Sagan sem verður að segja Drífa Snædal skrifar 17. maí 2024 12:30 Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur. Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum. Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt. Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það. Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti. Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna. Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina. Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni. Höfundur er talskona Stígamóta. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Mansal Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Það er komin vika síðan Blessing, Mary og Esther voru handteknar eins og glæpamenn hent í fangelsi að Hólmsheiði, neitað um heimsóknir (jafnvel presta og sálfræðinga) og síðan neyddar úr landi ásamt öðrum manni frá Nígeríu á mánudeginum. Þær eru að flýja mansal (skipulagðar nauðganir er reyndar réttnefni) sem þær voru hnepptar í árum saman. Það er þeirra glæpur. Þær voru búnar að vera hér í mörg ár, stunda íslenskunám, eignast vini og reyna þrátt fyrir óörugga stöðu að vinna úr röð áfalla. Blessing var veik, þurfti á blóðgjöf að halda og utanumhaldi síðustu vikur, fyrir því var læknisvottorð frá Landspítalanum. Hópur Íslendinga sem er ekki sama um þær hafa síðan reynt að afla upplýsinga og vera þeim til aðstoðar. Það er nefninlega þannig að þær voru skildar eftir á flugvellinum í Lagos, án skilríkja, án peninga og án bjargráða. Þannig förum við með mansalsþolendur og þetta þarf þjóðin að vita. Þrátt fyrir ítrekaðar fyrirspurnir fengum við ekki að vita hvert þær yrðu sendar eða hvenær þær myndu lenda fyrr en um tveim tímum fyrir lendingu í Nígeríu. Við áttum því erfitt með að finna einhvern til að taka á móti þeim þó það hafi verið reynt. Eftir mikil og flókin samskipti var hægt að panta fyrir þær gistiaðstöðu í Lagos. Þær eru hræddar, óttast um öryggi sitt, svangar og í áfalli. Nú reynum við af öllum mætti að finna handa þeim athvarf í gegnum alþjóðlegt net kvenna sem berjast gegn ofbeldi. Við vitum ekki hvort það gangi en erum á þessari stundu nokkuð vongóð. Næstu dagar skera úr um það. Það er nefninlega ekki þannig að þegar við hendum fólki úr landi eins og einhverju rusli að þar með sé sagan búin. Framkoma okkar hefur afleiðingar þó við fréttum ekki endilega af því. Grimmd íslenska ríkisins gagnvart þessum konum er eitthvað sem ég á erfitt með að skilja. Ekki nóg með að koma fram við þær eins og glæpamenn heldur virðist ekkert hafa verið gert til að tryggja öryggi þeirra, ekki svo mikið sem haft samband við hjálparsamtök þarna úti. Stjórnmálafólki þykir þetta frekar miður og jafnvel sárt, en þetta er manngerður vandi og ég kalla fólk í valdastöðum til ábyrgðar. Fólk sem hefur samþykkt meiri hörku, neitað mansalsþolendum um skjól og fólk sem framkvæmir hörkuna án þess að blikna. Á sama tíma fylgjumst við með forsetafrabjóðendum ræða mannréttindi, lýðræði og umburðalyndi. Það er svo mikilvægt. Enginn þeirra hefur fordæmt þessar aðgerðir. Þetta er eins og að búa í hliðarveruleika við grimmdina. Ég fer fram á að mál Esther, Mary og Blessing falli ekki í gleymsku, ég fer fram á að við aðstoðum þær og reynum að draga úr skaðanum og ég fer fram á að fólk í valdastöðum geti ekki bara hrist þetta af sér eins og einhver óþægindi heldur verður gert ábyrgt fyrir grimmdinni. Höfundur er talskona Stígamóta.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson Skoðun