Þegar æfingin í morgun var nýhafin tölti eðla inn á brautina eins og ekkert væri sjálfsagðara. Stöðva þurfti æfinguna meðan eðlan, sem Fernando Alonso kallaði Lionel, rölti um brautina.
Þegar starfsmaður í skærgulu vesti ætlaði að hrekja Lionel af brautinni tók dýrið til fótanna og fór hratt yfir.
Á endanum tókst þó að handsama Lionel og æfingin gat því hafist á ný eftir rúmlega tíu mínútna hlé.
Kappaksturinn í Singapúr fer fram á morgun. Carlos Sainz vann keppnina í Singapúr í fyrra.