Lætur mál gegn OpenAI niður falla Rafn Ágúst Ragnarsson skrifar 12. júní 2024 11:14 Musk getur þó tekið málið upp að nýju óski hann þess. AP/Jordan Strauss Auðjöfurinn Elon Musk hefur óvænt beðið dómstól í Kaliforníuríki um að draga kæru sína gegn tæknifyrirtækinu OpenAI til baka. Hann sakaði fyrirtækið og Sam Altman, forstjóra þess, um að hafa gengið á bak orða sinna hvað varðar stofnsamning fyrirtækisins. Musk gaf enga ástæðu upp fyrir ákvörðun sinni en málið var höfðað í febrúarmánuði á þessu ári. Hann stefndi OpenAI fyrir að hafa gerst brotlegt á gildum sínum. OpenAI hafi verið stofnað til að vera til umbóta mannkyns frekar en að setja gróða í forgang. Musk stofnaði sitt eigið gervigreindarfyrirtæki í júlí á síðasta ári sem hann sagði stefna að því að „skilja raunveruleikann.“ Hann hefur gagnrýnt samstarf OpenAI við Apple. Hann kom sjálfur að stofnun OpenAI, sem er þekktast fyrir að hafa framleitt ChatGPT gervigreindina, en yfirgaf það þó á endanum til að stofna sitt eigið fyrirtæki. Hann hefur lengi átt í erjum við Sam Altman, annars stofnanda OpenAI og forstjóra. Meðal krafa Musk í stefnu hans var að dómstólar meinaði fólki og fyrirtækjum, eins og Microsoft, sem hefur fjárfest fyrir milljarða dala í OpenAI, að hagnast á tækninni sem fyrirtækið hefur þróað. Þó Musk hafi látið málið niður falla getur hann tekið það upp að nýju óski hann eftir því. Gervigreind Bandaríkin Tækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira
Musk gaf enga ástæðu upp fyrir ákvörðun sinni en málið var höfðað í febrúarmánuði á þessu ári. Hann stefndi OpenAI fyrir að hafa gerst brotlegt á gildum sínum. OpenAI hafi verið stofnað til að vera til umbóta mannkyns frekar en að setja gróða í forgang. Musk stofnaði sitt eigið gervigreindarfyrirtæki í júlí á síðasta ári sem hann sagði stefna að því að „skilja raunveruleikann.“ Hann hefur gagnrýnt samstarf OpenAI við Apple. Hann kom sjálfur að stofnun OpenAI, sem er þekktast fyrir að hafa framleitt ChatGPT gervigreindina, en yfirgaf það þó á endanum til að stofna sitt eigið fyrirtæki. Hann hefur lengi átt í erjum við Sam Altman, annars stofnanda OpenAI og forstjóra. Meðal krafa Musk í stefnu hans var að dómstólar meinaði fólki og fyrirtækjum, eins og Microsoft, sem hefur fjárfest fyrir milljarða dala í OpenAI, að hagnast á tækninni sem fyrirtækið hefur þróað. Þó Musk hafi látið málið niður falla getur hann tekið það upp að nýju óski hann eftir því.
Gervigreind Bandaríkin Tækni Mest lesið „Hápunktur morgunsins er síðan rómantíski kaffibíltúrinn“ Atvinnulíf Uppsagnir hjá þjónustumiðstöð Íslenskrar erfðagreiningar Viðskipti innlent „Stelpupabbarnir eru ósjálfrátt betur á verði“ Atvinnulíf Áhrif kosninga á starfsfólk og vinnustaði í næstu viku Atvinnulíf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Viðskipti erlent Ólöf til liðs við Athygli Viðskipti innlent Hafa samið við Fossvélar um framkvæmdir vegna Hvammsvirkjunar Viðskipti innlent Herkastalinn hans Quangs Lé er til sölu Viðskipti innlent „Við megum ekki gleyma að lifa og njóta sko“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ungum Áströlum bannað að nota samfélagsmiðla Vona að Musk takmarki tolla Trumps Vilja þvinga Google til að selja Chrome Sósustormur í Bretlandi rakinn til verkfalls hjá Bakkavör Ætla að binda enda á skattaívilnun fyrir rafmagnsbíla Mega ekki lengur skreyta sig með konunglegum fjöðrum Fá ekki að skrá svívirðingar um Rússa sem vörumerki Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sjá meira