ChatGPT og endurbætt Siri væntanlegar nýjungar Apple Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar 10. júní 2024 23:51 Cook sagði tæki frá framleiðendanum munu ná nýjum hæðum með breytingunum. EPA Tæknirisinn Apple hefur kynnt til leiks nýja gervigreindartækni sem verður aðgengileg í tækjum framleiðandans, að nafni Apple Intelligence. Tæknin felur meðal annars í sér talsverða yfirhalningu á talgervlinum Siri og greiðan aðgang notenda að gervigreindartækninni ChatGPT. Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið. Apple Gervigreind Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira
Tim Cook framkvæmdastjóri Apple kynnti breytingarnar á ráðstefnu fyrirtækisins í dag. Í breytingunum felst samstarf Apple við gervigreindarrisann OpenAI, en í því felst greiður aðgangur iPhone- og Mac-notenda að ChatGPT. Cook hét því að með Apple Intelligence fái talandi aðstoðarkonan Siri, sem flestum er orðin kunnug, yfirhalningu og henni gæddir enn fleiri eiginleikar en hún hefur nú þegar. Hún komi til að mynda til með að geta svarað skilaboðum og tölvupósti, auk þess sem hún á að geta skrifað tölvupóst fyrir notendur og breytt tóninum í röddinni sinni í samræmi við aðstæður. Fram kom á kynningunni að með þessari nýju gervigreindartækni Apple gefist notendum færi á að stýra tækjum sínum með einfaldari hætti. Innan tíðar verði notendum boðið að uppfæra stýrikerfið í Apple-vörunum sínum og uppfærslan feli í sér innleiðingu Apple Intelligence tækninnar. Stefnt er á að prufukeyra stýrikerfið í haust. Elon Musk eigandi Tesla og X, áður Twitter, gagnrýndi innleiðinguna á miðlinum sínum. Hann hótaði meðal annars að banna notkun iPhone-síma hjá fyrirtækjum sínum vegna gagnaöryggis. „Apple veit ekkert hvað er í gangi þegar þeir gefa OpenAI öll þín gögn,“ sagði hann á X. „Þau eru að svíkja ykkur.“ Reuters fjallaði ítarlega um málið.
Apple Gervigreind Mest lesið Ósáttur við aukna gjaldtöku við flugvöllinn fyrir leigubílstjóra Neytendur Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Viðskipti innlent Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Viðskipti erlent Spotify liggur niðri Neytendur Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Plastkubbahús sem eru íslensk hönnun og framleiðsla Samstarf Hækka verð á PS5 í Evrópu vegna „krefjandi“ umhverfis Neytendur Boða alvöru breytingar í jafnréttismálum efnahags- og atvinnulífs Atvinnulíf Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Viðskipti innlent Fleiri fréttir Tímamótasamkomulag um að draga úr losun skipaflotans Hlutabréfaverð í Asíu hækkar Trump hafi „ekki hugmynd“ um hvað hann sé að gera Færri fara til Bandaríkjanna en fækkunin hvað mest frá Íslandi Kínverjar svara fyrir sig og hækka enn tolla á bandarískar vörur Órói á mörkuðum heldur áfram og gullverð aldrei hærra Hækkar tolla á Kína aftur í 145 prósent Prada kaupir Versace á 183 milljarða króna Evrópusambandið frestar tollahækkunum Kauphallir rétta úr kútnum Hækkar tolla á Kína og samþykkir níutíu daga „hlé“ fyrir tugi ríkja Trump boðar „stórfellda“ tolla á lyf en Róbert hefur ekki áhyggjur Trump-tollar tóku gildi í nótt Bjartara yfir við opnun markaða Gefur reikniformúlu tollgjaldanna falleinkunn Leggja til 25 prósent tolla á valdar bandarískar vörur Trump hótar Kínverjum 50 prósenta viðbótartolli Áfram lækkanir við opnun markaða í Evrópu Enn meiri lækkanir í Asíu við opnun markaða Jaguar Land Rover stöðvar sendingar vegna tollahækkana Leiðtogar ESB íhuga háa sekt á X og Musk Verðfall á Wall Street Talaði gegn eigin ráðgjöfum um tollana Lækkanir í Asíu halda áfram Bezos sagður hafa boðið í Tiktok Vaktin: Tollar Trump valda usla Tæknirisarnir sjö fengu skell þegar markaðir opnuðu Ísland ekki á spjaldi Trumps en fær samt tíu prósenta toll Trump boðar „frelsun“ Bandaríkjanna Íhuga hærri tolla á alla Sjá meira