Líkir Jürgen Klopp við Jordan Henderson Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 07:32 Jürgen Klopp og Jordan Henderson þegar þeir voru báðir í leiðtogahlutverki hjá Liverpool. Getty/Sebastian Frej Jürgen Klopp og Jordan Henderson upplifðu frábæra tíma saman sem knattspyrnustjóri og fyrirliði Liverpool. Liverpool vann marga titla á þeim tíma. Þeir eiga það líka sameiginlegt að hafa tekið umdeilda ákvörðun sem sumir telja að hafa skaðað orðspor þeirra. Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc) Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Sjá meira
Blaðamaðurinn Simon Hughes segir að nýjast útspil Klopp, um að taka við starfi hjá Red Bull fótboltaveldinu, minni hann á þegar Jordan Henderson elti peningana til Sádí-Arabíu. „Hann talaði fyrir einu en gerði svo algjöra andstöðu þess,“ sagði Simon Hughes. Henderson yfirgaf Liverpool fyrir peningana í Sádí-Arabíu. Maðurinn sem hafði leitt Liverpool liðið og látið verkin tala inn á vellinum lét freistast af gylliboðum Arabanna. Ævintýri hans í Sádi-Arabíu var þó afar stutt og áður en tímabilið var liðið þá var hann kominn aftur til Evrópu. Hann samdi við hollenska félagið Ajax þar sem hann spilar enn. Það er engin spurning um það að Henderson er ekki litinn sömu augum í dag og þegar leit út fyrir að hann ætlaði að enda ferilinn hjá Liverpool. Margir stuðningsmenn Liverpool grétu líka þegar Jürgen Klopp hætti sem stjóri liðsins en hann var ekki lengi í burtu frá fótboltanum. Klopp mun taka við sem alþjóða yfirmaður knattspyrnumála hjá Red Bull fyrirtækinu í upphafi nýs árs. Red Bull á félög í nokkrum löndum og eru Red Bull Leipzig í Þýskalandi og Red Bull Salzburg í Austurríki þeirra stærst. Ákvörðun Klopp hefur fengið töluverða gagnrýni í Þýskalandi sem og víðar en hvergi meiri en hjá aðdáendum Mainz og Dortmund, liðum sem Klopp stýrði um árabil. Klopp hefur í gegnum tíðina verið gagnrýninn á eigendur knattspyrnufélaga sem eiga hlut í mörgum félögum. Árið 2017 sagði hann að hann væri „knattspyrnurómantíkus og aðdáandi hefða innan knattspyrnunnar.“ Þessi orð hans eru nú að bíta hann í rassinn. Stuðningsmenn Dortmund hafa farið mikinn á samfélagsmiðlum og segja hræsni Klopp mikla. Stuðningsmenn Mainz létu goðsögn félagsins líka heyra það á borðum sínum í síðasta leik. View this post on Instagram A post shared by The Athletic | Football (@theathleticfc)
Enski boltinn Mest lesið Beckham: Hvernig voga þeir sér að segja þetta um Viktoríu mína Fótbolti Stelpurnar földu auglýsingu Rapyd eftir sigurinn Handbolti Yfirlýsing frá landsliðinu: „Förum fram á að Ísrael verði meinuð þátttaka“ Handbolti Olga tekur slaginn við Willum um stól forseta ÍSÍ Sport Hrædd vegna ástandsins og þorði ekki í landsleikina Fótbolti Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Enski boltinn Leikmenn sem gætu blómstrað á nýjum stað Íslenski boltinn Bjarki gerði allt brjálað á Skaganum með því að kyssa KR-merkið Íslenski boltinn „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Enski boltinn Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Enski boltinn Fleiri fréttir Postecoglou: Það er leki í félaginu Gat farið hvert sem er en valdi að vera hjá okkur „Stöð 2 Sport er enski boltinn“ Cantona telur Ratcliffe vera að eyðileggja Manchester United Salah skrifar undir tveggja ára samning við Liverpool Markvörðurinn skoraði með hjólhestaspyrnu á síðustu stundu Svona verður enski boltinn á Stöð 2 Sport Arnar spilaði með besta „pöbbaliði“ Bretlands Salah nálgast nýjan samning Klopp mætir aftur til Liverpool í næsta mánuði England öruggt með fimm sæti í Meistaradeildinni á næsta tímabili Brady óskaði Willum, Alfonsi og félögum til hamingju Íslendingalið Birmingham upp í B-deild Sjáðu hitt rauða spjaldið sem Gylfi hefur fengið á ferlinum Settu met sem enginn vill eiga Of ungur til að auglýsa veðmál Newcastle heldur áfram að klífa töfluna Sóknarlína Chelsea veldur áhyggjum Van Dijk tjáir sig um samningaviðræðurnar Rekinn sem slakasti stjóri í sögu ensku úrvalsdeildarinnar Neville hélt þrumuræðu um vélmennaboltann sem er að eyðileggja leikinn Guardiola hneykslaður á söngvum um móður Fodens „Ég horfði á leikinn og sparkaði tebollanum í gólfið“ Ekkert mark í grannaslagnum Chelsea tapaði stigum í markalausum Lundúnaslag Tottenham sendi Southampton niður í b-deildina Fyrsta deildartap Liverpool síðan í september „Ég er 100% pirraður“ Mikið breytt lið Villa vann mikilvægan sigur Ekki góður dagur fyrir Meistaradeildardrauma Brighton og Bournemouth Sjá meira