Yfirlýsing kennara eftir fund með borgarstjóra Andrea Sigurjónsdóttir, Eygló Friðriksdóttir, Guðrún Gunnarsdóttir, Jónína Einarsdóttir, Kristín Björnsdóttir, Lilja Margrét Möller, Linda Ósk Sigurðardóttir og Þóranna Rósa Ólafsdóttir skrifa 18. október 2024 20:32 Undirritaðar, fulltrúar kennara í Reykjavík, áttu fund með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, vegna ummæla hans á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kennara. Ummælin vöktu mikla reiði kennarasamfélagsins og kennarar mótmæltu þeim við Ráðhús Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum baðst borgarstjóri afsökunar á ummælum sínum um kennara og undirrituðum gafst tækifæri til að veita honum innsýn í kennarastarfið, jafnt í leik- og grunnskólum. Stórt verkefni er fram undan sem er að tryggja öllum börnum vel menntaða kennara en skólarnir standa nú frammi fyrir stöðugt vaxandi mönnunarvanda. Til að laða fólk í kennslu á ný þarf að setja menntamál á oddinn í Reykjavík og tala af virðingu um kennarastarfið. Einnig var bent á mikilvægi þess að kennurum stæðu til boða samkeppnishæf laun og því þyrfti að leysa kjaradeiluna sem fyrst. Starfsaðstæður kennara voru til umræðu, verkefnafjöldi á herðum kennara, hópastærðir og það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum skólanna en mikið er um rakaskemmdir og myglu í skólum borgarinnar sem hefur áhrif á heilsu starfsfólks og nemenda. Rætt var um mikilvægi þess að borgarstjóri sem æðsti yfirmaður kennara talaði ætíð á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um kennara jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar og setti sig vel inn í þeirra mál. Á fundinum var lagt til að annar fundur yrði skipulagður með sömu fulltrúum að nokkrum vikum liðnum. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljum sjá Reykjavík í fararbroddi í menntamálum. Til þess þarf vel menntaða, sátta kennara. Virðingarfyllst, Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur Lilja Margrét Möller varaformaður Kennarafélags Reykjavíkur Eygló Friðriksdóttir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Þóranna Rósa Ólafsdóttir varaformaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Linda Ósk Sigurðardóttir formaður 1. deildar Félags leikskólakennara Andrea Sigurjónsdóttir varaformaður 1. deildar Félags leikskólakennara Guðrún Gunnarsdóttir formaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Jónína Einarsdóttir varaformaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Höfundar eru formenn og varaformenn félaga kennara og stjórnenda í leik- og grunnskólum borgarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Grunnskólar Skóla- og menntamál Reykjavík Börn og uppeldi Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Kennaraverkfall 2024 Mest lesið Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir Skoðun Lausnir eða kyrrstaða í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Leikskólavandinn? Hópur leikskólakennara og starfsfólks leikskóla í Reykjavík Skoðun Er þetta gott plan í heilbrigðismálum? Jón Ívar Einarsson Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir Skoðun Veistu þitt skýjaspor? Hólmfríður Rut Einarsdóttir,Þóra Rut Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Það hafa allir sjötta skilningarvit Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Skoðun mín á alþingiskosningum 2024 Valgerður Bára Bárðardóttir skrifar Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar Skoðun Hlustið á fólkið í skólunum? Dóra Þorleifsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægasta atkvæðið Kristbjörg Þórisdóttir skrifar Skoðun Nálgunarbann Fjölnir Sæmundsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Kosningasigur fyrir dýravernd Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Í morgun vöknuðum við á merkilegum tíma Silja Rún Friðriksdóttir skrifar Skoðun Hálft líf heimilislausra kvenna Kristín I. Pálsdóttir,Halldóra R. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Sjá meira
Undirritaðar, fulltrúar kennara í Reykjavík, áttu fund með Einari Þorsteinssyni borgarstjóra í Ráðhúsi Reykjavíkur í gær, vegna ummæla hans á fjármálaráðstefnu Sambands íslenskra sveitarfélaga um kennara. Ummælin vöktu mikla reiði kennarasamfélagsins og kennarar mótmæltu þeim við Ráðhús Reykjavíkur síðastliðinn þriðjudag. Á fundinum baðst borgarstjóri afsökunar á ummælum sínum um kennara og undirrituðum gafst tækifæri til að veita honum innsýn í kennarastarfið, jafnt í leik- og grunnskólum. Stórt verkefni er fram undan sem er að tryggja öllum börnum vel menntaða kennara en skólarnir standa nú frammi fyrir stöðugt vaxandi mönnunarvanda. Til að laða fólk í kennslu á ný þarf að setja menntamál á oddinn í Reykjavík og tala af virðingu um kennarastarfið. Einnig var bent á mikilvægi þess að kennurum stæðu til boða samkeppnishæf laun og því þyrfti að leysa kjaradeiluna sem fyrst. Starfsaðstæður kennara voru til umræðu, verkefnafjöldi á herðum kennara, hópastærðir og það ófremdarástand sem ríkir í húsnæðismálum skólanna en mikið er um rakaskemmdir og myglu í skólum borgarinnar sem hefur áhrif á heilsu starfsfólks og nemenda. Rætt var um mikilvægi þess að borgarstjóri sem æðsti yfirmaður kennara talaði ætíð á jákvæðan og uppbyggilegan hátt um kennara jafnt á opinberum vettvangi sem annars staðar og setti sig vel inn í þeirra mál. Á fundinum var lagt til að annar fundur yrði skipulagður með sömu fulltrúum að nokkrum vikum liðnum. Við eigum sameiginlegra hagsmuna að gæta og viljum sjá Reykjavík í fararbroddi í menntamálum. Til þess þarf vel menntaða, sátta kennara. Virðingarfyllst, Kristín Björnsdóttir formaður Kennarafélags Reykjavíkur Lilja Margrét Möller varaformaður Kennarafélags Reykjavíkur Eygló Friðriksdóttir formaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Þóranna Rósa Ólafsdóttir varaformaður Skólastjórafélags Reykjavíkur Linda Ósk Sigurðardóttir formaður 1. deildar Félags leikskólakennara Andrea Sigurjónsdóttir varaformaður 1. deildar Félags leikskólakennara Guðrún Gunnarsdóttir formaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Jónína Einarsdóttir varaformaður 1. deildar Félags stjórnenda í leikskólum Höfundar eru formenn og varaformenn félaga kennara og stjórnenda í leik- og grunnskólum borgarinnar.
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson skrifar
Skoðun Skautaíþróttir í Reykjavík í dauðafæri - kýlum á stækkun Skautahallarinnar Bjarni Helgason skrifar
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Kristrún, Þorgerður og Inga: Framtíð Íslands - Ykkar tími er komin! Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun