„Ekki næstum því allir íbúar með þetta app“ Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 8. október 2024 07:02 Björn Bjarki segir enn þörf á betri búð í Búðardal. Vísir Sveitarstjóri Dalabyggðar segir ósk sveitarstjórnar vera þá að íbúar njóti lægra vöruverðs strax en ekki einungis í gegnum sérstakt app á vegum Samkaupa sem reka Krambúðina í Búðardal. Ár er síðan sveitarstjórn skoraði á Samkaup að opna þar dagvöruverslun í stað Krambúðarinnar. „Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“ Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira
„Það má segja að þetta sé ákveðin viðleitni hjá stjórn og stjórnendum Samkaupa að mæta kröfum okkar í Dölunum með þessum hætti en að mínu mati þarf meira að koma til,“ segir Björn Bjarki Þorsteinsson sveitarstjóri Dalabyggðar í skriflegu svari til Vísis. Fyrr á árinu, nánar tiltekið í maí síðastliðnum, tilkynntu forsvarsmenn Samkaupa að íbúar Dalabyggðar yrðu þeir fyrstu á landinu til þess að fá að prófa nýja viðbót við Samkaupsappið. Í viðbótinni felst sá möguleiki að fá um tvöhundruð vörur í Krambúðinni í Búðardal á sérstöku lágvöruverði í formi inneignar. Áður var rekin Kjörbúð í Búðardal sem svo varð að Krambúðinni. Forsvarsmenn Samkaupa höfðu áður útskýrt fyrir sveitarstjórninni að sú verslun hefði ávallt verið rekin með tapi og að ljóst væri því miður að ekki væri rekstrargrundvöllur fyrir Kjörbúð í Búðardal. Vöruúrvalið henti frekar ferðamönnum „Það er nú þannig að það eru ekki næstum allir íbúar Dalabyggðar með þetta app sem um ræðir og alls ekki allir með þann búnað sem til þarf né hafa tök á að koma því upp,“ skrifar Björn Bjarki til Vísis. Hann segist einnig hvetja forsvarsmenn Samkaupa til þess að láta vörúrval verslunarinnar taka meira mið af þörfum íbúa sem reki heimili í Dalabyggð. Uppsetning verslunarinnar og vöruúrval sé enn í þeim anda að um sé að ræða verslun fyrir ferðamanninn miklu frekar en að markhópurinn sé heimafólk. Hann segir sveitarstjórn hafa komið þeim sjónarmiðum á framfæri við Samkaup og geri það nú enn og aftur. Íbúar njóti kjaranna strax „Okkar ósk er að Samkaup breyti uppsetningu verslunarinnar í þeim anda sem ég hér lýsi og lagi verðlag þannig að viðskiptavinir séu ekki að safna inneign í gegnum fyrrnefnt „app“ heldur njóti kjaranna strax og viðskiptin eiga sér stað, frá degi til dags,“ skrifar Björn Bjarki. „Við núverandi fyrirkomulag munum við áfram búa við það að fólk sem hér býr þurfi að sækja út fyrir byggðarlagið til þess að sækja sér nauðsynjavöru fyrir heimilið og má kalla það innviða brest líkt og við búum við innviða brest í vegakerfinu okkar svo eitthvað sé nefnt. Við höfum mikinn metnað hér í Dölunum til þess að gera kröftugt og gott samfélag enn sterkara og þessi þáttur skiptir miklu máli í þeim efnum.“
Dalabyggð Verslun Byggðamál Matvöruverslun Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Innlent Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Innlent „Ég mun deyja á þessari hæð“ Innlent Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Innlent Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Innlent Sækja óvænt og hratt að Aleppo Erlent Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Innlent Telja sig hafa fundið vísbendingu í máli D.B. Cooper Erlent Segir skemmdarverk Rússa í Evrópu geta leitt til átaka Erlent Fleiri fréttir Kosningavaktin: Íslendingar kjósa sér nýtt þing Óvenjumikil aðsókn vegna veðurs Rýnt í fylgið á lokasprettinum og mögnuð heimsókn í íslenska gullnámu Ósennilegar skýringar á því hvernig DNA endaði á kynfærum „Ég mun deyja á þessari hæð“ Ákærður fyrir morð og tvær tilraunir til manndráps Ekki rétt að nefndin hafi boðað aukafund til að hækka vexti Sýkna Þórðar Más og Sólveigar Guðrúnar í milljarðamáli staðfest Auka alþjóðasamvinnu í ljósi vaxandi spennu Óvenjulegt að bóluefni séu skráð sem dánarorsök Opnunin á Blönduhlíð var engin opnun Steypan smám saman að harðna í fylginu Bein útsending: Kappræður flokksleiðtoga Lykilatriði að almenningur fái upplýsingar um kennaradeiluna Bein útsending: Fundað um forvarnir gegn ofbeldi meðal barna Glæný könnun Maskínu: Fylgi Framsóknar og Flokks fólksins á uppleið Glæný könnun í hádegisfréttum Bylgjunnar Þau eru tilnefnd sem Framúrskarandi ungur Íslendingur 2024 Tæknilegir örðugleikar en ekki netárás á mbl.is Segir það mjög góða tilfinningu að skrifa undir nýjan kjarasamning Erfitt að útskýra fyrir þriggja ára að það verði ekkert af afmæli í leikskólanum Bein útsending: Heilbrigðisþing – Heilsugæslan, svo miklu meira… Kostuleg kosningabarátta: Óvæntar uppákomur og skrautlegir skandalar Hafa gefið út 99 leyfi til dýratilrauna síðustu fimm ár Gosmengun mögulega viðvarandi í Grindavík í dag Læknar undirrita nýjan kjarasamning Misbýður ummæli um samhljóm stefnu sinnar og Breiviks Þjóðvegurinn upp í Þjórsárdal færist vegna Hvammsvirkjunar „Verðum að bregðast við áður en það verður of seint“ Fimmta vika verkfalls: Erfiðast fyrir börnin sem sakna vina sinna Sjá meira