Liverpool hefur ekki enn boðið Van Dijk nýjan samning Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 12. ágúst 2024 11:01 Það er óvissa um framtíð Virgils van Dijk hjá Liverpool því hann gæti farið frítt næsta sumar. Getty/Andrew Powell Virgil van Dijk, fyrirliði Liverpool, er að renna út á samningi eftir þetta tímabil en sá hollenski segist ekki hafa fengið nýtt samningstilboð frá félaginu. ESPN segir frá þessu en leikmaðurinn var i viðtali eftir síðasta leik liðsins. Van Dijk er einn af þremur lykilmönnum liðsins á lokaári síns samnings en hinir eru Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. „Það er engin breyting eins og staðan er núna,“ sagði Van Dijk eftir 4-1 sigur á Sevilla í æfingarleik á Anfield í gær. Liverpool hefur ekki enn keypt neinn leikmann í sumar en stóra breytingin er þegar Arne Slot tók við sem knattspyrnustjóri af Jürgen Klopp. Van Dijk er vongóður um að fá nýja leikmenn í hópinn. „Auðvitað finnst mér að við ættum að kaupa einhverja leikmenn enda langt tímabil fram undan. Þeir eru að vinna í þessu á bak við tjöldin og ég hef fulla trú á því og treysti félaginu til að gera það rétta í stöðunni. Þeir munu setja saman besta mögulega liðið til að hjálpa okkur að keppa um titla á öllum vígstöðvum,“ sagði Van Dijk. Van Dijk er 33 ára gamall og hefur spilað með Liverpool frá því í janúar 2018. Hann tók við fyrirliðabandinu þegar Jordan Henderson yfirgaf félagið í fyrra. 🚨🔴 Virgil van Dijk says Liverpool have not offered him new contract yet: “There is no changes at the moment”.“I think we should make some signings based on how long the season will go but they are working behind the scenes and I am fully convinced and trust the club that they… pic.twitter.com/O8RuOinRck— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2024 Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira
ESPN segir frá þessu en leikmaðurinn var i viðtali eftir síðasta leik liðsins. Van Dijk er einn af þremur lykilmönnum liðsins á lokaári síns samnings en hinir eru Mohamed Salah og Trent Alexander-Arnold. „Það er engin breyting eins og staðan er núna,“ sagði Van Dijk eftir 4-1 sigur á Sevilla í æfingarleik á Anfield í gær. Liverpool hefur ekki enn keypt neinn leikmann í sumar en stóra breytingin er þegar Arne Slot tók við sem knattspyrnustjóri af Jürgen Klopp. Van Dijk er vongóður um að fá nýja leikmenn í hópinn. „Auðvitað finnst mér að við ættum að kaupa einhverja leikmenn enda langt tímabil fram undan. Þeir eru að vinna í þessu á bak við tjöldin og ég hef fulla trú á því og treysti félaginu til að gera það rétta í stöðunni. Þeir munu setja saman besta mögulega liðið til að hjálpa okkur að keppa um titla á öllum vígstöðvum,“ sagði Van Dijk. Van Dijk er 33 ára gamall og hefur spilað með Liverpool frá því í janúar 2018. Hann tók við fyrirliðabandinu þegar Jordan Henderson yfirgaf félagið í fyrra. 🚨🔴 Virgil van Dijk says Liverpool have not offered him new contract yet: “There is no changes at the moment”.“I think we should make some signings based on how long the season will go but they are working behind the scenes and I am fully convinced and trust the club that they… pic.twitter.com/O8RuOinRck— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 11, 2024
Enski boltinn Mest lesið Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Enski boltinn Skýrsla Vals: Herslumunur og hetjudáð Handbolti Uppgjörið: Tindastóll - Álftanes 109-99 | Tveir reknir úr húsi í hörkuleik Körfubolti Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Enski boltinn Þær norsku geta nánast fagnað eins og Ísland gerði Fótbolti „Við vorum bara klaufar“ Handbolti Rassskelltar fyrir leikinn við Ísland Handbolti Elín vinsælasta stelpan á ballinu: „Get talað öll tungumálin sem ég kann“ Handbolti „Við viljum að þetta verði ævintýri“ Körfubolti Ótrúlegur átta marka einleikur tryggði HK stig Handbolti Fleiri fréttir Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Sjá meira