Það er verið að grafa dýpri fátæktargjá Rúnar Sigurjónsson skrifar 3. júlí 2024 09:31 Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Flokkur fólksins Ríkisstjórn Bjarna Benediktssonar Félagsmál Skóla- og menntamál Börn og uppeldi Efnahagsmál Mest lesið Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Ljúkum því sem hafið er - ný bálstofa í Gufunesi Ingvar Stefánsson skrifar Skoðun Raddir fanga Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Kann Jón Steindór ekki að reikna? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Lífið sem var – á Gaza Israa Saed,Katrín Harðardóttir skrifar Skoðun Vöxtur inn á við og blönduð borgarbyggð er málið Ásdís Hlökk Theodórsdóttir skrifar Skoðun Tilskipanafyllerí Trumps Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Öfgar á Íslandi Ágúst Ólafur Ágústsson skrifar Skoðun Borg þarf breidd, land þarf lausnir Ásta Björg Björgvinsdóttir skrifar Skoðun Framtíð safna í síbreytilegum samfélögum Dagrún Ósk Jónsdóttir skrifar Skoðun Rjúfum þögnina og tölum um dauðann Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Verndum vörumerki í tónlist Eiríkur Sigurðsson skrifar Skoðun Hann valdi sér nafnið Leó Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Misskilin sjálfsmynd Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar Skoðun Hvenær er nóg nóg? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Byggðalína eða Borgarlína Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Sjá meira
Á embættistíma núverandi barnamálaráðherra hefur barnafátækt á Íslandi aukist verulega. Á sama tíma hefur hlutfall barna sem útskrifast úr 10. bekk með lélegan lesskilning eða ólæsi hækkað úr 22% í um 50% frá árinu 2016. Þessi börn standa frammi fyrir ógnvekjandi veruleika þar sem tækifæri þeirra til að blómstra eru skert af kerfisbundinni mismunun. Ég hef kynnst því hvað fátækt er og þekki því þær hömlur, takmarkanir og þann skort sem fylgir því að afkoma fólks dugar ekki fyrir mannsæmandi kjörum og samfélagsþáttöku. Fáttækt er samfélagsmein sem brýtur niður fólk og veldur því mikilli og langvarandi vanlíðan, jafnvel þó svo að fólk sem upplifað hefur fátækt nái sér úr henni að þá hefur hún markað varanleg áhrif á lífsgæði fólks um aldur og ævi. En börnin eru ekki einu fórnarlömb þessarar ríkisstjórnar. Samkvæmt rannsókn Vörðu, rannsóknastofnunar vinnumarkaðarins, eru kjör 88% lífeyrisþega sambærileg eða lakari en fyrir ári. Yfir helmingur öryrkja á Íslandi horfa upp á kjör sín rýrna ár eftir ár. Kjaragliðnun hjá fátækum eldri borgurum heldur áfram að aukast. Það er sívaxandi gjá á milli þeirra sem hafa og þeirra sem ekki hafa. Þúsundir Íslendinga fá aldrei að njóta þess hversu ríkt og frábært land við eigum. Við stöndum á krossgötum. Annað hvort tökum við af skarið og leiðréttum þessa djúpstæðu mismunum eða við horfumst í augu við samfélag þar sem tækifæri fárra eru keypt með þjáningu margra. Ísland á að vera land tækifæra fyrir alla, ekki aðeins útvalda hópa. Tími er kominn til að taka af skarið og tryggja réttlæti og jöfnuð fyrir hvern einasta þegn þessa lands, óháð aldri, efnahag eða búsetu. Annars blasir við okkur framtíð full af vonleysi, reiði og sundrung. Við þurfum nýja nálgun. Við þurfum að hækka skattleysismörkin hjá fátæku fólki, endurhugsa almannatryggingakerfið, afnema kjaragliðnun, auka stuðning við einstæða foreldra og byggja upp kerfi þar sem ekkert barn þarf að líða skort. Við þurfum að uppræta fátækt. Fólkið fyrst og svo allt hitt. Höfundur er varaþingmaður Flokks fólksins.
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Skoðun Virðisaukaskattur í ferðaþjónustu: Skattfríðindi eða röng túlkun? Eðli virðisaukaskatts, alþjóðlegt samhengi og hlutverk ferðaþjónustunnar sem gjaldeyrisskapandi útflutningsgreinar Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Fátækt á Íslandi: Áskoranir, viðkvæmir hópar og leiðir til úrbóta Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar