Sjálfbær framtíð Vestfjarða Sigríður Ólöf Kristjánsdóttir og Aðalsteinn Óskarsson skrifa 3. maí 2024 08:32 Í opnu auglýsingu í Morgunblaðinu 2. maí hvetur forystufólk úr ferðaþjónustu og stangveiði, alþingismenn og ráðherra til að banna sjókvíaeldi við Ísland. Undir þetta tekur svo umtalsverður fjöldi erlendra aðila. En hvað þýðir þessi krafa fyrir Vestfirði? Í stuttu máli þýddi bann við sjókvíaeldi á Íslandi hrun atvinnulífs og í kjölfarið samfélags á Vestfjörðum. Allt að 300 manns myndu á einu bretti missa vinnuna sem gæti orsakað brottflutning um 1000 manns. Það þýðir að allt að 300 manns missi vinnuna, það þýðir að allt að 1000 manns flytji í burtu á einu bretti. Tekjur sveitarfélaga drægjust saman sem því næmi, fasteignaverð myndi hrynja og svæðið færi enn á ný úr sókn í bullandi vörn. Ólíklegt er að aðrar atvinnugreinar næðu að koma á móti því hruni og er sú framtíðarsýn ekki mjög sjálfbær fyrir svæðið. Auðlindagjöld og uppbygging Sjókvíaeldi er sú atvinnugrein sem hefur haft hvað jákvæðust áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum á undanförnum árum og er því ekki ofsagt að auglýsingu sem þessari sé beinlínis beint gegn samfélögum á Vestfjörðum sem hafa á undanförnum árum fengið mikla innspýtingu vegna mikilla fjárfestinga í sjókvíaeldi og tengdum greinum. Á svæðinu hefur orðið til umfangsmikil starfsemi á þessu sviði og fjöldi fjölbreyttra starfa. Sú mynd hefur verið teiknuð upp að fiskeldið sé eingöngu byggt upp af erlendum fjárfestum, að af því séu engir skattar greiddir og að í fiskeldinu starfi bara einhleypir erlendir karlmenn. Staðreyndin er sú að íslensk fiskeldisfyrirtæki eru bæði í eigu íslenskra og erlendra aðila, meðal annars í eigu öflugra íslenskra fyrirtækja, banka og lífeyrissjóða. Starfsmenn í fiskeldi eru bæði innlendir og erlendir og greiða sína skatta og gjöld innanlands, skattspor fyrirtækjanna umtalsvert. Inni í því skattspori eru greiðslur fyrirtækjanna í umhverfissjóð sjókvíaeldis og fiskeldisgjald sem rennur til sveitarfélaga og ríkis. Árið 2023 greiddu fyrirtæki í fiskeldi 650 milljónir í fiskeldissjóð og áætlað er að 1,3 milljarður verði greiddur á þessu ári. Sveitarfélög á Vestfjörðum og Austfjörðum fengu nýlega úthlutað tæplega 430 milljónir til ýmiskonar uppbyggingarverkefna sem ekki hefði verið möguleiki á að fara í ef ekki hefðu komið til fjármunir úr fiskeldissjóði. Nú á að fara að byggja nýjan leik- og grunnskóla á Bíldudal og byggja hefur þurft við leikskóla á Patreksfirði, í Bolungarvík og á Ísafirði. Í flestum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum er verið að byggja ný hús, uppbygging er á höfnum og íbúum hefur fjölgað nokkuð. Í þessu samhengi má velta fyrir sér hvaða auðlindagjöld fyrirtæki í ferðaþjónustu, og veiðifélög greiða og líka því að svo virðist sem baráttan gegn sjókvíaeldinu sé að miklu leyti fjármögnuð af erlendum aðilum sem keypt hafa upp lönd, laxveiðár og ferðaþjónustufyrirtæki. Framkvæmdir og fjárfestingar Byggð á Vestfjörðum átti um langt skeið undir högg að sækja og mátti um áratugaskeið búa við skarðan hlut úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Um það verður ekki deilt þegar horft er til samgangna og raforkukerfis þar sem við erum enn að súpa seiðið af ákvörðunum sem teknar voru fyrir áratugum um að Hringvegur 1 um Ísland næði ekki til Vestfjarða og byggðalína raforku ekki heldur. Þessar ákvarðanir, sem og áföll vegna náttúruhamfara hafa gert það að verkum að svæðið hefur ekki verið samkeppnishæft við aðra landshluta. Meðal annars vegna uppbyggingar í fiskeldi erum við að sjá fram á breytt landslag varðandi samgöngur á landi og má þar nefna Dýrafjarðargöng, vegi um Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Enn er þó nokkuð í land með að samgöngur á Vestfjörðum svari kalli samfélaganna en stór skref hafa verið stigin og í raforkumálum er langt í svæðið sé samkeppnishæft við aðra landshluta. Á Vestfjörðum hafa erlendir aðilar fjárfest mikið á síðustu árum en erlendir aðilar virðast hafa haft meiri trú á möguleikum svæðisins en íslenskir fjármagnseigendur sem hafa meðal annars sett fyrir sig skort á innviðum. Margar stærri framkvæmdir á Vestfjörðum síðustu ár hafa verið mjög umdeildar á þeim forsendum að vernda þurfi einstaka náttúru svæðisins. Hægt er að nefna deilur um vegagerð, virkjanir og nú sjókvíaeldi. Hér kallast á viðhorf verndunar og nýtingar auðlinda og má spyrja hversu hátt geymsluvirði Vestfjarða er í augum almennings og ráðamanna. Er það nógu hátt til að hægt sé að tryggja góða innviði á svæðinu án þess að á móti komi verðmætasköpun? Mótun atvinnugreinar Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vestfjarðastofa, sveitarfélög á Vestfjörðum og margir fleiri hafa um langt skeið kallað eftir því að umgjörð sjókvíaeldis sé í lagi. Með því eru sköpuð skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis svo efla megi verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð. Með regluverkið í lagi er stuðlað að ábyrgu lagareldi og verndun villtra nytjastofna. Um langt skeið hefur verið kallað eftir því að rannsóknir og eftirlit með greininni sé eflt. Sá rammi sem kallað hefur verið eftir hefur mótast í alltof smáum skrefum. Oft hefur það verið þannig að stjórnvöld á hverjum tíma hafi verið stærsta hindrunin við að móta alvöru umgjörð. Ekki fyrirtæki í fiskeldi eða samfélögin hér fyrir vestan. Skrefin varðandi uppbyggingu þessarar atvinnugreinar ná 20 ár aftur í tímann og hófust með bréfi ráðherra árið 2004 um svæði þar sem sjókvíaeldi væri heimilað en annars bannað. Því miður var þessari ákvörðun ekki fylgt eftir með markvissum hætti af hálfu stjórnvalda og við tók kaflaskipt aðkoma. Árið 2008 eru gefin út 10 ára rekstrarleyfi. Árið 2014 er farið að vinna burðarþolsmat á svæðum og skilgreina sjókvíaeldissvæði í fjörðum og sama ár er Umhverfissjóður sjókvíaeldis stofnaður. Lög um fiskeldi sem kveða meðal annars á um áhættumat erfðablöndunar voru sett árið 2019 ásamt reglum um 16 ára rekstrarleyfi og tekið var upp framleiðslugjald. Fjórðungssamband Vestfirðinga og sveitarfélög á Vestfjörðum gerðu strax árið 2008 tillögu um gerð strandsvæðaskipulags fyrir Vestfirði. Strandsvæðaskipulagi er tæki til að finna jafnvægi á milli nýtingar, verndunar og þróunar samfélaganna. Höfðu sveitarfélögin frumkvæði að tilraunaverkefni með Nýtingaráætlun Arnarfjarðar árið 2012 sem ýtti af stað umræðu og að lokum setningu laga um haf- og strandsvæðaskipulag 2019. Strandsvæðaskipulag fyrir Vestfirði var loks staðfest í mars 2023 á grundvelli tillögu svæðisráðs, sem í sitja fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneyta. Við undirbúning skipulagsins gafst öllum sem vildu færi á að koma á framfæri athugasemdum, umsögnum og ábendingum, en hér voru skilgreind svæði til nýtingar en um leið skilgreind stór strandsvæði sem bæri að vernda líkt og Jökulfirðir í heild sinni. Í hvert sinn sem kom til breytinga á lagaumhverfi var ítrekuð krafan um heildstæða stefnumótun vegna fiskeldis. Þessu ákalli var ekki sinnt fyrr en vinna við stefnumótun hófst árið 2016 og ári síðar voru drög sett fram en aldrei var lokið við þá vinnu. Það er ekki fyrr en árið 2023 þegar sett var af stað vinna við stefnumótun lagareldis af hálfu Matvælaráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Afrakstur þeirrar vinnu var meðal annars skýrsla Ríkisendurskoðunar og skýrsla Boston Consulting Group sem nýttar hafa verið í það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um lagareldi. Með þessu frumvarpi um lagareldi er í fyrsta sinn komin heildstæð nálgun á ramma þessarar atvinnugreinar, en umræðan um frumvarpið hefur til þessa snúist um eina grein sem varðar tímalengd leyfa, en því hefur alveg verið sleppt að fagna því jákvæða sem er í frumvarpinu og stutt getur við sjálfbæra uppbyggingu fiskeldis á Íslandi til framtíðar. Sú sjálfbæra uppbygging styður einmitt sjálfbæra framtíð Vestfjarða. Óvægin umræða Það er sárt fyrir íbúa Vestfjarða að sitja undir þeim linnulausu árásum sem gerðar eru á þessa atvinnugrein sem hefur leitt til meiri uppbyggingar en sést hefur á svæðinu um áratuga skeið. Atvinnugrein sem eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur og stærstur hluti atvinnustarfsemi á Íslandi byggir á nýtingu auðlinda. Óhætt er að fullyrða að enginn íbúi á Vestfjörðum vill annað en sjálfbæra nýtingu auðlinda og að fiskeldi sé lúti ströngum kröfum og eftirliti. Umræða undanfarinna mánaða hefur verið óvægin og hörð og svo virðist að tilgangurinn helgi meðalið. Í þessari umræðu er einskis svifist. Baráttan beinist gegn samfélögunum, íbúum þeirra og afkomu. Rangfærslur eru settar fram sem staðreyndir jafnvel af málsmetandi fólki sem hefur greiðan aðgang að eyrum almennings og ætti að vita betur. Svo virðist sem óþrjótandi (erlent) fjármagn sé á bak við baráttuna gegn sjókvíaeldinu, baráttu sem forsvarsmaður erlends stórfyrirtækis sagði á síðum íslenskra blaða „að væri barátta sem hægt væri að vinna“. Nú er blásið til orustu á síðum Morgunblaðsins af hálfu fyrirtækja í ferðaþjónustu og stangveiði sem studd er af erlendum aðilum. Orustu sem beinist með harkalegum hætti að atvinnulífi og samfélagi á Vestfjörðum. Mál er að linni. Við köllum eftir hófsamari, fjölbreyttari og upplýstari umræðu um atvinnugreinina fiskeldi þar sem fleiri sjónarmið komast að. Við hvetjum fjölmiðla jafnframt til sinna hlutverki sínu og kalla eftir fleiri sjónarmiðum í umræðum um fiskeldi. Sigríður er framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu og Aðalsteinn er sviðsstjóri byggðaþróunar Vestfjarðastofu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Ísafjarðarbær Vesturbyggð Fiskeldi Byggðamál Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Í opnu auglýsingu í Morgunblaðinu 2. maí hvetur forystufólk úr ferðaþjónustu og stangveiði, alþingismenn og ráðherra til að banna sjókvíaeldi við Ísland. Undir þetta tekur svo umtalsverður fjöldi erlendra aðila. En hvað þýðir þessi krafa fyrir Vestfirði? Í stuttu máli þýddi bann við sjókvíaeldi á Íslandi hrun atvinnulífs og í kjölfarið samfélags á Vestfjörðum. Allt að 300 manns myndu á einu bretti missa vinnuna sem gæti orsakað brottflutning um 1000 manns. Það þýðir að allt að 300 manns missi vinnuna, það þýðir að allt að 1000 manns flytji í burtu á einu bretti. Tekjur sveitarfélaga drægjust saman sem því næmi, fasteignaverð myndi hrynja og svæðið færi enn á ný úr sókn í bullandi vörn. Ólíklegt er að aðrar atvinnugreinar næðu að koma á móti því hruni og er sú framtíðarsýn ekki mjög sjálfbær fyrir svæðið. Auðlindagjöld og uppbygging Sjókvíaeldi er sú atvinnugrein sem hefur haft hvað jákvæðust áhrif á byggðaþróun á Vestfjörðum á undanförnum árum og er því ekki ofsagt að auglýsingu sem þessari sé beinlínis beint gegn samfélögum á Vestfjörðum sem hafa á undanförnum árum fengið mikla innspýtingu vegna mikilla fjárfestinga í sjókvíaeldi og tengdum greinum. Á svæðinu hefur orðið til umfangsmikil starfsemi á þessu sviði og fjöldi fjölbreyttra starfa. Sú mynd hefur verið teiknuð upp að fiskeldið sé eingöngu byggt upp af erlendum fjárfestum, að af því séu engir skattar greiddir og að í fiskeldinu starfi bara einhleypir erlendir karlmenn. Staðreyndin er sú að íslensk fiskeldisfyrirtæki eru bæði í eigu íslenskra og erlendra aðila, meðal annars í eigu öflugra íslenskra fyrirtækja, banka og lífeyrissjóða. Starfsmenn í fiskeldi eru bæði innlendir og erlendir og greiða sína skatta og gjöld innanlands, skattspor fyrirtækjanna umtalsvert. Inni í því skattspori eru greiðslur fyrirtækjanna í umhverfissjóð sjókvíaeldis og fiskeldisgjald sem rennur til sveitarfélaga og ríkis. Árið 2023 greiddu fyrirtæki í fiskeldi 650 milljónir í fiskeldissjóð og áætlað er að 1,3 milljarður verði greiddur á þessu ári. Sveitarfélög á Vestfjörðum og Austfjörðum fengu nýlega úthlutað tæplega 430 milljónir til ýmiskonar uppbyggingarverkefna sem ekki hefði verið möguleiki á að fara í ef ekki hefðu komið til fjármunir úr fiskeldissjóði. Nú á að fara að byggja nýjan leik- og grunnskóla á Bíldudal og byggja hefur þurft við leikskóla á Patreksfirði, í Bolungarvík og á Ísafirði. Í flestum þéttbýliskjörnum á Vestfjörðum er verið að byggja ný hús, uppbygging er á höfnum og íbúum hefur fjölgað nokkuð. Í þessu samhengi má velta fyrir sér hvaða auðlindagjöld fyrirtæki í ferðaþjónustu, og veiðifélög greiða og líka því að svo virðist sem baráttan gegn sjókvíaeldinu sé að miklu leyti fjármögnuð af erlendum aðilum sem keypt hafa upp lönd, laxveiðár og ferðaþjónustufyrirtæki. Framkvæmdir og fjárfestingar Byggð á Vestfjörðum átti um langt skeið undir högg að sækja og mátti um áratugaskeið búa við skarðan hlut úr sameiginlegum sjóðum landsmanna. Um það verður ekki deilt þegar horft er til samgangna og raforkukerfis þar sem við erum enn að súpa seiðið af ákvörðunum sem teknar voru fyrir áratugum um að Hringvegur 1 um Ísland næði ekki til Vestfjarða og byggðalína raforku ekki heldur. Þessar ákvarðanir, sem og áföll vegna náttúruhamfara hafa gert það að verkum að svæðið hefur ekki verið samkeppnishæft við aðra landshluta. Meðal annars vegna uppbyggingar í fiskeldi erum við að sjá fram á breytt landslag varðandi samgöngur á landi og má þar nefna Dýrafjarðargöng, vegi um Dynjandisheiði og Gufudalssveit. Enn er þó nokkuð í land með að samgöngur á Vestfjörðum svari kalli samfélaganna en stór skref hafa verið stigin og í raforkumálum er langt í svæðið sé samkeppnishæft við aðra landshluta. Á Vestfjörðum hafa erlendir aðilar fjárfest mikið á síðustu árum en erlendir aðilar virðast hafa haft meiri trú á möguleikum svæðisins en íslenskir fjármagnseigendur sem hafa meðal annars sett fyrir sig skort á innviðum. Margar stærri framkvæmdir á Vestfjörðum síðustu ár hafa verið mjög umdeildar á þeim forsendum að vernda þurfi einstaka náttúru svæðisins. Hægt er að nefna deilur um vegagerð, virkjanir og nú sjókvíaeldi. Hér kallast á viðhorf verndunar og nýtingar auðlinda og má spyrja hversu hátt geymsluvirði Vestfjarða er í augum almennings og ráðamanna. Er það nógu hátt til að hægt sé að tryggja góða innviði á svæðinu án þess að á móti komi verðmætasköpun? Mótun atvinnugreinar Fjórðungssamband Vestfirðinga, Vestfjarðastofa, sveitarfélög á Vestfjörðum og margir fleiri hafa um langt skeið kallað eftir því að umgjörð sjókvíaeldis sé í lagi. Með því eru sköpuð skilyrði til sjálfbærrar uppbyggingar lagareldis svo efla megi verðmætasköpun, atvinnulíf og byggð. Með regluverkið í lagi er stuðlað að ábyrgu lagareldi og verndun villtra nytjastofna. Um langt skeið hefur verið kallað eftir því að rannsóknir og eftirlit með greininni sé eflt. Sá rammi sem kallað hefur verið eftir hefur mótast í alltof smáum skrefum. Oft hefur það verið þannig að stjórnvöld á hverjum tíma hafi verið stærsta hindrunin við að móta alvöru umgjörð. Ekki fyrirtæki í fiskeldi eða samfélögin hér fyrir vestan. Skrefin varðandi uppbyggingu þessarar atvinnugreinar ná 20 ár aftur í tímann og hófust með bréfi ráðherra árið 2004 um svæði þar sem sjókvíaeldi væri heimilað en annars bannað. Því miður var þessari ákvörðun ekki fylgt eftir með markvissum hætti af hálfu stjórnvalda og við tók kaflaskipt aðkoma. Árið 2008 eru gefin út 10 ára rekstrarleyfi. Árið 2014 er farið að vinna burðarþolsmat á svæðum og skilgreina sjókvíaeldissvæði í fjörðum og sama ár er Umhverfissjóður sjókvíaeldis stofnaður. Lög um fiskeldi sem kveða meðal annars á um áhættumat erfðablöndunar voru sett árið 2019 ásamt reglum um 16 ára rekstrarleyfi og tekið var upp framleiðslugjald. Fjórðungssamband Vestfirðinga og sveitarfélög á Vestfjörðum gerðu strax árið 2008 tillögu um gerð strandsvæðaskipulags fyrir Vestfirði. Strandsvæðaskipulagi er tæki til að finna jafnvægi á milli nýtingar, verndunar og þróunar samfélaganna. Höfðu sveitarfélögin frumkvæði að tilraunaverkefni með Nýtingaráætlun Arnarfjarðar árið 2012 sem ýtti af stað umræðu og að lokum setningu laga um haf- og strandsvæðaskipulag 2019. Strandsvæðaskipulag fyrir Vestfirði var loks staðfest í mars 2023 á grundvelli tillögu svæðisráðs, sem í sitja fulltrúar sveitarfélaga og ráðuneyta. Við undirbúning skipulagsins gafst öllum sem vildu færi á að koma á framfæri athugasemdum, umsögnum og ábendingum, en hér voru skilgreind svæði til nýtingar en um leið skilgreind stór strandsvæði sem bæri að vernda líkt og Jökulfirðir í heild sinni. Í hvert sinn sem kom til breytinga á lagaumhverfi var ítrekuð krafan um heildstæða stefnumótun vegna fiskeldis. Þessu ákalli var ekki sinnt fyrr en vinna við stefnumótun hófst árið 2016 og ári síðar voru drög sett fram en aldrei var lokið við þá vinnu. Það er ekki fyrr en árið 2023 þegar sett var af stað vinna við stefnumótun lagareldis af hálfu Matvælaráðuneytis undir forystu Svandísar Svavarsdóttur. Afrakstur þeirrar vinnu var meðal annars skýrsla Ríkisendurskoðunar og skýrsla Boston Consulting Group sem nýttar hafa verið í það frumvarp sem nú liggur fyrir Alþingi um lagareldi. Með þessu frumvarpi um lagareldi er í fyrsta sinn komin heildstæð nálgun á ramma þessarar atvinnugreinar, en umræðan um frumvarpið hefur til þessa snúist um eina grein sem varðar tímalengd leyfa, en því hefur alveg verið sleppt að fagna því jákvæða sem er í frumvarpinu og stutt getur við sjálfbæra uppbyggingu fiskeldis á Íslandi til framtíðar. Sú sjálfbæra uppbygging styður einmitt sjálfbæra framtíð Vestfjarða. Óvægin umræða Það er sárt fyrir íbúa Vestfjarða að sitja undir þeim linnulausu árásum sem gerðar eru á þessa atvinnugrein sem hefur leitt til meiri uppbyggingar en sést hefur á svæðinu um áratuga skeið. Atvinnugrein sem eins og ferðaþjónusta, sjávarútvegur og stærstur hluti atvinnustarfsemi á Íslandi byggir á nýtingu auðlinda. Óhætt er að fullyrða að enginn íbúi á Vestfjörðum vill annað en sjálfbæra nýtingu auðlinda og að fiskeldi sé lúti ströngum kröfum og eftirliti. Umræða undanfarinna mánaða hefur verið óvægin og hörð og svo virðist að tilgangurinn helgi meðalið. Í þessari umræðu er einskis svifist. Baráttan beinist gegn samfélögunum, íbúum þeirra og afkomu. Rangfærslur eru settar fram sem staðreyndir jafnvel af málsmetandi fólki sem hefur greiðan aðgang að eyrum almennings og ætti að vita betur. Svo virðist sem óþrjótandi (erlent) fjármagn sé á bak við baráttuna gegn sjókvíaeldinu, baráttu sem forsvarsmaður erlends stórfyrirtækis sagði á síðum íslenskra blaða „að væri barátta sem hægt væri að vinna“. Nú er blásið til orustu á síðum Morgunblaðsins af hálfu fyrirtækja í ferðaþjónustu og stangveiði sem studd er af erlendum aðilum. Orustu sem beinist með harkalegum hætti að atvinnulífi og samfélagi á Vestfjörðum. Mál er að linni. Við köllum eftir hófsamari, fjölbreyttari og upplýstari umræðu um atvinnugreinina fiskeldi þar sem fleiri sjónarmið komast að. Við hvetjum fjölmiðla jafnframt til sinna hlutverki sínu og kalla eftir fleiri sjónarmiðum í umræðum um fiskeldi. Sigríður er framkvæmdastjóri Vestfjarðastofu og Aðalsteinn er sviðsstjóri byggðaþróunar Vestfjarðastofu.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun