Fjölskyldan í öndvegi í Ölfusi Elliði Vignisson skrifar 8. júlí 2024 11:01 Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elliði Vignisson Ölfus Börn og uppeldi Leikskólar Skóla- og menntamál Mest lesið Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun Fúli kallinn á stallinum Hermann Stefánsson Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir Skoðun Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson Skoðun Skoðun Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Lýðræðið deyr í myrkrinu Heiðar Örn Sigurfinnsson skrifar Skoðun Færni til framtíðar Álfheiður Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Ofbeldi Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Lestu Gaza Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir skrifar Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar Skoðun 10 ár og bull í lokin Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Opið bréf til atvinnuvegaráðherra: 48 daga, nei takk Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Á nú að opinbera það að ég veit í rauninni ekki neitt? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Háskóli Höfuðborgarinnar, ekki Íslands Arent Orri Claessen,Gunnar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hrynur sjávarútvegur? Stefán Ólafsson skrifar Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Bætt skipulag fyrir stúdenta Aðalsteinn Haukur Sverrisson ,Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Staðan á húsnæðismarkaði: Offramboð af röngu meðaltali Egill Lúðvíksson skrifar Skoðun Þingmönnum ber að verja stjórnarskrána, ekki misvirða hana Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Söguþráðurinn raknar Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar Skoðun Sjúklingum er mismunað – Eftir hverju eru þau að bíða? Vilborg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Erum við betri en ungmenni í að skilja þeirra eigin veruleika? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Samfélagsþjónusta á röngum forsendum Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Öryggi á Íslandi í breyttri heimsmynd Sigríður Björk Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Stækkum Skógarlund! Elsa María Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvað eru strandveiðar? Gísli Gunnar Marteinsson skrifar Skoðun Veiðileyfagjaldið til þjóðarinnar - loksins Bolli Héðinsson skrifar Skoðun Blikur á lofti í starfsemi Söngskóla Sigurðar Demetz Hallveig Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar Sjá meira
Börnin eru grunnur samfélagsins og á okkur öllum hvílir sú skylda að vernda þau og styðja. Á tímum mikillar íbúafjölgunar skiptir það sköpum að setja þarfir barna í forgrunn. Það fylgja því vissulega margar áskoranir þegar íbúum fjölgar um 6% til 9% á ári eins og nú er og mikilvægt að allir innviðir byggist upp í takt við íbúaþróun. Við í Ölfusi leggjum áherslu á að umgjörð utan um barnafjölskyldur sé til fyrirmyndar og farsæl. Við erum að stíga farsældarskrefin og leggjum áherslu á að fjölskyldufólki líði vel. Heimgreiðslur Íbúum í Sveitarfélaginu Ölfus er boðið uppá foreldragreiðslur/heimgreiðslur sem er ætlað að auka frelsi foreldra þegar kemur að umönnun barna eftir fæðingarorlofi sleppir. Með heimgreiðslum gefst foreldrum aukið færi á að vera lengur heima með barni sínu. Foreldrum er heimilt að nýta sér heimgreiðslur allan þann tíma sem þeir kjósa að hafa börnin sín heima. Í ár eru hámarksgreiðsla kr 100.000 fyrir hvert barn. Dagforeldrar Þjónusta dagforeldra í Ölfusi er verulega styrkt. Þannig er reynt að stuðla að því að framlag vegna dvalar barna hjá dagforeldrum sem með þeim hætti að foreldrar greiði svipað gjald til dagforeldra og leikskólagjaldið er. Að auki fá dagforeldrar fjölþættan stuðning við að hefja rekstur. Má þar nefna 300.000 króna stofnstyrk, aðstoð við að setja upp öryggishnappa, aðstoð við að finna heppilegt húsnæði og fl. Leikskólaþjónusta í dreifbýlinu Sveitarfélagið Ölfus á eignarhluta í leikskólunum Óskaland og Undraland í Hveragerði og tekur þannig fullan þátt í rekstri þeirra. Á þann veg hefur verið byggð upp myndarleg þjónusta við börn í dreifbýlinu og barnafjölskyldur. Verið er að stækka leikskólann Óskaland sem mun enn auka þjónustu við börn í dreifbýlinu. Engir biðlistar í Þorlákshöfn Í Ölfusi eru góðir skólar og fyrirmyndar íþróttastarf sem myndar umgjörð utan um fjölskylduna. Leikskólinn Bergheimar hefur verið að taka inn í skólann börn frá 18 mánaða aldri. Nýr og glæsilegur kjarni opnaði við leikskólann í byrjun mars og eru börn í leikskólanum nú um 135. Í dag eru ekki biðlistar eftir leikskólaplássi í Þorlákshöfn. Verið að byggja nýjan leikskóla Þrátt fyrir góða stöðu í leikskólamálum er ljóst að starfsemin er að verða komin að þolmörkum hvað varðar rými enda fjölgar börnum hratt, sem öðrum íbúum. Til að tryggja áfram góða stöðu til framtíðar er nú verið að byggja nýjan glæsilegan leikskóla í Vesturbyggð í Þorlákshöfn sem mun hefja þjónustu við börn haustið 2025a. Áætlað er að með tilkomu hins nýja leikskóla verði allt að 80 ný leikskólarými í Þorlákshöfn. Þótt að í dag sé ekki biðlisti eftir plássum er mikilvægt að líta fram á veginn. Þannig er hinum nýja leikskóla ekki hvað síst ætlað að mæta þörfum vegna vaxandi byggðar og aukinnar þjónustu. Frístundastyrkir Sveitarfélagið Ölfus hefur það sem eitt af meginmarkmiðum sýnum að tryggja börnum og ungmennum á aldrinum 0 – 18 ára aðgengi að uppbyggilegu frístundastarfi. Það er bæði gert með því að hafa fjölbreytt úrval af íþróttum og hvers konar tómstundastarfi og með því að auðvelda forráðamönnum að standa straum af þeim kostnaði sem hlýst af þátttökunni. Í ár nemur þessi styrkur 52.000 krónum. Öflugt teymi sérfræðinga Skóla og velferðarþjónusta Ölfuss sinnir margþættum verkefnum með það að leiðarljósi að mæta fjölbreyttum þörfum barna, forsjáraðila og starfsfólks skóla og frístundar. Áhersla er lögð á þverfaglegt og gott samstarf bæði við börn og forsjáraðila auk þeirra fagaðila sem koma að þjónustunni. Á sviðinu starfar teymi sérhæfðra aðila svo sem félagsráðgjafar, talmeinafræðingar, sálfræðingar, sérkennarar og fl. Þetta teymi leggur áherslu á að veita öfluga, samþætta og þverfaglega þjónustu til að tryggja farsæld allra barna og hamingju íbúa í Sveitarfélaginu Ölfusi. Höfundur er bæjarstjóri í Ölfusi.
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar
Skoðun Ný fjármálaáætlun - tækifæri til að efna loforðin um bætt geðheilbrigði Sandra B. Franks skrifar
Skoðun Iftar, agape og Eid: Kristnir og múslimar við sama borð Hilal Kücükakin Kizilkaya,Sigurvin Lárus Jónsson skrifar
Skoðun Frá sögulegum minjum til sviðsettrar upplifunar: Um sanngildi og Disneyvæðingu Sólheimasands Guðmundur Björnsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti að verja okkur ef við endurgjöldum ekki greiðann? Sigurður Loftur Thorlacius skrifar
Skoðun Réttlátari og skilvirkari úrlausnir fyrir réttarvörslukerfið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Áskoranir og tækifæri alþjóðaviðskipta á óvissutímum Hildur Árnadóttir,Pétur Þ. Óskarsson skrifar
Það tók 94 daga að gera það sem beðið hefur verið eftir í rúmlega 40 ár Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Opið bréf til borgarstjórnar: Foreldrar kalla eftir ákvörðun á fimmtudaginn! Foreldrar barna í leikskólanum Öskju og Barnaskólanum í Reykjavík Skoðun