Greiða atkvæði um verkfall í níu skólum fram á fimmtudag Ólafur Björn Sverrisson skrifar 8. október 2024 20:24 Magnús Þór Jónsson. vísir Magnús Þór Jónsson formaður KÍ er þögull sem gröfin um nöfn þeirra skóla þar sem verkfall gæti hafist í lok mánaðar. Greidd verða atkvæði um verkfall í níu skólum og atkvæðagreiðslu lýkur á fimmtudag. Í tilkynningu frá KÍ í dag var greint frá atkvæðagreiðslunni í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll. Í dag bættist tónlistarskóli við þennan hóp. Magnús Þór ræddi fyrirhuguð verkföll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við hjá Kennarasambandinu höfum verið að benda á stóra verkefnið. Stóra verkefnið er það að við sem samfélag horfum til fjárfestinga í skólastarfinu. Eflum fagmennsku í skólastarfi og treystum stöðugleikann í þeim sessi sem við viljum,“ segir Magnús Þór. Varðandi verkfallsaðgerðirnar segir Magnús að aðgerðirnar séu einungis innlegg í kjaraviðræðurnar, án þess að svara því um hvaða skóla ræði. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað.“ Magnús Þór segir verkefnið vera að leiða deilur til lykta. „Við þurfum að þrýsta á umræðu um að við fjárfestum í kennurum og fyllum skólana af fagfólki. Þá verður sannarlega tími fyrir okkur, fulltrúa Kennarasambandsins, og fulltrúa opinberra launagreiðanda að leiða það til lykta áður en til aðgerða kemur sem verður einhvern tímann í lok mánaðarins.“ Hann segir um langtímaverkefni að ræða. „Það samtal sem við viljum eiga á að snúast um að við eflum fagmennsku, treystum kerfið og fyllum skólana af fagfólki. Foreldrar eru svo sannarlega með okkur í liði, það höfum við fundið síðustu vikur,“ segir Magnús Þór að lokum. Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Stéttarfélög Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira
Í tilkynningu frá KÍ í dag var greint frá atkvæðagreiðslunni í fjórum leikskólum, þremur grunnskólum og einum framhaldsskóla greiða atkvæði um verkföll. Í dag bættist tónlistarskóli við þennan hóp. Magnús Þór ræddi fyrirhuguð verkföll í kvöldfréttum Stöðvar 2 í kvöld. „Við hjá Kennarasambandinu höfum verið að benda á stóra verkefnið. Stóra verkefnið er það að við sem samfélag horfum til fjárfestinga í skólastarfinu. Eflum fagmennsku í skólastarfi og treystum stöðugleikann í þeim sessi sem við viljum,“ segir Magnús Þór. Varðandi verkfallsaðgerðirnar segir Magnús að aðgerðirnar séu einungis innlegg í kjaraviðræðurnar, án þess að svara því um hvaða skóla ræði. „Leikreglurnar eru með þeim hætti að við þurfum að hafa góðan fyrirvara til að láta vita af slíkum aðgerðum. Nú höfum við þennan kosningafrest sem hefur verið kynntur. Í hádeginu á fimmtudaginn mun koma í ljós hvort þessir átta skólar, mögulega sá níundi, hafi ákveðið að fara í verkfall til að styðja við okkar málstað.“ Magnús Þór segir verkefnið vera að leiða deilur til lykta. „Við þurfum að þrýsta á umræðu um að við fjárfestum í kennurum og fyllum skólana af fagfólki. Þá verður sannarlega tími fyrir okkur, fulltrúa Kennarasambandsins, og fulltrúa opinberra launagreiðanda að leiða það til lykta áður en til aðgerða kemur sem verður einhvern tímann í lok mánaðarins.“ Hann segir um langtímaverkefni að ræða. „Það samtal sem við viljum eiga á að snúast um að við eflum fagmennsku, treystum kerfið og fyllum skólana af fagfólki. Foreldrar eru svo sannarlega með okkur í liði, það höfum við fundið síðustu vikur,“ segir Magnús Þór að lokum.
Grunnskólar Framhaldsskólar Leikskólar Stéttarfélög Skóla- og menntamál Vinnumarkaður Kjaramál Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Innlent Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Innlent Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Innlent Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Innlent Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Innlent „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Innlent Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Innlent Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Innlent Trump „mjög reiður“ út í Pútín Erlent Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Innlent Fleiri fréttir Taka fyrir afnám réttinda grásleppusjómanna Fyrstu hundrað dagar ríkisstjórnarinnar og gervigreindaræði Efling ungmennastarfs í Breiðholti meðal aðgerða „Allt að því hroki eða yfirlæti“ að tala um reynsluleysi „Hér er verið að saka fólk um alvarlega þætti“ Banaslys á Suðurlandsvegi eftir grjóthrun Skipar stýrihóp um áfengis- og vímuefnameðferð „Ég vil að þú sért alltaf með farða, annars sjást bólurnar þínar“ Vilja úthýsa einkaþotum og þyrlum Hvetja landsmenn til að búa sig undir neyðarástand Björn hvergi af baki dottinn Sjór gekk yfir fjárhús í Vík og allt á floti Suðurlandsvegi lokað vegna alvarlegs slyss Hveitibrauðsdögunum lokið: Ríkisstjórnin pólitískt stórtækari en von var á Menningarslys verði frumvarpið samþykkt Spyr um ábyrgð skólastjóra í stóra skómálinu Segir ÍR að slökkva á skiltinu Ríkisstjórnin hefur starfað í hundrað daga og fjármálaáætlun kynnt Bein útsending: Gera upp fyrstu hundrað daga ríkisstjórnarinnar Stór hópur fullorðins fólks á Íslandi lifir eins og börn Hallarekstur stöðvaður á næstu tveimur árum Áfram talinn vanhæfur til að taka sæti í ráðinu Bein útsending: Ráðherra kynnir fjármálaáætlun Reksturinn í uppnámi og uppsagnir fyrirhugaðar Trúverðugleiki forsætisráðherra sé í húfi Grindvíkingar segjast vera Excel skjöl í ráðuneytum í Reykjavík Grænlandsheimsókn varaforseta og þrumuveður Þremur vísað út af Landspítalanum Stemningin farin ári fyrir stjórnarslitin Arftaki 757-þotunnar ekki í boði frá Boeing Sjá meira