Bikarmeistarar Víkings í næstu umferð ásamt Keflavík og Fylki Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 16. maí 2024 21:31 Danijel Dejan Djuric var á skotskónum. vísir/hulda margrét Bikarmeistarar Víkings eru komnir áfram í átta liða úrslit Mjólkurbikars karla í fótbolta. Sömu sögu er að segja af Keflavík og Fylki. Víkingur mætti Grindavík í Safamýri og vann 4-1 sigur. Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og staðan 1-0 Víkingum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Josip Krznaric minnkaði muninn á 65. mínútu. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja mark Víkings þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og Viktor Örlygur Andrason bætti því fjórða við skömmu síðar. Ríkjandi bikarmeistarar eru komnir í átta liða úrslit! Víkingar settu fjögur mörk gegn einu marki Grindvíkinga. Hér er allt það helsta🔴⚫ pic.twitter.com/0YqmsIb4u0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Keflavík kom Hinrik Harðarson gestunum frá Akranesi yfir snemma leiks en Tobias Sandberg fékk rautt spjald á 36. mínútu fyrir brot innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sami Kamel fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Lengjudeildarliðið. Kamel var svo aftur á ferðinni í blálok fyrri hálfleiks og staðan orðin 2-1 Keflavík í vil. Valur Þór Hákonarson skoraði svo þriðja mark Keflavíkur á 81. mínútu. Skömmu síðar fékk Frans Elvarsson beint rautt spjald í liði Keflavíkur og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn. Lokatölur þó 3-1 og Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Keflvíkinga slá annað lið úr Bestu deildinni úr leik og eru komnir í átta liða úrslit.Hér eru mörkin og rauða spjaldið úr leiknum. Lokatölur urðu Keflavík 3-1 ÍA 🏆 pic.twitter.com/Oorq2o54BT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Árbænum var HK í heimsókn. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom HK yfir strax á 5. mínútu en Þórður Gunnar Hafþórsson svaraði fyrir heimamenn ekki löngu síðar. Hann var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og Benedikt Daríus Garðarsson gat því gert út um leikinn þegar Fylkir fékk vítaspyrnu á 26. mínútu. Benedikt Daríus setti boltann hins vegar framhjá markinu en bætti upp fyrir það mínútu síðar þegar hann skoraði eftir góða sendingu inn fyrir vörn HK. Staðan 3-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Hér er allt það helsta úr Árbænum í kvöld. Það var nóg um að vera, fjögur mörk og Fylkismenn eru komnir á átta liða úrslit á kostnað HK🟠 pic.twitter.com/eEYXPWin4n— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Þá vann Stjarnan einnig KR í fjörugum leik sem var í beinni textalýsingu hér á Vísi. Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fylkir Keflavík ÍF Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira
Víkingur mætti Grindavík í Safamýri og vann 4-1 sigur. Danijel Dejan Djuric skoraði fyrsta mark leiksins eftir hálftíma leik og staðan 1-0 Víkingum í vil þegar liðin gengu til búningsherbergja. Erlingur Agnarsson tvöfaldaði forystuna snemma í síðari hálfleik áður en Josip Krznaric minnkaði muninn á 65. mínútu. Valdimar Þór Ingimundarson skoraði þriðja mark Víkings þegar skammt var til loka venjulegs leiktíma og Viktor Örlygur Andrason bætti því fjórða við skömmu síðar. Ríkjandi bikarmeistarar eru komnir í átta liða úrslit! Víkingar settu fjögur mörk gegn einu marki Grindvíkinga. Hér er allt það helsta🔴⚫ pic.twitter.com/0YqmsIb4u0— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Keflavík kom Hinrik Harðarson gestunum frá Akranesi yfir snemma leiks en Tobias Sandberg fékk rautt spjald á 36. mínútu fyrir brot innan vítateigs og vítaspyrna dæmd. Sami Kamel fór á punktinn og jafnaði metin fyrir Lengjudeildarliðið. Kamel var svo aftur á ferðinni í blálok fyrri hálfleiks og staðan orðin 2-1 Keflavík í vil. Valur Þór Hákonarson skoraði svo þriðja mark Keflavíkur á 81. mínútu. Skömmu síðar fékk Frans Elvarsson beint rautt spjald í liði Keflavíkur og bæði lið kláruðu leikinn með tíu leikmenn. Lokatölur þó 3-1 og Keflvíkingar verða í pottinum þegar dregið verður í 8-liða úrslit. Keflvíkinga slá annað lið úr Bestu deildinni úr leik og eru komnir í átta liða úrslit.Hér eru mörkin og rauða spjaldið úr leiknum. Lokatölur urðu Keflavík 3-1 ÍA 🏆 pic.twitter.com/Oorq2o54BT— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Í Árbænum var HK í heimsókn. Eiður Gauti Sæbjörnsson kom HK yfir strax á 5. mínútu en Þórður Gunnar Hafþórsson svaraði fyrir heimamenn ekki löngu síðar. Hann var svo aftur á ferðinni tíu mínútum síðar og Benedikt Daríus Garðarsson gat því gert út um leikinn þegar Fylkir fékk vítaspyrnu á 26. mínútu. Benedikt Daríus setti boltann hins vegar framhjá markinu en bætti upp fyrir það mínútu síðar þegar hann skoraði eftir góða sendingu inn fyrir vörn HK. Staðan 3-1 í hálfleik og reyndust það lokatölur. Hér er allt það helsta úr Árbænum í kvöld. Það var nóg um að vera, fjögur mörk og Fylkismenn eru komnir á átta liða úrslit á kostnað HK🟠 pic.twitter.com/eEYXPWin4n— RÚV Íþróttir (@ruvithrottir) May 16, 2024 Þá vann Stjarnan einnig KR í fjörugum leik sem var í beinni textalýsingu hér á Vísi.
Fótbolti Íslenski boltinn Mjólkurbikar karla Víkingur Reykjavík Fylkir Keflavík ÍF Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Hjartaáfallið stöðvar ekki Grétar Guðjohnsen LUÍH: Kom aldrei til greina að fórna „Maggiball“ Andi á Hlíðarenda: „Viljum allir vera á stóra sviðinu“ Vill menntun fremur en refsingar: „Ótrúlega skakkt“ Reynslumikill Svíi skrifar undir í Úlfarsárdalnum Sauð á pabba Axels sem rauk heim af KR-leikjum Breyta ekki því sem virkar Styrktaraðilar endursemja við ÍTF „Held að helvíti margir leikmenn hugsi: Hjúkk“ Orðið of erfitt að standa sig á öllum vígstöðvum Valur í úrslit eftir vítaspyrnukeppni „Verður einn okkar allra mikilvægasti leikmaður“ Fyrirliði Vestra í tveggja mánaða bann Sjá meira