Segir franska hermenn í Úkraínu lögmæt skotmörk Rússa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 5. júní 2024 06:38 Lavrov er á ferð um Afríku og sést hér með Morissanda Kouyate, utanríkisráðherra Gíneu. AP/Utanríkisráðuneyti Rússa Sergei Lavrov, utanríkisráðherra Rússlands, segir franska hermenn sem kunna að ferðast til Úkraínu til að þjálfa Úkraínumenn í hernaði „lögmæt skotmörk“ Rússa. Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi með Jean Claude Gakosso, utanríkisráðherra Vestur-Kongó, en Lavrov er nú í opinberri heimsókn í Afríku. Úkraínumenn greindu frá því í síðustu viku að greitt hefði verið fyrir því að franskir hermenn gætu komið til Úkraínu í þeim tilgangi að þjálfa úkraínska hermenn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hins vegar aðspurður um staðhæfingarnar ekki vilja tjá sig um eitthvað sem gæti mögulega gerst. Hann myndi tjá sig um málið þegar þess yrði minnst síðar í þessari viku að 80 ár væru liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Lavrov sagðist telja að Frakkar væru þegar komnir til Úkraínu en óháð stöðu þeirra þá væru allir embættismenn hersveita og allir málaliðar lögmæt skotmörk Rússa. Undir þetta tók Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, en hann sagði að þeir sem tækju þátt í þjálfun úkraínskra hermanna nytu engrar friðhelgi og þá gilti einu þótt þeir væru Frakkar. Á blaðamannafundinum talaði Lavrov einnig niður friðarráðstefnu sem Úkraínumenn hafa boðað til í Sviss síðar í þessum mánuði. Rússum var ekki boðið að taka þátt og sagði Lavrov ráðstefnuna merkingarlausa. Aðeins væri um að ræða tilraunir til að varðveita bandalag sem væri að liðast sundur. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Hernaður Vestur-Kongó Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira
Þetta sagði ráðherrann á blaðamannafundi með Jean Claude Gakosso, utanríkisráðherra Vestur-Kongó, en Lavrov er nú í opinberri heimsókn í Afríku. Úkraínumenn greindu frá því í síðustu viku að greitt hefði verið fyrir því að franskir hermenn gætu komið til Úkraínu í þeim tilgangi að þjálfa úkraínska hermenn. Emmanuel Macron Frakklandsforseti sagðist hins vegar aðspurður um staðhæfingarnar ekki vilja tjá sig um eitthvað sem gæti mögulega gerst. Hann myndi tjá sig um málið þegar þess yrði minnst síðar í þessari viku að 80 ár væru liðin frá innrás bandamanna í Normandí. Lavrov sagðist telja að Frakkar væru þegar komnir til Úkraínu en óháð stöðu þeirra þá væru allir embættismenn hersveita og allir málaliðar lögmæt skotmörk Rússa. Undir þetta tók Dmitry Peskov, talsmaður stjórnvalda í Moskvu, en hann sagði að þeir sem tækju þátt í þjálfun úkraínskra hermanna nytu engrar friðhelgi og þá gilti einu þótt þeir væru Frakkar. Á blaðamannafundinum talaði Lavrov einnig niður friðarráðstefnu sem Úkraínumenn hafa boðað til í Sviss síðar í þessum mánuði. Rússum var ekki boðið að taka þátt og sagði Lavrov ráðstefnuna merkingarlausa. Aðeins væri um að ræða tilraunir til að varðveita bandalag sem væri að liðast sundur.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Úkraína Frakkland Hernaður Vestur-Kongó Mest lesið Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Innlent Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Innlent Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Innlent Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Innlent Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Innlent Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Innlent Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Innlent Svona skipta oddvitarnir stólunum Innlent Verkföll hafin í sex skólum Innlent Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Innlent Fleiri fréttir Nýr borgarstjóri studdi tillögu sáttasemjara Fyrrverandi þingmenn fá ekki sendiherrastöður „Óhjákvæmilega mikil sorg og vanlíðan“ þegar svona mál komi upp Svona skipta oddvitarnir stólunum Voru búin að segja að þeim hugnaðist ekki tillaga Ástráðs Stefán útvarpsstjóri vandar Mogganum ekki kveðjurnar Henti byssunni upp á þak um hábjartan dag „Þetta eru mikil vonbrigði fyrir okkur“ Skilur vel reiðina sem blossi upp Aftökur á stríðsföngum sagðar kerfisbundnar Útganga kennara kom formanninum í opna skjöldu Gátu ekki lent í þoku í Osló því flugmenn eru enn í þjálfun á Airbus Svona var blaðamannafundur nýs meirihluta í Reykjavík Óljóst með skólahald eftir helgi Þjóðverjar ganga til kosninga um helgina Trans fólk veigri sér við ferðalögum til Bandaríkjanna Nýr meirihluti muni ekki vaða í stærri deilumál Ósáttir kennarar yfirgefa skólana Jöklar jarðar rýrna mun hraðar en áður vegna aukinnar hlýnunar Niðurstöðu beðið í Karphúsinu Sveitarfélögin höfnuðu tillögunni á elleftu stundu Farnir að safna matvælum vegna fyrirhugaðra tollahækkana Algengt að rútubílstjórar keyri á túninu Búrfellslundur verður Vaðölduver Uggur í fólki og Hinsegin kórinn hættur við að taka þátt í World Pride í Washington Ætlar að tjalda í Kópavogi þangað til meirihlutinn springur Alríkisdómari neitar að stöðva fjöldauppsagnir Afhentu óþekkt lík í stað Shiri Bibas Zúistabræður telja sig ekki hafa fengið sanngjarna meðferð Verkföll hafin í sex skólum Sjá meira