Snúningshurðin í ráðuneytinu Jón Kaldal skrifar 25. maí 2024 12:00 Matvælaráðherra birtir í dag grein á Vísi þar sem hún kvartar undan ábendingum um skynsemi þess að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Nýtt gjafakvótakerfi Staðreyndin er þó sú að í stað þess að vinda ofan þeim vísi að nýju gjafakvótakerfi, sem er að finna í núverandi lögum um fiskeldi, er skrefið tekið alla leið í frumvarpi um lagareldi sem þrír matvælaráðherrar VG hafa nú komið að: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Auðvitað er pólitíska ábyrgðin þeirra en hvernig það gerðist að málið er komið í þennan farveg er rannsóknarefni. Fingraförum SFS fjölgaði Sú umræða er ekki ný hversu óheppileg það er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum. Eða öfugt. Staðreyndin er sú að í hverri umferð við smíði þessa frumvarps fjölgaði fingraförum SFS á því. Á sama tíma var ekkert tillit tekið til mikilvægra ábendinga um vernd umhverfis, lífríkis og velferð eldisdýranna. SFS hefur tamið sér, og orðið vel ágengt, að beita miklum yfirgangi gagnvart stjórnvöldum og fulltrúum þeirra. Furðulegt er að sjá embættis- og stjórnmálamenn, kikna í hnjánum frammi fyrir þessari frekju. 70 prósent þjóðarinnar andvíg Starfsemi sókvíaeldisfyrirtækjanna er meira minna öll í klessu. Þau hafa misst frá sér fisk í stórum stíl, látið gríðarlegt magn af eldislöxum drepast í sjókvíunum ár eftir ár af völdum laxalúsar og vetrarsára, þau hafa þurft að farga fiski vegna blóðþorrasykingar, sem er versti sjúkdómur sem getur komið upp í sjókvíaeldi og þau hafa farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Það er ekki erfitt að skilja af hverju um 70 prósent þjóðarinnar er andvíg þessari starfsemi. Hitt er skrítnara, af hverju enn um 10 prósent styðja þetta? Ef þetta frumvarp verður að lögum munu alþingismenn sem samþykkja það hafa reist sér minnisvarða til æviloka um þjónkun við sérhagsmuni fárra á kostnað almannahagsmuna og náttúru Íslands. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sjókvíaeldi Fiskeldi Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Matvælaframleiðsla Vinstri græn Jón Kaldal Mest lesið Halldór 29.03.2025 Halldór Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Sjá meira
Matvælaráðherra birtir í dag grein á Vísi þar sem hún kvartar undan ábendingum um skynsemi þess að fela fyrrum starfsfólki Samtaka fyrirtækja í sjávarútvegi (SFS), nú starfsfólki ráðuneytisins, að semja frumvarp um lagareldi. Nýtt gjafakvótakerfi Staðreyndin er þó sú að í stað þess að vinda ofan þeim vísi að nýju gjafakvótakerfi, sem er að finna í núverandi lögum um fiskeldi, er skrefið tekið alla leið í frumvarpi um lagareldi sem þrír matvælaráðherrar VG hafa nú komið að: Svandís Svavarsdóttir, Katrín Jakobsdóttir og Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir. Auðvitað er pólitíska ábyrgðin þeirra en hvernig það gerðist að málið er komið í þennan farveg er rannsóknarefni. Fingraförum SFS fjölgaði Sú umræða er ekki ný hversu óheppileg það er að fólk fari úr starfi hjá sérhagsmunagæslusamtökum í vinnu fyrir opinberar stofnanir sem eiga að gæta hagsmuna almennings gagnvart sömu samtökum. Eða öfugt. Staðreyndin er sú að í hverri umferð við smíði þessa frumvarps fjölgaði fingraförum SFS á því. Á sama tíma var ekkert tillit tekið til mikilvægra ábendinga um vernd umhverfis, lífríkis og velferð eldisdýranna. SFS hefur tamið sér, og orðið vel ágengt, að beita miklum yfirgangi gagnvart stjórnvöldum og fulltrúum þeirra. Furðulegt er að sjá embættis- og stjórnmálamenn, kikna í hnjánum frammi fyrir þessari frekju. 70 prósent þjóðarinnar andvíg Starfsemi sókvíaeldisfyrirtækjanna er meira minna öll í klessu. Þau hafa misst frá sér fisk í stórum stíl, látið gríðarlegt magn af eldislöxum drepast í sjókvíunum ár eftir ár af völdum laxalúsar og vetrarsára, þau hafa þurft að farga fiski vegna blóðþorrasykingar, sem er versti sjúkdómur sem getur komið upp í sjókvíaeldi og þau hafa farið í mál við sveitarfélög vegna þess að þau tíma ekki að borga hafnargjöld eftir verðskrá. Það er ekki erfitt að skilja af hverju um 70 prósent þjóðarinnar er andvíg þessari starfsemi. Hitt er skrítnara, af hverju enn um 10 prósent styðja þetta? Ef þetta frumvarp verður að lögum munu alþingismenn sem samþykkja það hafa reist sér minnisvarða til æviloka um þjónkun við sérhagsmuni fárra á kostnað almannahagsmuna og náttúru Íslands. Höfundur er félagi í Íslenska náttúruverndarsjóðnum.
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson Skoðun
Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir Skoðun