Rúnar: Höfum engu gleymt Árni Jóhannsson skrifar 28. júlí 2024 21:47 Rúnar Kristinsson á hliðarlínunni fyrr í sumar, í sólinni á Hlíðarenda Vísir/Anton Rúnar Kristinsson þjálfari Fram var að vonum mjög ánægður með sigur sinna manna á Val á heimavelli í kvöld. Leikurinn endaði með stórsigri heimamanna 4-1 og náðu Framarar að minnka muninn á liðin í efri hlutanum með sigrinum í kvöld. Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“ Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
Rúnar var fyrst og fremst boðinn velkominn til baka úr 17 daga fríi frá fótboltaleikjum og því fleygt fram að Framarar kynnu enn að spila fótbolta þrátt fyrir langt frí. „Já við höfum engu gleymt miðað við frammistöðuna í kvöld en mönnum hefur hlakkað til að spila aftur en við vissum ekki hvernig þetta myndi fara. Strákarnir voru ofboðslega ferskir þó það hafi hægt aðeins á í seinni hálfleik, við vissum að Valsmenn myndu koma til baka með vindinn í bakið í seinni hálfleik. Við börðumst og lögðum allt í sölurnar til að að halda markinu hreinu í seinni hálfleik og Ólafur Íshólm var frábær fyrir aftan frábæra vörn. Kyle og Þorri skölluðu allt frá og allir börðust eins og ljón og þegar Valsmenn ná ekki að minnka muninn þá opnast möguleikar á skyndisóknum sem við nýttum afskaplega vel. Við náðum í mark sem létti aðeins pressuna á okkur því vissum að Valsmenn, með þetta frábæra lið sitt, myndu skapa færi og gætu skorað mörk.“ Rúnar var spurður að því hvort það væri eitthvað sérstakt umfram það sem hann nefndi að ofan sem honum fannst skapa sigurinn. „Frábær byrjun líklega. Við byrjuðum með vindinn í bakið og reyndum að stela boltanum hátt og fara hratt á þá. Þannig náðum við í þessi mörk og skópum sigurinn.“ Það hlýtur að hafa verið skrýtið að fá svona langt frí á milli leikja á miðju Íslandsmóti. „Já það er búið að vera skrýtið. Maður vissi ekki hvernig þetta myndir verða, við vorum búnir að taka þetta í lotum haldandi að við værum að fara að spila fótboltaleik og halda vídeó fund um Valsmenn áður en þessu var frestað. Því miður fyrir Valsmenn þá gátu þeir ekkert að þessu gert, við erum ekki fúlir út í þá. Það var bara leiðinlegt að þurfa að bíða eftir þessu svona lengi. Maður er allavega sáttur í dag því við unnum leikinn og fáum þessi þrjú stig og stutt í næsta leik. Við þurfum að endurheimta núna og ná okkur í orku fyrir næsta leik.“ Eru Framarar ekki bara að horfa í efri hluta deildarinnar á þessum tímapunkti? „Við höfum verið á þessari línu, 6. og 7. sæti, allt tímabilið og erum að reyna að berjast við að vera í efri hlutanum. Allir leikir eru úrslitaleikir fyrir okkur og við getum ekkert slakað á. Við erum ánægðir með stigin í dag gegn frábæru Valsliði og erum að fara svo í Árbæinn og það verður ofboðslega erfiður leikur. Fylkir er með gott lið og við erum ekki þannig að við getum bókað sigur gegn einum né neinum í þessari deild. Við verðum að berjast og halda skipulagi. Við getum tapað fyrir öllum liðum en svo á móti unnið öll liðin í deildinni.“
Besta deild karla Fram Tengdar fréttir Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31 Mest lesið Fjölskyldu Arnórs hótað Fótbolti Alfreð Gísla: „Skemmdarverk á handboltanum“ Handbolti Tiger og Trump staðfesta sambandið Golf Fimm ára fangelsi fyrir að reyna að myrða meintan barnaníðing Sport Ingebrigtsen fer fyrir dóm: Faðirinn neitar en börnin munu bera vitni Sport Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Enski boltinn Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enski boltinn Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ Íslenski boltinn „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Fótbolti Undraskot Curry fór ekki ofan í eftir allt saman Körfubolti Fleiri fréttir Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Barton dæmdur fyrir að ráðast á eiginkonu sína Enda án stiga á botni riðilsins Sex marka sýning Íslands gegn Skotum Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Ekki pæla í því sem aðeins of feitur fyrrverandi leikmaður segir“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ „Aron í svona stóru hlutverki, það er búið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Lífið í Brúnei einmanalegt Fjölskyldu Arnórs hótað „Eru sex mörk ekki nóg til að þú haldir kjafti?“ Myndi kannski hlusta ef þeir gætu bent á Gasa á korti Sagður hafa samið við Real og fá 2,2 milljarða á ári Pochettino biður bandarísku þjóðina um þolinmæði Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Reece James mætti aftur með látum í sigri Englands Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik Boltastrákurinn orðinn þjóðhetja og fer frítt á undanúrslitin „Ég veit að hann verður ekki með okkur á næsta tímabili“ Fimm lið komin á HM: Svona er dagskráin hjá Íslandi Fær að snúa aftur um helgina með sérstaka grímu LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Kostar tæpar 900 milljónir að skila Sancho til Man. Utd Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK Enn að hrauna yfir Heimi: Höfum allt nema góðan þjálfara „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Landsliðsþjálfarinn gagnrýndur: „Þetta eru klár mistök hjá Arnari“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Fékk fund með Heimi og hló með honum eftir markið Sjá meira
Leik lokið: Fram - Valur 4-1 | Framarar tóku Valsmenn í kennslustund Fram vann óvæntan og öruggan 4-1 sigur er liðið tók á móti Valsmönnum í 16. umferð Bestu-deildar karla í knattspyrnu í kvöld. 28. júlí 2024 18:31