Haldið í hefðina í Hafnarfirði eftir óhapp Ólafs Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 2. október 2024 09:01 Ólafur hefur svo sannarlega orðið áhrifavaldur mikill í Hafnarfjarðarhöfn. Rafmagnskassar í Hafnarfjarðarhöfn hafa um árabil verið málaðir gulir. Það er hefð sem tíðkast hvergi annars staðar í höfnum landsins. Ástæðuna má rekja til óhapps sem varð þegar tölvunarfræðingurinn og samfélagsmiðlastjarnan Ólafur Waage var þar við málningarvinnu fyrir þó nokkrum árum síðan. „Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“ Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Sjá meira
„Það var einn sem sendi mér skilaboð sem vinnur fyrir hafnir í höfuðborginni, hefur málað þetta nokkrum sinnum og hann vissi aldrei af hverju þetta væri öðruvísi í Hafnarfirði,“ segir Ólafur í samtali við Vísi. Hann tekur fram að fyrst og fremst sé um skemmtilega sögu að ræða, en töluverður tími er liðinn eða yfir 25 ár. Ólafur sagði fyrst frá málinu á vinsælum samfélagsmiðlareikningi sínum „That Nordic Guy“ þar sem hann er með þúsundir fylgjenda á Instagram, TikTok og Youtube. Ekkert slíkt í öðrum höfnum Ólafur er nú búsettur í Noregi og hefur þar öðlast töluverðar vinsældir fyrir hispurslaust grín sitt, þar sem Norðurlöndin eru honum innblástur. Hann er uppalinn í Hafnarfirði þar sem hann var við vinnu í Hafnarfjarðarhöfn eitt örlagaríkt sumar við að mála kantinn í höfninni gulan. „Hér er venjuleg höfn á Íslandi,“ segir Ólafur í myndbandinu sínu. Þar sýnir hann myndir frá nokkrum öðrum íslenskum höfnum þar sem má sjá að kanturinn er ávallt gulur en rafmagnskassarnir gráir líkt og tíðkast um land allt. „Þegar ég var ungur og vitlaus var ég ráðinn af bænum til þess að mála einn kant gulan. Og af því að ég var ungur og vitlaus gerði ég allt sem ég gat til að auðvelda mér vinnuna, eins og að setja málningardolluna á kassann á meðan ég var að mála,“ útskýrir Ólafur. „Eins og þið getið búist við rakst ég í dolluna og hellti gulri málningu yfir allan gráa kassann. Verandi ungur og vitlaus ákvað ég að mála kassann gulan því ég hélt að enginn myndi taka eftir þessu og hér er kassinn í dag. Já, þeir halda áfram að mála hann gulan og það er ekki gert í neinni annarri höfn. Svo er svo langt liðið að þeir vita líklega ekki af hverju þeir mála kassana gula. Þeir gera það bara.“
Grín og gaman Hafnarfjörður Hafnarmál Mest lesið „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Lífið Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Lífið Er Dúbaí-súkkulaðið virkilega svona gott? Matur María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Lífið Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Lífið Eva sýnir giftingahringinn Lífið Ævar vísindamaður í miðaldrakrísu Gagnrýni Traustið var löngu farið úr sambandinu Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið „Við ætlum okkur að finna fyndnasta hlátur Íslands“ Lífið samstarf Fleiri fréttir María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjóðheitt teiti einhleypra og dildókast Dóttir fyrrverandi Ungfrú Ísland komin í heiminn og nefnd Sonur Röggu Hólm og Elmu kominn með nafn Kom fram í fyrsta skipti eftir andlát eiginmannsins Ómótstæðilegur núðluréttur á fimm mínútum Andlát ungrar leikkonu skekur Suður-Kóreu Norah Jones með sumartónleika í Hörpu Stjörnulífið: Ástin í algleymingi og fáklæddar ofurskvísur Bryan Adams til Íslands Selja á Laugavegi og bíða eftir erfingja Conclave og Emilia Perez bestu myndirnar á BAFTA „Ég sá fyrir mér að ég myndi deyja langt fyrir aldur fram“ Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Sjá meira