Ten Hag til leikmanna Man. Utd: Ekki fara í fýlu Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 23. ágúst 2024 09:31 Joshua Zirkzee kemur inn á sem varamaður í fyrsta leik Manchester United á tímabilinu sem var á móti Fulham. Zirkzee átti eftir að skora sigurmarkið í leiknum. Getty/Robbie Jay Barratt Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, hefur varað sína leikmenn við því að það sé mun meiri samkeppni í liðinu í vetur heldur en á síðasta tímabili. United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira
United hefur keypt fullt af leikmönnum í sumar en félagið hefur eytt meira en 130 milljónum punda samanlagt í þá Joshua Zirkzee, Leny Yoro, Matthijs de Ligt og Noussair Mazraoui. Það er líka enn góður möguleiki á því að miðjumaðurinn Manuel Ugarte komi frá Paris Saint-Germain áður en félagaskiptaglugginn lokar. Ten Hag segir að stærri og öflugri leikmannahópur þýði að leikmenn þurfi stundum að sætta sig við það að vera á hliðarlínunni. BBC segir frá. „Við erum með góðan leikmannahóp og ég vonast til að vera með tvo leikmenn í hverja stöðu. Það þýðir líka að þú getur ekki valið alla leikmenn í liðið. Þú þarft á þeim að halda allt tímabilið því þeir hæfustu munu lifa af á þessu tímabili,“ sagði Ten Hag „Við verðum að stýra álaginu en hugarfar leikmanna er einnig mikilvægt. Stundum verða þeir svekktir með að fá ekki að spila en þeir verða að takast á við það með réttum hætti,“ sagði Ten Hag og skilaboðin eru skýr: Ekki fara í fýlu. Daily Mail sló þessu upp í morgun eins og sjá má hér fyrir neðan. Daily Mail Meiðsli og annað vesen hafa séð til þess að Ten Hag hefur sjaldan verið með fullan leikmannahóp í boði þegar hann stillir upp byrjunarliði sínu. Það verður því fróðlegt að sjá hverjir spila, hverjir spilar næstum því alltaf og hvort að einhverjir leikmanna hans fari hreinlega í fýlu missi þeir sæti sitt í liðinu. „Þú vinnur ekkert með ellefu leikmönnum. Þú vinnur með öllum leikmannahópnum. Úrslitin ráðast í maí og þangað til þurfum við á því að halda að allir leikmenn í hópnum séu tilbúnir og með rétta hugarfarið,“ sagði Ten Hag. „Þetta er ekki von mín heldur krafa frá félaginu og mér sem knattspyrnustjóra. Liðið er alltaf mikilvægara en einn einstaklingur innan þess,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Enski boltinn Eygló ætlar að vinna Ólympíugull: „Ég hlýði bara Vésteini“ Sport Reyndi að stela nærfatnaði leikmanna Fótbolti Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Körfubolti Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Enski boltinn Bæði Akranesliðin fengu heimaleik í bikarnum Íslenski boltinn „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Enski boltinn Leggja til að byggja nýjan San Siro neðanjarðar Fótbolti Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Enski boltinn „Ekki til nokkur einasta króna á Sauðárkróki í kvennafótbolta” Íslenski boltinn Fleiri fréttir United vill fá Cunha Kom þriðja liðinu upp í ensku úrvalsdeildina í fyrstu tilraun Leið eins og BBC vildi losna við hann úr Match of the Day Reyna að lesa eitthvað út úr fagni Trents Alexander-Arnold Enni ungs sonar Man. Utd leikmanns í tvennt Biður stuðningsfólk afsökunar á skítnum „Munum gefa allt sem við eigum til að enda meðal efstu fimm“ Burnley og Leeds United aftur upp í ensku úrvalsdeildina Forest upp í þriðja sætið eftir sigur á Tottenham Alfons með sitt fyrsta mark fyrir Birmingham Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Krakkarnir sem gætu fengið sénsinn hjá Amorim Meiddur Ramsey stýrir Cardiff út tímabilið Guardiola segir Meistaradeildarsæti vera nóg Dýrlingarnir nældu í stig og jöfnuðu slakasta árangur sögunnar Stórsigur Villa galopnar baráttuna um Meistaradeildarsæti City nálgast sæti í Meistaradeild Evrópu Leeds og Burnley skrefi nær ensku úrvalsdeildinni James missir af mikilvægum leikjum meðan Chelsea eltir fernuna „Því miður verðið þið að þola mig aðeins lengur“ Fjöldi stuðningsmanna Man. United fór of snemma af vellinum í gærkvöldi Arne Slot: Samningarnir við Van Dijk og Salah sýna okkar metnað Sjá meira