„Stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri“ Stefán Marteinn Ólafsson skrifar 18. október 2024 22:09 Rúnar Ingi Erlingsson er þjálfari Njarðvíkinga. vísir/Diego Njarðvík heimsótti nágranna sína í Keflavík í lokaleik 3. umferðar Bónus deildar karla í Blue höllinni í kvöld. Eftir erfitt kvöld framan af voru það Njarðvíkingar sem reyndust sterkari á loka kaflanum og sóttu gríðarlega sterkan 88-89 sigur. „Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“ Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira
„Ég væri að ljúga af þér ef ég segði þér að þetta væri ekki að hlýja hjartanu í mér. Sérstaklega eftir erfiðan Keflavík-Njarðvík vetur í fyrra að koma hérna og taka sigur á móti flottu Keflavíkurliði. Ég er bara virkilega stoltur af mínu liði og frammistöðunni sem við settum á gólfinu í dag og sérstaklega þessum andlega styrk sem við sýnum og ég er búin að vera ræða um við þá,“ sagði Rúnar Ingi Erlingsson þjálfari Njarðvíkur eftir sigurinn í kvöld. „Frá því á síðasta tímabili þá svona fannst mér sem áhorfanda þeir ekki bregðast nógu vel við þegar þeir fá höggin og við fengum alveg höggin hér í dag frá Keflavík en við stóðum upp sterkari og svöruðum með sigri,“ sagði Rúnar Ingi. Njarðvík átti ekki góðan endi á fyrstu þrem leikhlutunum í kvöld en stóðst þessi högg sem Rúnar Ingi talaði um og náði að sækja sigurinn. „Körfubolti er leikur áhlaupa, eins klisjukennt og það er. Við vitum að þetta er akkurat það sem Keflavík stendur fyrir og þeirra sóknarleikur. Ef við erum að svara í sömu mynt og reyna að taka einhver hetjuskot til baka þá eru þeir rosalega góðir í því að refsa.“ Hrós á þann sem einhverjir kölluðu „flugvallarkana“ „Skilaboðin mín fyrir fjórða leikhluta voru fremur einföld. Það var að reyna hægja á þessu og reyna spila okkar körfubolta. Við fórum að vinna með tveggja manna leik þarna á kantinum og mjöttluðum þetta. Þannig gátum við hægt á leiknum og staðið okkar fimm á fimm vörn. Fullt hrós á Isaiah Coddon sem að kemur hérna inn og verið kallaður einhver flugvallarkani og alls konar. Þá skal ég bara taka fullt af þeim því hann var stórkostlegur hérna í fjórða leikhluta að dekka einn besta sóknarmann í deildinni og setur svo töffaraskot og ég er bara hrikalega ánægður með hann.“ Njarðvíkingar fóru svolítið úr sínum leik í öðrum leikhluta og misstu Keflavík frá sér í smá forskot en Njarðvíkingar gerðu vel að vinna sig til baka og náðu að komast aftur á rétt spor og unnu svo leikinn. „Það er bara aginn sem við eigum eftir að læra sem lið. Við erum með tvo frábæra bakverði sem að settu 65 stig í síðasta leik. Við þurfum að finna þetta jafnvægi og við erum kannski ekki komnir þangað að læra að mjólka áfram það sem er að virka í staðin fyrir að fá einhverja tilfinningu um að ég þarf aðeins eitthvað að fá einhver stig á töfluna. Það skiptir engu máli í góðu liðunum og það er mitt verkefni að koma okkur frá því að vera liðið með fullt af góðum leikmönnum í það að vera frábært lið og það er mitt verkefni í vetur.“
Bónus-deild karla Keflavík ÍF UMF Njarðvík Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Saka ekki alvarlega meiddur Enski boltinn Fleiri fréttir Warriors vann leik sem var eins og frá 1997 „Langaði að bæta nálgun mína á körfubolta“ Doncic og James byrjuðu á tapi á heimavelli Hamar í góðum málum og Breiðablik jafnaði metin „Flæðið í sóknarleiknum var frábært“ Uppgjörið: Haukar - Valur 101-66 | Haukar völtuðu yfir Val í fyrstu rimmunni „Fráköstin hjá okkur voru hræðileg“ Uppgjörið: Njarðvík - Keflavík 95-80 | Yfirburðir í fráköstum og Njarðvíkingar leiða „Við Em erum miklu stærri en þær allar“ Martröðin fullkomnuð fyrir Mavericks Veðbankar vestanhafs halda með mótherjum Lakers KR einum sigri frá því að komast upp í Bónus-deildina Brynjar Karl tekur slaginn og segist ætla að bjóða sig fram sem forseta ÍSÍ Haiden Palmer kemur aftur til Íslands en nú sem þjálfari Garðabæjargrýla Grindvíkinga hefur stækkað og stækkað í 86 mánuði Lagði egóið til hliðar fyrir liðið „Ég er alltaf stressuð“ Dallas og Miami enn á lífi í umspili NBA „Skitum á okkur í þriðja leikhluta“ „Fáránlega erfið sería“ Háspenna í umspili um sæti í Bónus deildinni Uppgjörið: Haukar - Grindavík 79-64 | Haukar númeri of stórar Svona eru undanúrslitin: Ballið hefst á tvíhöfða annan í páskum Versta úrslitakeppnin í sögu Reykjanesbæjarliðanna Butler og Curry í stuði þegar Golden State komst í úrslitakeppnina Luka fyrstur til að skáka Steph og LeBron í meira en áratug „Holan var of djúp“ „Vissum alveg að við værum í góðum málum“ „Við erum að byggja upp ákveðinn kúltúr“ Uppgjörið: Álftanes - Njarðvík 104-89 | Álftnesingar í undanúrslit í fyrsta sinn Sjá meira