„Rússnesku lögin“ samþykkt í Georgíu Kjartan Kjartansson skrifar 14. maí 2024 12:42 Mótmælendur við georgíska þinghúsið í Tíblisi í dag. Þeir óttast að nýju lögin verði notuð til þess að kæfa pólitískt andóf gegn stjórnvöldum í landinu. AP/Shakh Aivazov Georgíska þingið samþykkti í dag umdeilt frumvarp í anda rússneskra laga sem hafa verið notuð til þess að bæla niður andóf og þagga niður í fjölmiðlum. Þúsundir manna mótmæltu frumvarpinu við þinghúsið á meðan atkvæðagreiðsla fór fram. Nýju lögin þvinga félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem fá fimmtung tekna sinna erlendis frá til þess að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla og sæta eftirliti dómsmálaráðuneytisins. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt frumvarpinu undanfarnar vikur. Ríkisstjórn landsins hafði áður verið gerð afturreka með sambærilegt frumvarp vegna fjöldamótmæla. Stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn kom frumvarpinu í gegnum þing í dag. Mikil spenna var í þingsal og kom til ryskinga á milli stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðuþingmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Irakli Kobakhidze, forsætisráðherra, sagði í dag að ef ríkisstjórnin kæmi málinu ekki í gegn tapaði Georgía fullveldi sínu. Landið gæti auðveldlega deilt örlögum Úkraínu. Hann skýrði þau ummæli sín ekki frekar. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur sagst ætla að beita neitunarvaldi á lögin. Það dugar þó skammt því stjórnarflokkurinn getur trompað neitunarvald hennar með annarri atkvæðagreiðslu á þingi. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Andstæðingar nýju laganna telja að þau dragi úr möguleikum landsins að fá aðild að sambandinu. Georgía Rússland Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Nýju lögin þvinga félagasamtök og frjálsa fjölmiðla sem fá fimmtung tekna sinna erlendis frá til þess að skilgreina sig sem hagsmunaverði erlendra afla og sæta eftirliti dómsmálaráðuneytisins. Tugir þúsunda manna hafa mótmælt frumvarpinu undanfarnar vikur. Ríkisstjórn landsins hafði áður verið gerð afturreka með sambærilegt frumvarp vegna fjöldamótmæla. Stjórnarflokkurinn Georgíski draumurinn kom frumvarpinu í gegnum þing í dag. Mikil spenna var í þingsal og kom til ryskinga á milli stjórnarþingmanna og stjórnarandstöðuþingmanna, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Irakli Kobakhidze, forsætisráðherra, sagði í dag að ef ríkisstjórnin kæmi málinu ekki í gegn tapaði Georgía fullveldi sínu. Landið gæti auðveldlega deilt örlögum Úkraínu. Hann skýrði þau ummæli sín ekki frekar. Salome Zourabichvili, forseti Georgíu, hefur sagst ætla að beita neitunarvaldi á lögin. Það dugar þó skammt því stjórnarflokkurinn getur trompað neitunarvald hennar með annarri atkvæðagreiðslu á þingi. Georgía hefur stöðu mögulegs umsóknarríkis hjá Evrópusambandinu. Andstæðingar nýju laganna telja að þau dragi úr möguleikum landsins að fá aðild að sambandinu.
Georgía Rússland Tengdar fréttir Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Umfangsmikil mótmæli vegna „rússneskra“ laga í Georgíu Umfangsmikil mótmæli hafa átt sér stað í Georgíu þar sem yfirvöld vinna að því að samþykkja ný og mjög svo umdeild lög. Mótmælendum hefur verið mætt af mikilli hörku og hefur komið átaka í Tíblisi bæði fyrir utan þinghúsið og þar inni. 2. maí 2024 15:09