Lögregla og ráðherrar hunsa mál forvarnasamtaka Jakob Bjarnar skrifar 2. apríl 2024 11:43 Þrátt fyrir að hafa verið hunsaður hefur Árni ekki lagt árar í bát. Hann segir að ráðherrar megi ekki komast upp með að hunsa lög þó þeir séu þeim mótfallnir. vísir/vilhelm Þolinmæði Árna Guðmundssonar er á þrotum en honum verður lítt ágengt í baráttu sinni gegn ólöglegum netverslunum sem höndla með áfengi. Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu. Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Árni, sem starfar hjá Háskóla Íslands og er formaður Foreldrasamtaka gegn áfengisauglýsingum, kærði sjálfan sig fyrir brot á áfengislöggjöfinni til lögreglu í upphafi árs. Hann hafði þá keypt sér rútu af bjór á netinu sem er bannað lögum samkvæmt. En allt kemur fyrir ekki. „Ég hef engin viðbrögð fengið af hálfu lögreglu, hvorki eftir að ég lagði fram kæruna né þegar ég hef leitað svara um daginn við því hvar málið er statt,“ segir Árni í samtali við Vísi. Lögreglan virðast ekki vita hvað hún eigi að gera við kæruna Árni og samtök hans hafa gagnrýnt harðlega þá lögleysu sem viðgengst án nokkurra viðbragða sem eru ólöglegar áfengisauglýsingar og ólögleg áfengissala sem Lögreglustjórinn í Reykjavík lætur afskiptalausa. Fréttin sem Vísir birti 6. janúar vakti mikla athygli en allt kemur fyrir ekki. Árni fær engin viðbrögð. „Okkur blöskrar en við höldum áfram baráttu okkar þar til ólöglegum netverslunum verður lokað. Það er synd að þeim var ekki lokað strax, eins og átti að gera lögum samkvæmt,“ segir Árni. Hann segir málið varðar mikla almannahagsmuni og forvarnarsamtök krefjast svara meðal annars er spurt um ráðherraábyrgð. Um miðjan mars var fundur með Guðrúnu Hafsteinsdóttur dómsmálaráðherra vegna málsins þar sem bent var á gildandi löggjöf um áfengissölu, sem byggðist á lýðheilsu og samfélagslegri ábyrgð. Ekkert mál að panta sér áfangi á netinu „Vilji ráðherra til breytinga ryður ekki gildandi lögum frá. Hvorki vilji dómsmálaráðherra né fjármála- og efnahagsráðherra,“ segir Árni. Hann segir ljóst að þeim beri lagaleg skylda til viðbragða ef lögum er ekki framfylgt. Guðrún Hafsteinsdóttir er dómsmálaráðherra. Árni hefur fundað með henni, segir hana áhugalausa um málið en henni beri engu að síður að fylgja landslögum.Vísir/Ívar „Krefja má ráðherra ábyrgðar fyrir sérhver störf eða vanrækt starfa, er hann hafi orðið sekur um, ef málið er svo vaxið, að hann hafi annaðhvort af ásetningi eða stórkostlegu hirðuleysi farið í bága við stjórnarskrá lýðveldisins eða önnur landslög.“ Þá bendir hann á að í fréttum um hvaða matvöruverslanir séu opnar á páskadag megi sjá afleiðingar athafnaleysis ráðherra en þar er fjallað um heimsendingu áfengis á páskadag til miðnættis. Slík sala er ólögleg og í andstöðu við einkaleyfi ÁTVR. Samtökin hafa óskað eftir fundi með stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis sem hefur eftirlitshlutverk gagnvart framkvæmdarvaldinu.
Lögreglan Alþingi Áfengi og tóbak Börn og uppeldi Verslun Netverslun með áfengi Mest lesið „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Háholt sett aftur á sölu Innlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira