Rangfærslur bæjarstjóra Stefán Georgsson skrifar 20. október 2024 22:31 Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Hérna fer Rósa með rangt mál að öllu leyti. Annað hvort veit bæjarstjóri ekki betur eða hún er vísvitandi að fara með rangt mál til að slá pólítískar keilur. Staðreyndir málsins eru þær að gegnum Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði liggur Hamraneslína 1-2. Gatnagerð í hverfinu lauk að mestu árið 2008 og það stóð lengi óbyggt. Hafnarfjarðarbær og íbúar hafa lengi þrýst á Landsnet að færa línurnar eða setja þær í jarðstreng. Lagt var til árið 2015 að setja Hamraneslínu 1-2 í jarðstreng, en Landsnet tók það ekki í mál. Ferill málsins er rakinn á Facebook síðu áhugahópsins Jarðstrengja. Sama ár (2015) fóru Íbúasamtök Valla í undirskriftasöfnun til að þrýsta á Landnset og í framhaldinu var gert samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, meðal annars um að taka Hamraneslínu niður þegar búið væri að byggja nýjar raflínur til Hafnarfjarðar, svokallaður Lyklafellslínu. Framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu (sem bæjarstjóri virðist rugla við Suðurnesjalínu 2) var fellt úr gildi 2018. Það var fellt úr gildi þar sem Landsnet gleymdi að skoða jarðstreng í öxl Bláfjallavegar sem valkost við loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði í mati á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum er á ábyrgð framkvæmdaaðila og út í hött að kenna náttúruverndarsamtökum um að Landsnet fylgdi ekki lögum. Þetta er alveg skýrt í úrskurði ÚUA: „Úrskurðarnefndin hefur að framan komist að þeirri niðurstöðu að ógilda beri hina kærðu ákvörðun þar sem ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.“ Til að gera langa sögu stutta fór svo að gjósa á Reykjanesi og jarðvísindamenn mæltu eindregið gegn þeim valkosti sem Landsnet lagði til. Því var hætt við allt saman og valkosturinn sem Landsnet hafði hafnað 2015 varð allt í einu raunhæfur. Nú í október 2024 (9 árum síðar) var jarðstrengur í stað Hamraneslínu í Skarðshlíð spennusettur og í framhaldi verður línan tekin niður. Í millitíðinni hafði Landsnet fært línuna til bráðabirgða með ærnum tilkostnaði. Níu ára töf og viðbótarkostnaður er alfarið á ábyrgð Landsnets, ekki frjálsra félagasamtaka. Höfundur er verkfræðingur. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hafnarfjörður Orkumál Umhverfismál Mest lesið Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson Skoðun Hugleiðingar um virðismat kennara Bergur Hauksson Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Töfrakista tækifæranna Hrefna Óskarsdóttir skrifar Skoðun Dómskerfið reynir að þegja alla gagnrýni á sig í hel Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Frelsið er yndislegt þegar það hentar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Borgaralegt og hernaðarlegt Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunngildum Sólveig Anna Jónsdóttir skrifar Skoðun Samúð Jón Steinar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Allskonar núansar Lilja Kristín Jónsdóttir skrifar Skoðun Íslensk framleiðsla á undanhaldi - hver græðir? Guðmundur Þórir Sigurðsson skrifar Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Byggjum meira á Kjalarnesi Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Hæstaréttardómari kallar Gróu á Leiti til vitnis Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Hugleiðingar um listamannalaun V Þórhallur Guðmundsson skrifar Skoðun Úr hörðustu átt Rósa Guðbjartsdóttir!!! Alma Björk Ástþórsdóttir skrifar Skoðun Olíunotkun er þjóðaröryggismál Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Mokum ofan í skotgrafirnar Teitur Atlason skrifar Skoðun Kennarastarfið óheillandi... því miður Guðrún Kjartansdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti sem leiðarljós í starfi Háskóla Íslands Silja Bára R. Ómarsdóttir skrifar Skoðun Skattspor ferðaþjónustunnar 184 milljarðar árið 2023 Pétur Óskarsson skrifar Skoðun Kynskiptur vinnumarkaður Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Við kjósum Magnús Karl Lotta María Ellingsen,Jón Ólafsson skrifar Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes skrifar Skoðun Mjólkursamsalan færir hundruð milljóna til erlendra bænda Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Gulur, rauður, blár og B+ Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar Sjá meira
Rósa Guðbjartsdóttir bæjarstjóri í Hafnarfirði fór mikinn á fjármálaráðstefnu sveitarfélaga nú fyrr í október. Í frétt Morgunblaðsins sem endursögð er að hluta á mbl.is segir Rósa kærur náttúruverndarsamtaka hafa kostað Hafnarfjarðarbæ 8 milljarða. Hérna fer Rósa með rangt mál að öllu leyti. Annað hvort veit bæjarstjóri ekki betur eða hún er vísvitandi að fara með rangt mál til að slá pólítískar keilur. Staðreyndir málsins eru þær að gegnum Skarðshlíðarhverfi í Hafnarfirði liggur Hamraneslína 1-2. Gatnagerð í hverfinu lauk að mestu árið 2008 og það stóð lengi óbyggt. Hafnarfjarðarbær og íbúar hafa lengi þrýst á Landsnet að færa línurnar eða setja þær í jarðstreng. Lagt var til árið 2015 að setja Hamraneslínu 1-2 í jarðstreng, en Landsnet tók það ekki í mál. Ferill málsins er rakinn á Facebook síðu áhugahópsins Jarðstrengja. Sama ár (2015) fóru Íbúasamtök Valla í undirskriftasöfnun til að þrýsta á Landnset og í framhaldinu var gert samkomulag milli Hafnarfjarðarbæjar og Landsnets, meðal annars um að taka Hamraneslínu niður þegar búið væri að byggja nýjar raflínur til Hafnarfjarðar, svokallaður Lyklafellslínu. Framkvæmdaleyfi vegna Lyklafellslínu (sem bæjarstjóri virðist rugla við Suðurnesjalínu 2) var fellt úr gildi 2018. Það var fellt úr gildi þar sem Landsnet gleymdi að skoða jarðstreng í öxl Bláfjallavegar sem valkost við loftlínu gegnum vatnsverndarsvæði í mati á umhverfisáhrifum. Mat á umhverfisáhrifum er á ábyrgð framkvæmdaaðila og út í hött að kenna náttúruverndarsamtökum um að Landsnet fylgdi ekki lögum. Þetta er alveg skýrt í úrskurði ÚUA: „Úrskurðarnefndin hefur að framan komist að þeirri niðurstöðu að ógilda beri hina kærðu ákvörðun þar sem ekki sé sýnt fram á að jarðstrengskostir séu ekki raunhæfir og samanburður á umhverfisáhrifum þeirra og aðalvalkosts framkvæmdaraðila hafi ekki farið fram með þeim hætti sem lög gera ráð fyrir.“ Til að gera langa sögu stutta fór svo að gjósa á Reykjanesi og jarðvísindamenn mæltu eindregið gegn þeim valkosti sem Landsnet lagði til. Því var hætt við allt saman og valkosturinn sem Landsnet hafði hafnað 2015 varð allt í einu raunhæfur. Nú í október 2024 (9 árum síðar) var jarðstrengur í stað Hamraneslínu í Skarðshlíð spennusettur og í framhaldi verður línan tekin niður. Í millitíðinni hafði Landsnet fært línuna til bráðabirgða með ærnum tilkostnaði. Níu ára töf og viðbótarkostnaður er alfarið á ábyrgð Landsnets, ekki frjálsra félagasamtaka. Höfundur er verkfræðingur.
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til Reykjavíkurborgar um matvæli í leik- og grunnskólum Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind er síðasta von íslensks heilbrigðiskerfis – munum við grípa tækifærið? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Við erum ennþá hvalveiðiþjóð, hvenær ætlar ríkisstjórnin að grípa í taumana? Micah Garen skrifar
Skoðun Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Magnús Karl Magnússon – öflugur málsvari Háskóla Íslands Arna Hauksdóttir,Þórarinn Guðjónsson skrifar
Skoðun Tungumálakort – leitin að tungumálaforðanum 2025 Renata Emilsson Peskova,Þorbjörg Halldórsdóttir,Kristín R. Vilhjálmsdóttir skrifar
Skoðun Álitsgerð um hvalveiðar, sögu og stöðu þeirra, misferli, lögbrot og veiðileyfi, sem ekki stenzt Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Í hverjum bekk býr rithöfundur – Ísland, land lifandi ævintýra Einar Mikael Sverrisson skrifar
Vegna umfjöllunar Kveiks um kynferðislega áreitni á vinnustöðum Andri Valur Ívarsson,Anna Rós Sigmundsdóttir,Dagný Aradóttir Pind,Hrannar Már Gunnarsson,Jenný Þórunn Stefánsdóttir Skoðun