Efast um dugnað og hugarfar Rashford Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 27. september 2024 15:47 Marcus Rashford er vinsælt skotmark þessa dagana. getty/Robbie Jay Barratt Jimmy Floyd Hasselbaink, sem var í þjálfarateymi enska karlalandsliðsins í fótbolta, segir að fótboltinn sé ekki forgangsatriði hjá Marcus Rashford, framherja Manchester United. Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn. Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira
Rashford átti afar erfitt uppdráttar á síðasta tímabili og var ekki valinn í EM-hóp Englands. Hann hefur hins vegar litið aðeins betur út í byrjun þessa tímabils og er kominn með þrjú mörk fyrir United. Hasselbaink er hrifinn af Rashford sem leikmanni en setur spurningarmerki við hugarfar hans. „Þegar þú horfir á Marcus Rashford og líkamstjáningu hans - og ég er ekki að segja að þetta sé satt - þá lítur út fyrir að fótboltinn sé ekki í forgangi hjá honum,“ sagði Hasselbaink. „Vitum við að hann getur spilað fótbolta? Klárlega. Þegar hann er á vinstri og upp á sitt besta er hann virkilega, virkilega góður leikmaður. Þegar hann var uppi á sitt besta hljóp hann svo mikið og stakk sér inn fyrir varnir andstæðinganna. Hann var svo duglegur að hlaupa á varnarmennina. Þannig er hann upp á sitt besta en ég sé það ekki lengur.“ Hasselbaink segir að Rashford sé ekki nógu harður af sér og viljugur til að spila þótt hann glími við einhver meiðsli. „Fyrir leikmann eins og Rashford, þegar einn þinn stærsti eiginleiki er hraðinn, verðurðu að þjást. Þú verður að vera tilbúinn til að leggja jafn hart að þér með og án boltans og það þýðir að standa af sér smá sársauka því það krefst mikils af þér að gera þetta í hverjum einasta leik. Mér finnst hann ekki jafn tilbúinn að gera það og áður,“ sagði Hasselbaink sem segir að það sé undir Rashford sjálfum komið að ná því besta fram hjá sjálfum sér. Það komi ekki bara frá knattspyrnustjóranum Erik ten Hag. „Það er ekki bara á ábyrgð Ten Hags að Rashford bæti sig. Leikmaðurinn verður að þrá það. Það er engin spurning að Marcus Rashford hefur hæfileikana. Þetta er eitthvað andlegt. Hann sjálfur verður að bæta sig.“ Rashford og félagar hans í United taka á móti Tottenham í 6. umferð ensku úrvalsdeildarinnar á sunnudaginn.
Enski boltinn Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM fyrir fullri höll Körfubolti Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fleiri fréttir „Við þurfum annan titil“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah „Eigum skilið að finna til“ Asensio hetjan í endurkomu Villa Öruggur sigur Spurs og Wolves vann óvænt Bitlausu liði Arsenal mistókst að minnka forskot Liverpool Moyes: Greinilegt peysutog en við áttum að vera komnir í 3-0 Amorim: Við þurfum að lifa þetta tímabil af Hætti við að dæma víti og United slapp með jafntefli Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Ratcliffe þekkti ekki fyrirliða kvennaliðsins Arsenal aldrei aflað meira en tapaði samt þremur milljörðum Hafa verið þrettán ár af lygum „Frábær leikur en ég er ekki ánægður með úrslitin“ Jafntefli niðurstaðan í frábærum leik á Villa Park Kostaði Man. United meira en 2500 milljónir að reka Ten Hag og Ashworth Casemiro fer ekki fet Arsenal lét heitasta framherjann í frönsku deildinni fara fyrir „slikk“ Antony með fleiri mörk í febrúar en allt Man. United liðið Segir að Amorim þurfi 2-3 félagaskiptaglugga til að laga hópinn Sektaðir fyrir að öskra á Michael Oliver Arnór laus úr prísund Blackburn Biður til Guðs að Arsenal taki titilinn Pep varð fyrst hræddur um Haaland en er nú vongóður Sjá meira