„Ævintýri og lygar í boði sumra ykkar“ Sindri Sverrisson skrifar 18. október 2024 22:57 Erik ten Hag er áfram knattspyrnustjóri Manchester United, þvert á það sem margir virtust halda fyrir landsleikjahléið. Getty/Ash Donelon Erik ten Hag, knattspyrnustjóri Manchester United, sakar fjölmiðlamenn um að spinna lygar um framtíð hans í starfi. Allir hjá United séu á sömu blaðsíðu. Mikil pressa virtist á Ten Hag eftir 3-0 tapið gegn Tottenham í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem nú er að ljúka. United er aðeins í 14. sæti og ýmsir töldu að dagar hollenska stjórans væru taldir, ekki síst þegar fulltrúar bandarísku Glazer-fjölskyldunnar funduðu með meðeiganda sínum, Sir Jim Ratcliffe, og öðrum stjórnendum félagsins í London í síðustu viku. Niðurstaðan af þeim fundi var þó ekki sú að reka Ten Hag, sem stýrði United til bikarmeistaratitils í vor og deildabikarmeistaratitils árið áður. United mætir því Brentford á morgun með Ten Hag í brúnni og freistar þess að ná í sigur eftir fimm leiki í röð án sigurs í öllum keppnum. „Líklega trúðu þeir mér ekki“ Ten Hag segir fjölmiðlamenn vísvitandi hafa hunsað ummæli hans eftir markalaust jafntefli við Aston Villa 6. október, þegar hann sagði sig og eigendur United á sömu blaðsíðu. „Einu lætin eru þessi ævintýri og lygar í boði sumra ykkar,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Ég veit að við erum allir á sömu blaðsíðu hjá þessu félagi. Ég sagði þetta fyrir hléið. Ég sagði nokkrum fjölmiðlamönnum þetta. Líklega trúðu þeir mér ekki því ég sá hvernig fréttirnar voru svo. En innanbúðar er allt rólegt,“ sagði Ten Hag. Ef United vinnur ekki Brentford mun liðið hafa spilað sex leiki í röð í öllum keppnum án sigurs. Það yrði í fyrsta sinn í fimm ár. Brentford hefur hins vegar ekki fagnað sigri á Old Trafford síðan árið 1937, en var ansi nálægt því á síðustu leiktíð áður en Scott McTominay skoraði í tvígang í lokin. „Við erum auðvitað óánægðir með þá stöðu sem við erum í. Taflan lýgur ekki og þetta er ekki nógu gott. En við erum rólegir og yfirvegaðir. Við höldum okkur við planið og erum vissir um að uppskera,“ sagði Ten Hag. Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Sjá meira
Mikil pressa virtist á Ten Hag eftir 3-0 tapið gegn Tottenham í síðasta leik fyrir landsleikjahléið sem nú er að ljúka. United er aðeins í 14. sæti og ýmsir töldu að dagar hollenska stjórans væru taldir, ekki síst þegar fulltrúar bandarísku Glazer-fjölskyldunnar funduðu með meðeiganda sínum, Sir Jim Ratcliffe, og öðrum stjórnendum félagsins í London í síðustu viku. Niðurstaðan af þeim fundi var þó ekki sú að reka Ten Hag, sem stýrði United til bikarmeistaratitils í vor og deildabikarmeistaratitils árið áður. United mætir því Brentford á morgun með Ten Hag í brúnni og freistar þess að ná í sigur eftir fimm leiki í röð án sigurs í öllum keppnum. „Líklega trúðu þeir mér ekki“ Ten Hag segir fjölmiðlamenn vísvitandi hafa hunsað ummæli hans eftir markalaust jafntefli við Aston Villa 6. október, þegar hann sagði sig og eigendur United á sömu blaðsíðu. „Einu lætin eru þessi ævintýri og lygar í boði sumra ykkar,“ sagði Ten Hag á blaðamannafundi í dag. „Ég veit að við erum allir á sömu blaðsíðu hjá þessu félagi. Ég sagði þetta fyrir hléið. Ég sagði nokkrum fjölmiðlamönnum þetta. Líklega trúðu þeir mér ekki því ég sá hvernig fréttirnar voru svo. En innanbúðar er allt rólegt,“ sagði Ten Hag. Ef United vinnur ekki Brentford mun liðið hafa spilað sex leiki í röð í öllum keppnum án sigurs. Það yrði í fyrsta sinn í fimm ár. Brentford hefur hins vegar ekki fagnað sigri á Old Trafford síðan árið 1937, en var ansi nálægt því á síðustu leiktíð áður en Scott McTominay skoraði í tvígang í lokin. „Við erum auðvitað óánægðir með þá stöðu sem við erum í. Taflan lýgur ekki og þetta er ekki nógu gott. En við erum rólegir og yfirvegaðir. Við höldum okkur við planið og erum vissir um að uppskera,“ sagði Ten Hag.
Enski boltinn Mest lesið Liva Ingebrigtsen: „Ég sá hrylling“ Sport Sniðganga var rædd innan HSÍ Handbolti Rice hlustaði ekki á Ødegaard sem sagði honum að gefa fyrir Fótbolti Martraðardvöl Bjarka hjá Brann: Valinn verstu kaup tímabilsins Fótbolti Utan vallar: Með harpix á höndunum – ekki blóð Handbolti Besta-spáin 2025: Stoppa stutt við eftir langa eyðimerkurgöngu Íslenski boltinn Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Enski boltinn Myndaveisla: Þrenna Karólínu Leu tryggði Íslandi stig Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikir í Meistaradeild Evrópu og úrslitakeppni kvenna í körfu Sport „Þið eruð ekki nógu duglegar að tuða í dómurunum“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Enskir fjölmiðlar segja Chelsea hafa brotið reglur UEFA Everton gerði grönnunum greiða með því að taka stig af Arsenal Amorim: Klikkun að halda að Man United geti unnið ensku úrvalsdeildina „Sorgardagur fyrir Manchester City“ Bruno bestur í mars Fordæma morðhótanir sem Tarkowski hafa borist De Bruyne yfirgefur City eftir tímabilið Húðflúr stuðningsmanns Newcastle gæti orðið algjörlega gagnslaust Haaland flúði Manchester borg Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu Sjá meira