Félix á leið til Chelsea á meðan Gallagher fer í hina áttina Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 19. ágúst 2024 18:00 Er á leið til Chelsea á nýjan leik. Simon Stacpoole/Getty Images Portúgalinn João Félix er á leið til Chelsea á nýjan leik en enska knattspyrnufélagið kaupir hann nú eftir að hafa fengið hann á láni á síðasta ári. Enski miðjumaðurinn fer í hina áttina en ekki er þó um hreinan skiptidíl að ræða milli Atlético Madríd og Chelsea. Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir Félix þegar hafa náð samkomulagi við Chelsea. Mun hann skrifa undir sex ára samning við enska félagið með möguleika á árs framlengingu. Hinn 24 ára gamli Félix gekk í raðir Atl. Madríd árið 2019 á fúlgur fjár en fann sig aldrei í höfuðborg Spánar. Hann gekk til liðs við Chelsea á láni á síðasta ári og svo spilaði hann með Barcelona, einnig á láni, á síðustu leiktíð. Nú er Chelsea hins vegar að kaupa kappann en kaupverðið hefur ekki verið staðfest. Félix á að baki 41 A-landsleik fyrir Portúgal og hefur skorað í þeim 8 mörk. 🚨 Chelsea have reached an agreement with Atletico Madrid over permanent signing of Joao Felix. Personal terms already in place for 24yo Portugal international attacker to join #CFC from #Atleti on 6yr contract + option of additional 12mnths @TheAthleticFC https://t.co/nLvywVFR5L— David Ornstein (@David_Ornstein) August 19, 2024 Eftir langar viðræður virðist Englendingurinn Gallagher loks á leið til Atl. Madríd. Fabrizio Romano segir kaupverðið nema 42 milljónum evra eða tæplega sex og hálfum milljarði íslenskra króna. Ekki er vitað hversu langan samning hinn 24 ára gamli Gallagher skrifar undir í Madríd. Hann hefur verið samningsbundinn Chelsea allan sinn feril en þó leikið með Charlton Athletic, Swansea City, West Bromwich Albion og Crystal Palace á láni. 🚨🔴⚪️ Understand Conor Gallagher has been authorized by Chelsea to travel to Madrid in next 24/48h!Deal was already done for €42m fee and Simeone was pushing again for it.All done between Gallagher and Atléti, all done between Atléti and Chelsea.Here we go, confirmed. 🔐 pic.twitter.com/8SOv6PoCpr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2024 Gallagher á að baki 18 A-landsleiki fyrir England. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira
Hinn áreiðanlegi David Ornstein, blaðamaður The Athletic, segir Félix þegar hafa náð samkomulagi við Chelsea. Mun hann skrifa undir sex ára samning við enska félagið með möguleika á árs framlengingu. Hinn 24 ára gamli Félix gekk í raðir Atl. Madríd árið 2019 á fúlgur fjár en fann sig aldrei í höfuðborg Spánar. Hann gekk til liðs við Chelsea á láni á síðasta ári og svo spilaði hann með Barcelona, einnig á láni, á síðustu leiktíð. Nú er Chelsea hins vegar að kaupa kappann en kaupverðið hefur ekki verið staðfest. Félix á að baki 41 A-landsleik fyrir Portúgal og hefur skorað í þeim 8 mörk. 🚨 Chelsea have reached an agreement with Atletico Madrid over permanent signing of Joao Felix. Personal terms already in place for 24yo Portugal international attacker to join #CFC from #Atleti on 6yr contract + option of additional 12mnths @TheAthleticFC https://t.co/nLvywVFR5L— David Ornstein (@David_Ornstein) August 19, 2024 Eftir langar viðræður virðist Englendingurinn Gallagher loks á leið til Atl. Madríd. Fabrizio Romano segir kaupverðið nema 42 milljónum evra eða tæplega sex og hálfum milljarði íslenskra króna. Ekki er vitað hversu langan samning hinn 24 ára gamli Gallagher skrifar undir í Madríd. Hann hefur verið samningsbundinn Chelsea allan sinn feril en þó leikið með Charlton Athletic, Swansea City, West Bromwich Albion og Crystal Palace á láni. 🚨🔴⚪️ Understand Conor Gallagher has been authorized by Chelsea to travel to Madrid in next 24/48h!Deal was already done for €42m fee and Simeone was pushing again for it.All done between Gallagher and Atléti, all done between Atléti and Chelsea.Here we go, confirmed. 🔐 pic.twitter.com/8SOv6PoCpr— Fabrizio Romano (@FabrizioRomano) August 19, 2024 Gallagher á að baki 18 A-landsleiki fyrir England.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fram einum sigri frá úrslitum Handbolti Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum Enski boltinn Selfoss jafnaði metin Handbolti „Kemur einn leikmaður sem við getum staðfest í kringum næsta leik” Íslenski boltinn KR sópaði Hamar/Þór og leikur í Bónus deildinni á næstu leiktíð Körfubolti Enduðu fimmtán leikja taphrinu í úrslitakeppni NBA Körfubolti Fleiri fréttir Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Ætlar að nota krakka í síðustu leikjum Man. United í ensku deildinni Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Sjá meira