Megrunarlyfin nýjasta vopnið gegn hjartasjúkdómum? Hólmfríður Gísladóttir skrifar 14. maí 2024 07:22 Semaglutide var upphaflega notað gegn sykursýki. Vísir/EPA Notkun lyfjanna Ozempic og Wegovy, sem njóta sívaxandi vinsælda í baráttunni við aukakílóin, virðist draga verulega úr líkunum á hjartaáfalli ef marka má nýja rannsókn. Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira
Niðurstöður rannsóknarinnar, sem var unnin af vísindamönnum við University College of London og kynnt á European Congress of Obesity, benda til þess að notkun semaglutide, virka efnisins í ofannefndum lyfjum, hafi jákvæð áhrif á hjartaheilsu fólks. Þá gildir einu hversu þungt fólk var þegar það hóf að nota lyfin eða hversu mikið það hafði lést. John Deanfield, prófessor og framkvæmdastjóri National Institute for Cardiovascular Outcomes Research, sem fór fyrir rannsókninni, segir niðurstöðurnar benda til þess að milljónir gætu haft hag af því að nota semaglutide. Auk þess að valda þyngdartapi með því að takmarka matarlyst sé augljóslega einhver önnur virkni að hafa áhrif á hjartaheilsu fólks, til hins betra. Rannsóknin náði til 17.604 einstaklinga 45 ára og eldri í 41 landi. Einstaklingarnir voru allir með BMI yfir 27 og höfðu sömuleiðis allir upplifað hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall. Helmingur þátttakendanna fékk 2,5 mg af semaglutide á viku en helmingur lyfleysu. Af þeim 8.803 sem tilheyrðu semaglutide hópnum upplifðu 569 (6,5%) hjartatengdan „viðburð“ á borð við hjartaáfall en 701 (8%) af 8.801 sem fengu lyfleysu. Deanfield segir um að ræða tímamót í baráttunni við hjartasjúkdóma, sambærileg við það þegar statín lyf komu fyrst á markað sem vopn í baráttunni við blóðfituna. Jason Halford, forseti European Association for the Study of Obesity, segir að ef lyfin reynist sannarlega bæta hjartaheilsu gæti reynst hagkvæmt að ávísa þeim til stórra hópa, þar sem bætt heilsa auki framleiðni. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Heilbrigðismál Lyf Bretland Þyngdarstjórnunarlyf Mest lesið „Faðir minn stakk rýtingi í bakið á mér“ Innlent Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Erlent Sagði upp eftir tíðindi dagsins og segir fleiri uppsagnarbréf á leiðinni Innlent Festist í fjöru á höfuðborgarsvæðinu Innlent „Flokkur fólksins virðist hafa látið plata sig algjörlega“ Innlent Sellur Sjálfstæðis- og Framsóknarflokks hafi komið í veg fyrir að samningar næðust Innlent Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Erlent Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður Innlent Vilja byggja 30 þúsund fermetra verslunarkjarna Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Fleiri fréttir Segir Selenskí hugrakkan leiðtoga Kona sem sagðist vera Madeleine McCann handtekin Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Dómari skaut eiginkonu sína vegna rifrildis Bandaríkjastjórn neitar að kalla Rússa „árásaraðila“ Trump fetar í fótspor Breivik Afhentu lík yngstu gíslanna sem teknir voru frá Ísrael Trump geti „algerlega“ fellt mál niður af pólitískum ástæðum Ætlar í stórfelldan niðurskurð hjá hernum Trump segir Rússa hafa öll spil á hendi Trump titlar sig konung Danir ausa milljörðum í varnarmál Kallar Selenskí einræðisherra og varpar fram lygum Ákærð fyrir að bana barni fyrir hálfri öld Biður Trump-liða um að virða sannleikann Vildi eitra fyrir forsetanum og skjóta forseta hæstaréttar Segja Musk ekki stýra DOGE en neita að nefna yfirmann Grét í faðmi Rihönnu eftir sýknudóminn Virðist kenna Úkraínumönnum um stríðið og stöðu mála Frans páfi með lungnabólgu í báðum lungum Fullyrðir að aðeins Trump hefði getað komið á friðarviðræðum Nítján af 21 útskrifaðir af sjúkrahúsi Setja fúlgur fjár í herinn: Segir ástandið verra en í kalda stríðinu CIA flýgur herdrónum yfir Mexíkó Halda frekari viðræður um „pirrandi atriði“ og samskipti ríkjanna Leiðtogi skuggalegs költs handtekinn Sjá meira