Hetjan Hákon Rafn: „Líður virkilega vel í þessu liði“ Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 29. ágúst 2024 09:32 Varði vítaspyrnu þegar mest á reyndi. Brentford „Virkilega góð tilfinning,“ sagði Hákon Rafn Valdimarsson aðspurður hvernig það var að verja vítaspyrnu í sínum fyrsta keppnisleik fyrir enska úrvalsdeildarfélagið Brentford. Hákon Rafn fékk loks tækifæri í keppnisleik með Brentford þegar liðið sótti Colchester United heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn var jafnari en hinn 22 ára gamli Hákon Rafn hefði viljað en Brentford vann nauman 1-0 sigur þökk sé íslenska landsliðsmarkverðinum. Hákon Rafn Valdimarsson pic.twitter.com/1LLiIkhXnF— Brentford FC (@BrentfordFC) August 29, 2024 „Ég hafði skoðað síðustu vítaspyrnur þeirra svo mér leið eins og ég vissi aðeins hvað væri að fara gerast,“ sagði markvörðurinn sem varði spyrnuna með fætinum. Hann var einnig spurður út í leikinn í heild sinni. „Við áttum erfitt uppdráttar með löngu innköstin þeirra, erfitt að meðhöndla það. Eftir stundarfjórðung fannst mér við ná tökum á föstu leikatriðunum þeirra. Þetta var ekki okkar besti leikur en við komumst í gegnum þetta og unnum leikinn, það er mikilvægast.“ As debuts go, Hákon 👏Superb backing for the boys tonight ❤🐝 pic.twitter.com/lNH2bgiMpH— Brentford FC (@BrentfordFC) August 28, 2024 „Eftir fyrstu tvö eða þrjú föstu leikatriðin fannst mér við ná tökum á þessu og það er mjög mikilvægt í þessum leikjum,“ bætti hann við áður en hann var spurður út í lífið hjá Brentford. „Það er virkilega gott. Er að læra og bæta mig á hverjum degi. Frábært að spila fyrsta leikinn í kvöld og mér líður virkilega vel í þessu liði, virkilega ánægður.“ Hákon Rafn var einnig spurður út í hvaða þætti markvörslu hann hefði verið að vinna hvað mest í síðan hann gekk í raðir félagsins. „Örugglega öllu. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið síðan ég kom. Ég þarf að halda áfram, halda fókus og vera klár þegar kallið kemur.“ Markvörðurinn var einnig spurður út í landsleik Íslands og Englands á Wembley í aðdraganda EM. „Frábær reynsla. Að vinna England á Wembley var virkilega gott, og að halda hreinu. Nú eigum við í Brentford mikilvægan leik gegn Southampton og svo koma tveir landsleikir með Íslandi,“ sagði markvörðurinn að lokum. Viðtalið má finna í heild sinni á vefsíðu Brentford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira
Hákon Rafn fékk loks tækifæri í keppnisleik með Brentford þegar liðið sótti Colchester United heim í enska deildarbikarnum. Leikurinn var jafnari en hinn 22 ára gamli Hákon Rafn hefði viljað en Brentford vann nauman 1-0 sigur þökk sé íslenska landsliðsmarkverðinum. Hákon Rafn Valdimarsson pic.twitter.com/1LLiIkhXnF— Brentford FC (@BrentfordFC) August 29, 2024 „Ég hafði skoðað síðustu vítaspyrnur þeirra svo mér leið eins og ég vissi aðeins hvað væri að fara gerast,“ sagði markvörðurinn sem varði spyrnuna með fætinum. Hann var einnig spurður út í leikinn í heild sinni. „Við áttum erfitt uppdráttar með löngu innköstin þeirra, erfitt að meðhöndla það. Eftir stundarfjórðung fannst mér við ná tökum á föstu leikatriðunum þeirra. Þetta var ekki okkar besti leikur en við komumst í gegnum þetta og unnum leikinn, það er mikilvægast.“ As debuts go, Hákon 👏Superb backing for the boys tonight ❤🐝 pic.twitter.com/lNH2bgiMpH— Brentford FC (@BrentfordFC) August 28, 2024 „Eftir fyrstu tvö eða þrjú föstu leikatriðin fannst mér við ná tökum á þessu og það er mjög mikilvægt í þessum leikjum,“ bætti hann við áður en hann var spurður út í lífið hjá Brentford. „Það er virkilega gott. Er að læra og bæta mig á hverjum degi. Frábært að spila fyrsta leikinn í kvöld og mér líður virkilega vel í þessu liði, virkilega ánægður.“ Hákon Rafn var einnig spurður út í hvaða þætti markvörslu hann hefði verið að vinna hvað mest í síðan hann gekk í raðir félagsins. „Örugglega öllu. Mér finnst ég hafa bætt mig mikið síðan ég kom. Ég þarf að halda áfram, halda fókus og vera klár þegar kallið kemur.“ Markvörðurinn var einnig spurður út í landsleik Íslands og Englands á Wembley í aðdraganda EM. „Frábær reynsla. Að vinna England á Wembley var virkilega gott, og að halda hreinu. Nú eigum við í Brentford mikilvægan leik gegn Southampton og svo koma tveir landsleikir með Íslandi,“ sagði markvörðurinn að lokum. Viðtalið má finna í heild sinni á vefsíðu Brentford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið „Hér er allt mögulegt“ Fótbolti Leikhús draumanna stóð undir nafni í ótrúlegustu endurkomu síðari ára Fótbolti Lagði egóið til hliðar fyrir liðið Körfubolti Dramatík á Hlíðarenda Handbolti „Maður er náttúrlega bara í pínu sjokki“ Sport Van Dijk fær 68 milljónir á viku Enski boltinn Uppgjörið: ÍBV - Víkingur 3-0 | Eyjamenn flugu áfram Íslenski boltinn Móðir Eyglóar afhenti henni sögulegt EM-gull Sport Eygló Fanndal Evrópumeistari Sport Sturlaður Viggó tryggði Erlangen stig Handbolti Fleiri fréttir Van Dijk fær 68 milljónir á viku Hálf úrvalsdeildin á eftir Delap Van de Ven: Tottenham vill vinna Evrópudeildina fyrir Postecoglou Van Dijk skrifaði undir nýjan samning við Liverpool Newcastle upp í þriðja sætið Onana byrjar gegn Lyon en tímabilinu lokið hjá Zirkzee Van Dijk býst við mjög viðburðaríku sumri hjá Liverpool Chelsea eyddi tíu milljörðum í umboðsmenn Lélegasta lið Man United frá upphafi ensku úrvalsdeildarinnar Þjálfari Newcastle að jafna sig eftir lungnabólgu Rory vill veita leikmönnum Man United innblástur Stjórinn fór á barinn með stuðningsmönnunum eftir leik „Einbeitum okkur að fimmtudeginum“ Slæmur dagur hjá Rauðu djöflunum á St. James Park Náðu ekki tveimur titlum á tveimur dögum Sancho bjargaði andliti Chelsea gegn Ipswich Van Dijk skoraði undir lokin og Liverpool með níu fingur á bikarnum Fjórði sigur Úlfanna í röð Enginn komið að fleiri mörkum á 38 leikja tímabili en Salah Hörð keppni um Delap í sumar Onana ekki með gegn Newcastle „Hann hefði getað fótbrotið mig“ Howe lagður inn á spítala og missir af leiknum Skytturnar skildu jafnar við Býflugurnar Jason skoraði í svekkjandi jafntefli Dramatík í Nottingham, Leicester fékk loks stig og Asensio klúðraði tveimur vítum Vonir Plymouth glæðast og Leeds á toppinn Ótrúleg endurkoma hjá City í sjö marka leik Amorim íhugar að henda Onana á bekkinn Grealish og Foden líður ekki vel Sjá meira