Taylor Swift talin valda verðbólgu í Bretlandi Jón Ísak Ragnarsson skrifar 17. júlí 2024 15:44 Taylor Swift á tónleikum í Mílanó um helgina. AP/Claudio Furlan Verðbólga í Bretlandi mældist 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og var örlítið meiri en búist var við. Gífurlegar verðhækkanir á hótelgistingu voru helsta orsökin, en mikil tengsl virðast hafa verið milli þeirra og tónleikaferðalags Taylor Swift um landið. Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns. Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira
Viðskiptablaðið greindi frá þessu og byggði á frétt New York Times. Verðbólgan mældist ennþá 2 prósent á ársgrundvelli í júní, og helst því enn í verðbólgumarkmiði breska seðlabankans. Ódýr fatnaður í sumarútsölum dró verðbólguna niður, og einnig hægðist á verðhækkunum á matvælum. Gífurlegt stökk í verði hótelherbergja hífði hana upp á móti. Minni líkur á vaxtalækkun í ágúst Áður en skýrsla júnímánaðar lá fyrir töldu markaðir að um 50 prósent líkur væru á vaxtalækkun í ágúst, en nú eru líkurnar 35 prósent. Er þetta vegna þess að verðbólgan mældist meiri en þeir bjuggust við. Búist var við því að kjarnaverðbólga, sem telur m.a. mat og rafmagn, myndi minnka, en hún hélst í 3,5 prósentum. Verðbólga í þjónustugeiranum hélst í 5,7 prósentum, en búist var við talsverðri hjöðnun þar. Launakostnaður spilar þar stórt hlutverk. Miklar verðhækkanir á hótelgistingu urðu á sama tíma og Taylor Swift fór í tónleikaferðalag um Bretland og hélt þar tíu tónleika. Efnahagsleg umsvif tónleikaferðalagsins voru svo mikil að þau eru talin hafa haft áhrif á verðbólgutölur Bretlands. Taylor Swift er einn vinsælasti tónlistarmaður heims, ef ekki sá allra vinsælasti. Aðdáendahópur hennar kallar sig „Swifties“AP/Ennio Leanza Fimm tónleikar á Wembley „Það er erfitt að fá skýra mynd af því, en það er klárlega mjög líklegt að einhver Taylor Swift áhrif séu hér að verki, og það gæti dregið úr þeim í næsta mánuði,“ sagði Sanjay Raja, aðalhagfræðingur Deutsche bank í Englandi. Hagfræðingar hjá TD Securities sögðu að tónleikaferðalagið hefði sennilega þrýst verðbólgunni aðeins upp, af því að miðarnir væru svo dýrir. Erfiðara væri að fullyrða um það hvort ferðalagið hefði haft áhrif á verðhækkanir í hótelgeiranum. Taylor Swift snýr aftur til Bretlands í ágúst, þar sem hún heldur meðal annars fimm tónleika á Wembley leikvanginum, sem tekur um 90 þúsund manns.
Bretland Verðlag Efnahagsmál Hollywood Mest lesið Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Viðskipti innlent Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Viðskipti innlent Sækja á sjötta milljarð króna Viðskipti innlent Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Viðskipti innlent „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Viðskipti innlent Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Viðskipti innlent Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Viðskipti innlent Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Viðskipti innlent Macland gjaldþrota: „Bruninn fór með þetta“ Viðskipti innlent Fyrirsæta, frumkvöðull, fjárfestir: „Ég held ég sé ekki enn farin á gelgjuna!“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Facebook hættu að beina auglýsingum að konu eftir að hún lögsótti Meta Boeing fær að smíða orrustuþotur framtíðarinnar Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Northvolt í þrot Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Óvænt verkföll á flugvöllum í Þýskalandi hafa víðtæk áhrif Markaðir bregðast illa við tollahækkunum Trump Skype heyrir brátt sögunni til Setur háa tolla á Evrópu Ása Steinars vann sigur gegn bandarísku markaðsfyrirtæki Erlend gagnaver sögð skila litlu í þjóðarbúið Bobbingastaður í bobba Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Sjá meira