krókaleið inn í það. Ég hefði barist til síðasta blóðdropa.“ Króli lifir fyrir listina og leiklistin er hans ástríða. Vísir/Einar Súrrealískt að vera orðinn Gettu betur spyrill Hann segir bransaheiminn mun minni en hann hefði grunað. „Það þekkja allir alla og þetta er smá eins og stór vinahópur. Það er svo mikið af góðu fólki og venjulegu fólki í bransanum hér. Það var mjög gaman að upplifa hversu vel var tekið á móti manni og hvað maður kynntist mikið af fólki sem ég tel í dag vera vini mína. Líka bara hvað það er stutt á milli í þessu öllu saman og hvað getur komið. Ég byrjaði í tónlistinni og nú er ég allt í einu orðinn spyrill í Gettu betur, sem mér finnst algjörlega sturlað og fáránlegt en samt svo ótrúlega gaman. Þetta er smá svona að ef maður nennir, er góður við náungann og skilar sínu vel þá geturðu haldið þér í þessari lúppu helvíti lengi, það er að segja ef þú nennir því. Því þetta er ógeðslega mikið hark líka. Maður klárar eitt verkefni og veit ekkert hvað tekur við. Það er ekki möguleiki að sjá langt fram í tímann.“ Hann segir að þetta verið stöðug keyrsla en þegar að Covid kom hafi hann í raun fyrst fengið frí. „Ég spilaði geðveikt mikið af tölvuleiknum Football manager með Pétri og Snorra vinum mínum og það var æðislegt. Ég horfði á fullt af myndum með Birtu kærustunni minni og þetta var bara ótrúlega næs. Við Birta keyptum okkur íbúð í byrjun Covid og leigðum hana út. Ég hefði ekki viljað flytja strax inn í hana, við bjuggum sitt á hvað hjá foreldrum okkar beggja og það var bara svona kommúnustemning. Spilakvöld annað hvert kvöld og alltaf eitthvað eldað heima, allir saman. Ef ég á að vera alveg hreinskilinn fannst mér Covid frekar frábær tími.“ Covid var bæði erfiður og góður tími fyrir marga listamenn, sem fengu jafnvel kærkomna hvíld. Vísir/Einar Hélt að hann væri að deita tvær í einu Króli er í sambúð með Birtu Ásmundsdóttur dansara og danshöfundi. „Við kynntumst árið 2019 þegar að ég og Jói vorum að spila á tónleikum á Húrra. Hún vill meina að ég hafi séð hana í crowdinu en hún fylgdi mér á Instagram eftir giggið. Ég tek eftir því að hún var með bláu Powerpuff stelpuna sem prófílmynd, skoða Instagram hjá henni og sé þessa ótrúlega sætu stelpu. Ég fylgi henni til baka, síðan pæli ég ekkert meira í því þangað til daginn eftir þegar að hún sendir á mig hvort ég eigi Snapchat aðgang og í kjölfarið förum við að spjalla þar. Á þessum tíma átti ég mjög góða vinkonu og við vorum mjög mikið saman. Birta misskildi það að ég og þessi vinkona værum að deita þannig að hún hættir að tala við mig í dágóðan tíma sem ég skildi aldrei og mér fannst það dálítið leiðinlegt,“ segir Króli og hlær. View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) „Svo labbar Birta einhvern tíma að vinkonu minni í bænum og segir sorrí að ég hafi verið að spjalla við hann, ég vissi ekki að þið væruð að deita.“ Vinkona Króla svarar þá hlæjandi að þau væru alls ekki að deita. „Ég er mjög þakklátur Birtu að hafa ætlað að outa mig fyrir að vera að deita hana og vinkonu mína. En hún áréttaði þetta og Birta byrjaði þá aftur að tala við mig, blessunarlega. Við hittumst fyrst í byrjun sumars 2019 þar sem ég skutla henni heim úr bænum með tveimur vinum mínum. Þeir vinir voru Flóni og Huginn, sem er bara það skrýtnasta ever og það var mjög óvart því þeir voru akkúrat að biðja um far. Mér fannst þetta það lúðalegasta í heimi, eins og ég væri eitthvað rosalega að sýna mig fyrir henni.“ Króli bauð Birtu á mjög svo skondið fyrsta deit. Vísir/Einar Fyrsta deit með allri fjölskyldunni Króli bíður Birtu svo á fyrsta deit. „Það var ekki gáfulegra en það að ég bauð henni með mér á Kótelettuna þar sem ég var að fara að spila með Jóa. Ég spyr hvort við getum ekki tekið skemmtilegan bíltúr um Suðurlandið sem hún er mjög til í. Við eigum æðislega bílferð en þegar við erum á kömbunum hringja mamma og pabbi í mig til að segja mér að þau séu líka að koma á Kótelettuna. Ég hugsaði bara fokking æðislegt, segir Króli hlæjandi. Þannig að ég mæti með á Kótelettuna þar sem mamma og pabbi eru í mega stuði, með stelpu á fyrsta deiti sem ég er ógeðslega spenntur fyrir. Henný umboðsmaður okkar er þarna með manninum sínum, svona tuttugu aðrir einstaklingar, foreldrar Jóa og bara bókstaflega allir. Ég var alveg að farast, fólki fannst ekki leiðinlegt að spyrja hana spjörunum úr um sambandið okkar og ég hugsa bara: Ég er búinn að klúðra þessu! Ég er gjörsamlega búinn að fokka þessu upp.“ Ég er alla bílferðina heim að afsaka mig en henni fannst þetta bara fyndið og ég klúðraði þessu ekki. Við viljum ekki viðurkenna það en við tölum um okkur saman fyrst sem kærustupar í brekkunni á Þjóðhátíð. Okkur finnst það svo asnalegt að við bara eiginlega viðurkennum það ekki, segir Króli kíminn. En síðan leiðir eitt af öðru og við erum búin að vera saman síðan. Við erum algjörlega geggjað teymi. Mikið í fjarsambandi, mikið traust, íbúð, mikið hekl, spil, lélegir þættir, listsköpun og gleði. Við höfum aldrei gert neitt listrænt verkefni saman en það kemur að því.“ View this post on Instagram A post shared by K R Ó L I (@kiddioli) Það er margt á döfinni hjá Króla sem er að öllu jöfnu með marga bolta á lofti. „Við Jói ætlum vonandi að gefa út plötu í lok sumars. Svo er ég bara nógu mikill lukkunnar pamfíll að fá endalaust af flottum tækifærum upp í hendurnar sem ég skil ekki alltaf hvernig koma til mín. Ég ætla að halda áfram að skila mínu, vera góður við fólkið í kringum mig, halda áfram að gera vel og gera sitt besta sko. Já og sjálfsmildið maður,“ segir Króli brosandi að lokum. Hér má hlusta á SCANDIPAIN á streymisveitunni Spotify.
Tónlist Geðheilbrigði Menning Leikhús Tengdar fréttir Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28 Króli spyrill í Gettu betur í stað Kristjönu Arnars Kristjana Arnarsdóttir er hætt sem spyrill í Gettu betur. Kristinn Óli Haraldsson, Króli, tekur við starfinu. 21. desember 2023 18:22 „Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 30. nóvember 2023 21:01 Frumsýning á Vísi: „Fram í rauðan dauðann“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á myndbandi við lagið Fram í rauðan dauðann eftir tónlistarmanninn JóaPé. Lagið er að finna á samnefndri plötu en myndbandið er einnig hluti af stuttmynd sem JóiPé frumsýnir í kvöld. 29. nóvember 2023 11:30 „Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31 Króli komst inn í leiklistina Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. 20. janúar 2022 22:22 Brennimerktur en ber það með sóma en ekki skömm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. 2. desember 2021 11:31 „Þetta var snarbilað“ Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. 5. desember 2021 10:00 Mest lesið Dillaði sér við lag úr áramótaskaupi 2013 Lífið Er bókstaflega skíthrædd Lífið „Álagið er þessi fjarvera“ Lífið Sigmundur taki stríðnina alla leið Lífið Kosningamaskína hafi nálgast soninn í gegnum Smitten Lífið Kosningakviss: El Classico þegar turnarnir tveir mættust Lífið Datt í afturábakkapphlaupi við fréttamann Lífið Kosningakviss: Tókust á um Eurovision og Næturvaktina Lífið Fréttatían: Kosningar, verðbólga og körfubolti Lífið Kosningavökur flokkanna: Pílustaðir, hótel og kirkjur Lífið Fleiri fréttir Kunna ekki að slaka á og heyrðu í Svölu Björgvins Live in a fishbowl: Dr. Gunni alltaf á leiðinni til að drepa þig „Látið jólaljós ykkar skína skært“ Auður einhleypur og skýtur á yfirvöld vegna Yazans Fyrstur kemur, fyrstur fær: Magnúsi Eiríkssyni fagnað og þjóðinni boðið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Biggi Maus tók einn þekktasta slagara Arons Can í fiskabúrinu Daði Freyr tekur stefnuna til Íslands eftir áratug úti Fred again í sal en ekki á sviði: „Orðrómur sem við höfðum enga stjórn á“ „Það er enginn séns að reyna alltaf að útskýra sig“ HAM reið á vaðið í fiskabúri X-ins 977 Létu ævintýrið loksins rætast í fiskabúrinu á X-inu „Stórir hlutir að koma og fólk þarf að vera tilbúið“ Emilíana Torrini heillaði tónleikagesti upp úr skónum Laufey naut lífsins með Ariönu Grande Rétta harmonikkan er í harmonikkuverksmiðju í harmonikkuþorpi Iceland Airwaves ýtt úr vör á Grund Fagna tuttugu ára afmæli og troða upp á Grund Segja aðra kaupa gervispilanir til að hafa áhrif á veðmál Young Thug játar sök en losnar úr fangelsi Sjá meira
Jói Pé og Króli snúa aftur Eitt þekktasta tvíeyki landsins í tónlistarmönnunum Jóa Pé og Króla snúa aftur saman. Þeir eru að gefa út plötu næstkomandi föstudag en um er að ræða fyrstu plötu strákanna saman í fjögur ár. Þá boða þeir tónleika í Gamla Bíó og á Sjallanum í næstu viku. 12. mars 2024 16:28
Króli spyrill í Gettu betur í stað Kristjönu Arnars Kristjana Arnarsdóttir er hætt sem spyrill í Gettu betur. Kristinn Óli Haraldsson, Króli, tekur við starfinu. 21. desember 2023 18:22
„Mér finnst dauðinn bara falleg pæling“ Tónlistarmaðurinn og leiklistarneminn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, hefur glímt við ýmsar geðraskarnir frá unga aldri sem hafa hamlað honum í gegnum lífið en eru einnig aflgjafi í listsköpuninni. 30. nóvember 2023 21:01
Frumsýning á Vísi: „Fram í rauðan dauðann“ Lífið á Vísi kynnir frumsýningu á myndbandi við lagið Fram í rauðan dauðann eftir tónlistarmanninn JóaPé. Lagið er að finna á samnefndri plötu en myndbandið er einnig hluti af stuttmynd sem JóiPé frumsýnir í kvöld. 29. nóvember 2023 11:30
„Bless í bili“ Tónlistarmennirnir Kristinn Óli Haraldsson og Jóhannes Damian Patreksson, einnig þekktir sem Króli og JóiPé ætla að gera upp síðustu sex árin á lokatónleikum sínum saman, í bili. Þeir verða þó ekki einir á sviðinu en Sinfóníuhljómsveit Norðurlands ætlar einnig að spila með þeim. 8. ágúst 2022 11:31
Króli komst inn í leiklistina Leikarinn og tónlistarmaðurinn Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, komst inn fyrstu tilraun í leiklistarnám við Listaháskóla Íslands í dag. 20. janúar 2022 22:22
Brennimerktur en ber það með sóma en ekki skömm Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. 2. desember 2021 11:31
„Þetta var snarbilað“ Kristinn Óli Haraldsson, betur þekktur sem Króli, varð landsþekktur á einni nóttu þegar hann gaf út lagið B.O.B.A árið 2017 með Jóa Pé. 5. desember 2021 10:00