Fredericia var sex mörkum yfir í hálfleik, 15-9, og hélt því forskoti í seinni hálfleiknum.
Eyjamaðurinn Arnór Viðarsson, sem kom til Fredericia frá ÍBV í sumar, skoraði tvö marka liðsins.
Fredericia hefur þar með unnið tvo af fyrstu fjórum leikjum sínum í dönsku úrvalsdeildinni og er fyrsta liðið til að leggja KIF Kolding að velli.