Starfsfólkið í fyrsta sæti og börnin í öðru Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 1. júlí 2024 21:01 Börnin á Sólborg tóku vel á móti fréttastofunni og sungu nokkur lög, sem sjá má í innslaginu hér í fréttinni. Margrét Gígja, leikskólastjóri er til hægri. Vísir/Sigurjón Leikskólinn Sólborg í Reykjavík, sem um þessar mundir fagnar 30 ára afmæli, er eini leikskóli landsins sem hefur sérhæft sig í kennslu heyrnalausra og heyrnarskertra barna. Á leikskólanum eru töluð tvö tungumál, íslenska og íslenskt táknmál. „Hér líður döff börnum og döff starfsfólki vel, því það tala allir táknmál,“ segir Margrét Gígja Þórðardóttir, leikskólastjóri. Þetta er svona annar heimur fyrir þau hér. Svo fara þau út fyrir heiminn og bara..púff. Sólborg er ákaflega eftirsóttur vinnustaður en einnig sá leikskóli í Reykjavík þar sem flest fagmenntað starfsfólk starfar. „Ég hef alltaf sagt það að setja starfsfólkið í fyrsta sæti, börnin í annað sæti og foreldrana í þriðja sæti. Ef starfsfólkið er í fyrsta sæti þá fer það beint í börnin.“ Gott að vera döff fyrirmynd Á Sólborg eru um 80 börn og þar af að jafnaði um tuttugu með umtalsverðar sérþarfir. Margrét segir börnin læra mikið hvort af öðru. „Það er gaman að sjá hvað heyrandi börnin eru ótrúlega flink í íslenska táknmálinu. Maður fær stundum foreldra sem segja „ég skil ekki alveg hvað barnið mitt er að segja, hvað það er að biðja um.“ Þá er það kannski bara að biðja um mjólk.“ Hanna Kristín, Andri og Arne, starfsfólk á Sólborg. Vísir/Sigurjón Fréttastofa ræddi við þrjá starfmenn, Arne sem hefur unnið á Sólborg í rúm níu ár, Hönnu Kristínu sem er nýbyrjuð og Andra sem var sjálfur á leikskólanum sem barn. Þau eru öll sammála um að starfið sé gefandi og skemmtilegt. „Það er líka gott að vera döff fyrirmynd fyrir börnin hér,“ segir Hanna Kristín. Leikskólinn hélt nýverið upp á þrjátíu ára afmæli.Vísir/Sigurjón Þá var einnig rætt við börnin sem voru mörg sammála um að það skemmtilegasta sem þau gerðu á leikskólanum væri að róla. Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira
Á leikskólanum eru töluð tvö tungumál, íslenska og íslenskt táknmál. „Hér líður döff börnum og döff starfsfólki vel, því það tala allir táknmál,“ segir Margrét Gígja Þórðardóttir, leikskólastjóri. Þetta er svona annar heimur fyrir þau hér. Svo fara þau út fyrir heiminn og bara..púff. Sólborg er ákaflega eftirsóttur vinnustaður en einnig sá leikskóli í Reykjavík þar sem flest fagmenntað starfsfólk starfar. „Ég hef alltaf sagt það að setja starfsfólkið í fyrsta sæti, börnin í annað sæti og foreldrana í þriðja sæti. Ef starfsfólkið er í fyrsta sæti þá fer það beint í börnin.“ Gott að vera döff fyrirmynd Á Sólborg eru um 80 börn og þar af að jafnaði um tuttugu með umtalsverðar sérþarfir. Margrét segir börnin læra mikið hvort af öðru. „Það er gaman að sjá hvað heyrandi börnin eru ótrúlega flink í íslenska táknmálinu. Maður fær stundum foreldra sem segja „ég skil ekki alveg hvað barnið mitt er að segja, hvað það er að biðja um.“ Þá er það kannski bara að biðja um mjólk.“ Hanna Kristín, Andri og Arne, starfsfólk á Sólborg. Vísir/Sigurjón Fréttastofa ræddi við þrjá starfmenn, Arne sem hefur unnið á Sólborg í rúm níu ár, Hönnu Kristínu sem er nýbyrjuð og Andra sem var sjálfur á leikskólanum sem barn. Þau eru öll sammála um að starfið sé gefandi og skemmtilegt. „Það er líka gott að vera döff fyrirmynd fyrir börnin hér,“ segir Hanna Kristín. Leikskólinn hélt nýverið upp á þrjátíu ára afmæli.Vísir/Sigurjón Þá var einnig rætt við börnin sem voru mörg sammála um að það skemmtilegasta sem þau gerðu á leikskólanum væri að róla.
Börn og uppeldi Leikskólar Mest lesið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Draumurinn rættist að syngja með Bubba Tónlist Bezos bolar Broccoli burt frá Bond Bíó og sjónvarp Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Laufey ein af konum ársins hjá Time Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Fleiri fréttir Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Sjá meira