Zuckerberg harmar að hafa látið undan þrýstingi Bidens Jón Ísak Ragnarsson skrifar 27. ágúst 2024 18:47 Mark Zuckerberg er forstjóri Meta. AP Mark Zuckerberg forstjóri Meta segist sjá eftir því að hafa látið undan þrýstingi ríkisstjórnar Joe Biden um að ritskoða upplýsingar á samfélagsmiðlunum Facebook og Instagram. Efnið sem hann var beðinn um að fjarlægja voru það sem stjórnvöld kölluðu misvísandi upplýsingar um ýmislegt tengt Covid-19, og fréttir um upplýsingar á fartölvu Hunter Biden, sonar Joe Biden Bandaríkjaforseta. Þetta kemur fram í bréfi sem Zuckerberg sendi Bandaríkjaþingi. Þar kemur fram að ýmislegt efni tengt Covid-19 og bóluefnunum gegn veirunni hafi verið fjarlægt af Facebook og Instagram árið 2021 að beiðni stjórnvalda. Hvíta húsið kveðst hafa verið að grípa til aðgerða til að vernda heilsu almennings og almannahagsmuni í víðum skilningi. Í júlí 2021 sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Facebook væri að drepa fólk með því að leyfa misvísandi upplýsingum um bóluefni gegn Covid-19 að flæða um miðilinn. Zuckerberg segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar af fyrirtækinu sjálfu, en þrýstingurinn frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða. „Árið 2021 urðum við ítrekað fyrir þrýstingi frá ríkisstjórninni, Hvíta húsinu þar á meðal, um að fjarlægja ákveðið efni sem tengdist Covid-19, þar á meðal alls konar grín. Við urðum vör við mikla gremju frá þeim þegar við urðum ekki við þessu. Mér finnst að þessi þrýstingur frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða, og ég harma það að hafa ekki talað meira um það á sínum tíma. Við tókum ýmsar ákvarðanir sem við myndum ekki taka í dag, að teknu tilliti til nýrra upplýsinga og þess sem við vitum í dag,“ stendur í bréfi Zuckerbergs. Þaggaði niður í frétt um son Bidens Zuckerberg sagði einnig að Facebook hefði þaggað niður í umfjöllun um fartölvu Hunter Biden árið 2020. FBI hafði þá varað við því að sú umfjöllun væri „rússnesk upplýsingaóreiða.“ Fréttin var um að fartölva Hunters hefði verið skilin eftir á verkstæði í Delaware, og að þar hefðu fundist tölvupóstar sem gáfu til kynna að viðskiptahagsmunir hans hefðu haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna með einhverjum hætti, þegar Joe Biden faðir hans var varaforseti. Zuckerberg segir að fréttin hafi tímabundið verið fjarlægð af miðlum Meta, á meðan beðið væri niðurstaðna rannsóknar FBI um mögulega aðgerð rússneskra yfirvalda til að dreifa upplýsingaóreiðu. Fréttin reyndist svo ekki vera falsfrétt frá Rússlandi. „Eftir á að hyggja, hefðum við ekki átt að þagga niður í fréttinni,“ segir Zuckerberg. Meta Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira
Þetta kemur fram í bréfi sem Zuckerberg sendi Bandaríkjaþingi. Þar kemur fram að ýmislegt efni tengt Covid-19 og bóluefnunum gegn veirunni hafi verið fjarlægt af Facebook og Instagram árið 2021 að beiðni stjórnvalda. Hvíta húsið kveðst hafa verið að grípa til aðgerða til að vernda heilsu almennings og almannahagsmuni í víðum skilningi. Í júlí 2021 sagði Joe Biden Bandaríkjaforseti að Facebook væri að drepa fólk með því að leyfa misvísandi upplýsingum um bóluefni gegn Covid-19 að flæða um miðilinn. Zuckerberg segir að ákvarðanirnar hafi verið teknar af fyrirtækinu sjálfu, en þrýstingurinn frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða. „Árið 2021 urðum við ítrekað fyrir þrýstingi frá ríkisstjórninni, Hvíta húsinu þar á meðal, um að fjarlægja ákveðið efni sem tengdist Covid-19, þar á meðal alls konar grín. Við urðum vör við mikla gremju frá þeim þegar við urðum ekki við þessu. Mér finnst að þessi þrýstingur frá ríkisstjórninni hafi ekki verið af hinu góða, og ég harma það að hafa ekki talað meira um það á sínum tíma. Við tókum ýmsar ákvarðanir sem við myndum ekki taka í dag, að teknu tilliti til nýrra upplýsinga og þess sem við vitum í dag,“ stendur í bréfi Zuckerbergs. Þaggaði niður í frétt um son Bidens Zuckerberg sagði einnig að Facebook hefði þaggað niður í umfjöllun um fartölvu Hunter Biden árið 2020. FBI hafði þá varað við því að sú umfjöllun væri „rússnesk upplýsingaóreiða.“ Fréttin var um að fartölva Hunters hefði verið skilin eftir á verkstæði í Delaware, og að þar hefðu fundist tölvupóstar sem gáfu til kynna að viðskiptahagsmunir hans hefðu haft áhrif á utanríkisstefnu Bandaríkjanna með einhverjum hætti, þegar Joe Biden faðir hans var varaforseti. Zuckerberg segir að fréttin hafi tímabundið verið fjarlægð af miðlum Meta, á meðan beðið væri niðurstaðna rannsóknar FBI um mögulega aðgerð rússneskra yfirvalda til að dreifa upplýsingaóreiðu. Fréttin reyndist svo ekki vera falsfrétt frá Rússlandi. „Eftir á að hyggja, hefðum við ekki átt að þagga niður í fréttinni,“ segir Zuckerberg.
Meta Bandaríkin Joe Biden Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Þurfa að taka koffíndrykk á reynslu Viðskipti innlent Tryggja sér lóðir fyrir höfuðstöðvar á rúman milljarð Viðskipti innlent Samkeppniseftirlitið segir samrunann auka samkeppni Viðskipti innlent Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Atvinnulíf Stjórnir Samkaupa og Heimkaupa undirrita samrunasamning Viðskipti innlent Vetrarferð á verðlaunuðum rafbíl Samstarf Landsvirkjun greitt út níutíu milljarða á fjórum árum Viðskipti innlent Halda á miðin þrátt fyrir kvóta „upp í nös á ketti“ Viðskipti innlent Afkoma ársins undir væntingum Viðskipti innlent Landsbankinn fór fýluferð í Landsrétt vegna Borgunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Ofurstinn flytur til Texas Hóta því að kæra forsetann fyrir embættisglöp vegna rafmyntabrasks Rafmyntarforstjóri játar sig sekan um að féfletta viðskiptavini Musk og félagar gerðu 97,4 milljarða dala tilboð í OpenAI Beina spjótum sínum að bandarískum tæknifyrirtækjum Allar auglýsingar Super Bowl á sama stað Sagðir ætla að hafna samruna við Honda Tollastríð hafið: „Ekki gott fyrir Ísland og lífskjör Íslendinga“ Gervigreind fyrir klink veldur Bandaríkjamönnum hausverk Kínversk kúvending leiddi til hruns vestanhafs Enn deila Musk og Altman MrBeast gerir tilboð í TikTok Eftirmaður Norman yfir LIV-mótaröðinni fundinn Höfða mál gegn Musk vegna kaupanna á Twitter Vilja banna farþegum að fá sér þriðja drykkinn á flugvellinum Meta birtir óumbeðnar gervigreindarmyndir af notendum Instagram Biden stöðvar japanska yfirtöku á US Steel Næstum allir nýir bílar í Noregi rafmagnsbílar Sjá meira