„Er eiginlega ennþá í sjokki“ Smári Jökull Jónsson skrifar 18. apríl 2024 07:01 Katla Sveinbjörnsdóttir var hetja Víkinga í sigrinum á Val. Vísir/Arnar 18 ára gamall Kvennskælingur var hetjan þegar Víkingur vann óvæntan sigur á Val eftir vítakeppni í Meistarakeppni kvenna í fótbolta í gær. Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan. Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Það er svo sannarlega ný markmannsstjarna fædd í Víkinni. Hin 18 ára gamla Katla Sveinbjörnsdóttir kom, sá og sigraði á Valsvellinum í gær. „Ég er eiginlega ennþá í sjokki. Ég er ennþá að reyna að vinna úr því sem gerðist. Það var geggjuð stemmning inni í klefa og allar mjög sáttar og glaðar,“ sagði Katla í viðtali við Val Pál Eiríksson í Sportpakkanum. „Það var svolítið skrýtið. Fólk var náttúrulega búið að horfa á leikinn og voru að hrósa manni. Á sama tíma var ég enn í skýjunum, enn að koma niður.“ „Geggjað að spila í rammíslensku veðri“ Það voru erfiðar aðstæður á Hlíðarenda í gær og meðal annars snjóaði á meðan á leik stóð. „Mér var orðið ógeðslega kalt, ég fann ekki fyrir puttunum. Fæturnir á mér voru ískaldir en það var geggjað að spila í svona rammíslensku veðri.“ Katla skutlar sér á eftir boltanum í vítakeppninni í gær.Vísir/Anton Brink Hún viðurkennir þó að henni hafi aðeins hlýnað við að verja tvö víti í vítakeppninni en reyndar þurfti að endurtaka fyrra vítið sem Katla varði. „Þetta var geggjuð tilfinning að fá að verja svona víti. Þetta hefur alltaf verið draumur,“ en eftir að Katla varði frá Önnu Björk Kristjánsdóttur sagði aðstoðardómarinn að Katla hefði verið komin af línunni og þurfti því að endurtaka spyrnuna. Þá skoraði Anna Björk. „Það var mjög svekkjandi. Ég var svo viss um það að ég hefði varið og væri á línunni því hann var búinn að segja í vítinu áður að ég var langt fyrir framan línuna. Ég passaði mig mjög mikið og ég er búinn að horfa á klippuna aftur og ég er fyrir framan. Ég var mjög pirruð en það var bara einbeiting aftur og næsta víti.“ Ósvikin gleði Víkinga í leikslok.Vísir/Anton Brink Í viðtalinu fer Katla yfir þegar hún varði spyrnuna sem gerði gæfumuninn í vítakeppninni. Þá má einnig sjá skemmtilegt atvik þegar gera þurfti stutt hlé á viðtalinu. Alla frétt Vals Páls úr Sportpakka gærkvöldsins má sjá hér fyrir neðan.
Víkingur Reykjavík Besta deild kvenna Íslenski boltinn Fótbolti Mest lesið Fékk að mæta aðeins seinna í vinnu eftir Íslandsmeistara fögnuð Körfubolti Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn Dóttir Liams Gallagher á von á barni með guðsyni Guðna Bergs Enski boltinn „Get lofað því að við erum ekki að fara að spila eins og KR“ Fótbolti EM-riðillinn: Ítalía, Pólland og Ungverjaland Handbolti Segir „kynjapróf“ í íþróttum ekki eiga eftir að virka Sport Asencio verður ákærður fyrir að dreifa barnaklámi Fótbolti Þrír frá Liverpool og tveir frá Forest tilnefndir sem leikmaður ársins Enski boltinn Íslendingar gætu stöðvað mesta klúður sögunnar Fótbolti Í beinni: Valur - Fram | Gömlu veldin hefja einvígið Handbolti Fleiri fréttir Í beinni: Breiðablik - Vestri | Toppliðin úr Bestu í bikarslag Markamaskínan Tokic og margfaldur Íslandsmeistari í 5. deildina „Elska að horfa á FH“ Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Bestu mörkin: Uppgjör fyrstu fimm umferða Bestu deildarinnar Stjarnan þurfti vítaspyrnukeppni gegn Kára í Akraneshöllinni Afturelding lagði ÍA á Akranesi og ÍBV hefndi sín Þeir bestu (40.-31. sæti): Gullfundur í Góða hirðinum, galdurinn í Garðabænum og költhetjan Þór komið áfram eftir öruggan sigur á Suðurlandi Einn besti leikmaður KR frá næsta mánuðinn hið minnsta Víðir og Reynir ekki í eina sæng Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast Uppbótartíminn: „Ég hef miklar áhyggjur af þeim“ Þróttur skoraði sex og flaug áfram Valur marði Fram í framlengingu Tindastóll, FH og HK áfram í bikarnum Hafa notað sama byrjunarliðið í öllum leikjunum Áttar sig ekki á Stjörnunni: „Bíð bara eftir því að Garpur poppi þarna upp“ Hafa unnið FH tólf sinnum í röð Hrósuðu Alexander: „Varð ekkert var við það að þarna væri fimmtán ára strákur inni á vellinum“ Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð Sjáðu skrípamörkin í Víkinni og öll mörkin úr sjöttu umferðinni Þeir bestu: Fylgt úr hlaði Eiður Smári missir hvert metið á fætur öðru til ungra KR-inga Heimir Guðjónsson: Ef það var einhvern tíma lag að vinna Víking þá var það núna „Þurftum að grafa djúpt“ Uppgjörið: Víkingur - FH 3-1 | Víkingar aftur á toppinn eftir hauskúpuleik Rosenörn „Ef við mætum svona í leiki munum við fá fullt af stigum” Uppgjörið: KA - Breiðablik 0-1 | Blikar sluppu með skrekkinn í blálokin „Finnst að þeir eigi að vera betri en við í reglunum“ Sjá meira
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn
Þeir bestu (50.-41. sæti): Skagamiðverðir, markahrókar úr Eyjum og Laugardalnum og öldungurinn aftast
Þeir bestu (60.-51. sæti): Himnasending frá Skotlandi, Sölvi Helgason íslenska boltans og tíur af guðs náð
Þeir bestu (30.-26. sæti): Markvörður stóru augnablikanna, varnargoð úr Eyjum og Vesturbænum, Smalinn og listamaðurinn Íslenski boltinn