Tækifæri til atvinnuuppbyggingar í haftengdri starfsemi Kjartan Ólafsson skrifar 29. maí 2024 07:00 Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fiskeldi Sjávarútvegur Sjókvíaeldi Byggðamál Mest lesið Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar Skoðun Auðlind þjóðarinnar Eiríkur Björn Björgvinsson skrifar Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar Skoðun Leiðrétt veiðigjöld Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Táknmálstúlkun Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Tesluvandinn Alexandra Briem skrifar Skoðun Kjósum Silju Báru fyrir nemendur HÍ Sóllilja Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ég kýs öflugan rannsakanda og málsvara vísinda Engilbert Sigurðsson skrifar Skoðun Silja Karl og Magnús Bára eru rektorinn minn Pétur Henry Petersen skrifar Skoðun Metum lífið að verðleikum og stöðvum fordóma Þröstur Ólafsson skrifar Skoðun Tími kominn til aðgerða gegn Ísrael Ingólfur Gíslason skrifar Skoðun Tilkynna þegar vart er við dýr í neyð Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Deyið fyrir okkur í skiptum fyrir ekkert Gabríel Ingimarsson skrifar Skoðun Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í geðheilbrigðismálum? Kristófer Þorleifsson skrifar Skoðun Sjáðu Gaza Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Framtíðin felst í hugviti — hvers vegna gröfum við þá undan því? Arnar Halldórsson skrifar Skoðun Að vinna með fólki en ekki fyrir það Gísla Rafn Ólafsson,Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Tálmun þrífst í þögn nærsamfélagsins Sigríður Sólan Guðlaugsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl er okkar rektor Tinna Laufey Ásgeirsdóttir,Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Segja stjórnendur RÚV af sér vegna falsfréttanna? Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Barn síns tíma? Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Óþolandi ástand Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Merkið stendur þó maðurinn falli Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta og jöfnuður Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Menntastofnun eða spilavíti? Alma Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Keppnismaðurinn Magnús Karl Magnússon Bjarni Elvar Pjétursson skrifar Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson skrifar Skoðun Úkraína og stóra myndin í alþjóðasamskiptum Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Sjá meira
Hringborð hafs og eldis hefur það meginmarkmið að ræða þau fjölmörgu tækifæri til atvinnuuppbyggingar sem lúta að haftengdri starfsemi á Íslandi. Fiskeldi hefur vaxið fiskur um hrygg á Íslandi undanfarinn áratug og er þegar orðinn burðarás í þeim landshlutum sem það er stundað. Fjöldi verðmætra nýrra heilsársstarfa hefur orðið til á örfáum árum á svæðum sem áður voru skilgreindar sem „brothættar byggðir“. Útflutningsverðmæti eldisafurða er þegar komið í um 8,4% af vöruútflutningi fyrstu mánuði þessa árs. Ef svo fer sem horfir verður fiskeldi blómleg atvinnugrein á Íslandi hvort sem framleiðslan lýtur að laxi, bleikju, silungi, gullrafa, steinbít eða þorski svo ekki sé minnst á þang og þara. Aukning framleiðslu og tækniframfarir Nýlegar tölur sýna að framleiðsla í fiskeldi hefur aukist um meira en 200% á síðasta áratug, sem endurspeglar þann mikla vöxt sem greinin hefur upplifað. Á sama tíma hafa tækniframfarir í fóðri og eldiskerfum gert framleiðslu skilvirkari og sjálfbærari, sem stuðlar að meiri hagkvæmni og minni umhverfisáhrifum. Vettvangur fyrir stefnumótun Hringborð hafs og eldis er hugsað sem vettvangur fyrir framleiðendur og haghafa sem starfa á víðum grunni við bláu akrana við framleiðslu á verðmætum sjávarafurðum til að ræða þau fjölmörgu stefnumótunarmál sem greinina varða. Hvort sem horft er til sjókvíaeldis, eldis á landi eða í úthafinu þá er það ljóst að verkefnin fram undan eru ærin. Hvort sem horft er til frekari virðisauka við vinnslu afurða, markaðsaðgangs eða flutningsleiða, aðgangs að orku svo ekki sé nefnt samspili öflugs innlends fiskimjöls og lýsisiðnaðar við fóðurgerð til fiskeldis þá er ljóst að mikilvæg tækifæri til innviðauppbyggingar eru víða. Samstarf og sjálfbær nýting auðlinda Samstarf við stjórnvöld og aðra hagsmunaaðila er mikilvægt til að tryggja að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróað á komandi árum. Þetta felur í sér að innleiða alþjóðlega staðla og stuðla að sjálfbærri nýtingu auðlinda. Alþjóðleg markmið um aukið fiskeldi Samtals 158 þjóðir Sameinuðu þjóðanna undirrituðu nýlega yfirlýsingu COP28 þess efnis að auka þurfi fiskeldi til matvælaframleiðslu um 75% til að mæta aukinni matvælaþörf. Með fiskirækt á bláu ökrunum gefst tækifæri til að mæta þeirri þörf og samtímis létta iðnaðarálagi af landnæði. Mikilvægt er að skýr lagarammi og ferlar varðandi skipulag og nýtingu verði þróaðir á komandi árum. Málþing um stöðu og framtíð lagareldis Samtal um stöðu og framtíð lagareldis er mikilvægt þar sem atvinnugreinin hefur áhrif á umhverfi og samfélög því stendur Hringborð hafs og eldis í samstarfi við Arion banka fyrir málþingi 4. júní næstkomandi til að ræða þau mál. Peter Thomson sérlegur erindreki aðalritara Sameinuðu Þjóðanna fyrir málefni hafsins verður aðalfyrirlesari á málþinginu en auk hans taka sérfræðingar á sviði sjávarlíffræði og lagareldis þátt. Markmiðið er að ræða áskoranir og tækifæri tengd frekari þróun greinarinnar. Aukin eftirspurn eftir próteini á heimsvísu fela í sér tækifæri fyrir frekari vöxt hérlendis en ljóst er að hann þarf að vera sjálfbær og haldast í hendur við heilbrigt vistkerfi hafsins þar sem líffræðilegri fjölbreytni er viðhaldið. Höfundur er formaður Hringborðs Hafs og eldis.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Skoðun Matvælafræði - undirstaða verðmætasköpunar í íslensku atvinnulífi Axel Sigurðsson skrifar
Skoðun Samfélagslegur frumkvöðlakraftur Styrktarfélags lamaðra og fatlaðra Bergljót Borg skrifar
Skoðun Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þegar tækifæri glatast: Mikilvægi táknmálstúlka fyrir samfélagið Heiðdís Dögg Eiríksdóttir skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun