Keflavíkurkonur eru komnar í 2-0 í úrslitaeinvígi Subway deildar kvenna í körfubolta eftir tíu stiga sigur í Ljónagryfjunni í Njarðvík í gær.
Keflavíkurliðið getur því tryggt sér Íslandsmeistaratitilinn í næsta leik sem fram fer í Blue-höllinni í Keflavík á miðvikudagskvöldið.
Þær geta líka með sigri í þeim leik séð til þess að Keflavík sópi Njarðvík á tímabilinu í deild, bikar og úrslitakeppni hjá báðum kynjum.
Kvennalið Keflavíkur vann alla fjóra deildarleiki sína á móti Njarðvík, sló Njarðvík út úr undanúrslitum bikarsins og hefur síðan unnið tvo fyrstu leiki úrslitaeinvígsins. Alls sjö sigrar í sjö leikjum.
Karlalið Keflavíkur vann báða deildarleiki sína á móti Njarðvík í vetur og sló Njarðvík einnig út úr 32 liða úrslitum bikarkeppninnar. Alls þrír sigrar í þrír leikjum.
Keflavík er því 10-0 á móti Njarðvík í körfunni í vetur en það má sjá þessa tíu leiki hér fyrir neðan.
- Keflavík á móti Njarðvík í kvennaflokki
- Deildarleikur 27. september: Keflavík vann 3 stigum (83-80)
- Deildarleikur 29. nóvember: Keflavík vann 27 stigum (72-45)
- Deildarleikur 28. febrúar: Keflavík vann 1 stigi (75-74)
- Bikaleikur 20. mars: Keflavík vann 14 stigum (86-72)
- Deildarleikur 3. apríl: Keflavík vann 1 stigi (70-69)
- Leikur í úrslitakeppni 16. maí: Keflavík vann með 3 stigum (94-91)
- Leikur í úrslitakeppni 19. maí: Keflavík vann með 10 stigum (81-71)
- -
- Keflavík á móti Njarðvík í karlaflokki
- Bikarleikur 23. október: Keflavík vann með 1 stigi (109-108)
- Deildarleikur 8. desember: Keflavík vann með 21 stigi (103-82)
- Deildarleikur 28. mars: Keflavík vann með 13 stigum (127-114)