Shearer hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 25. október 2024 22:31 Erling Haaland fagnar þessu ótrúlega marki sínu sem hann skoraði fyrir Manchester City á móti Spörtu Prag í Meistaradeildinni í vikunni. Getty/Robbie Jay Barratt Gary Lineker, Alan Shearer og Micah Richards ræddu eins og fleiri magnað mark Erling Braut Haaland í Meistaradeildinni í vikunni. Annað af mörkum Haaland fyrir Manchester City á móti Spörtu Prag skoraði sá norski með skoti aftur fyrir bak með sannkallaðri háloftahælspyrnu. Það var margt sem þótti varla mannlegt við þetta skot Norðmannsins. Hvernig hann náði krafti í skotið og hvernig hann náði að taka hælspyrnu svo hátt uppi voru tvær af þessum spurningum sem fótboltasérfræðingarnir veltu fyrir sér. „Við verðum að byrja á því að ræða þetta mark hjá Haaland. Ég hef aldrei séð svona áður. Ég meina þetta var stórbrotið,“ sagði Gary Lineker í hlaðvarpsþætti sínum, The Best is Football. Hann skoraði ófá mörkin á ferli sínum alveg eins og Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Shearer sjálfur var á því að hann hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði þarna. „Ég hefði tognað á nára, á hné eða aftan í læri. Eitthvað hefði gefið sig hefði ég reynt þetta,“ sagði Alan Shearer. „Réttara sagt ég hefði aldrei náð þessu. Þetta er svo magnað mark. Þvílíkt mark hjá honum þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Shearer. „Hann minnti mig á Ibrahimovic,“ sagði Micah Richards og líkt tilþrifum Haaland við þau hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic sem skoraði mörg mörk á ferlinum. „Ég var einmitt að hugsa það sama,“ sagði Lineker. „Það er magnað að sjá hvernig þeir gert hreyft á sér skrokkinn verandi svona stórir menn,“ sagði Richards. View this post on Instagram A post shared by The Rest Is Football (@therestisfootball) Enski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira
Annað af mörkum Haaland fyrir Manchester City á móti Spörtu Prag skoraði sá norski með skoti aftur fyrir bak með sannkallaðri háloftahælspyrnu. Það var margt sem þótti varla mannlegt við þetta skot Norðmannsins. Hvernig hann náði krafti í skotið og hvernig hann náði að taka hælspyrnu svo hátt uppi voru tvær af þessum spurningum sem fótboltasérfræðingarnir veltu fyrir sér. „Við verðum að byrja á því að ræða þetta mark hjá Haaland. Ég hef aldrei séð svona áður. Ég meina þetta var stórbrotið,“ sagði Gary Lineker í hlaðvarpsþætti sínum, The Best is Football. Hann skoraði ófá mörkin á ferli sínum alveg eins og Alan Shearer, markahæsti leikmaður ensku úrvalsdeildarinnar frá upphafi. Shearer sjálfur var á því að hann hefði stórslasað sig við að reyna það sem Haaland gerði þarna. „Ég hefði tognað á nára, á hné eða aftan í læri. Eitthvað hefði gefið sig hefði ég reynt þetta,“ sagði Alan Shearer. „Réttara sagt ég hefði aldrei náð þessu. Þetta er svo magnað mark. Þvílíkt mark hjá honum þetta var alveg ótrúlegt,“ sagði Shearer. „Hann minnti mig á Ibrahimovic,“ sagði Micah Richards og líkt tilþrifum Haaland við þau hjá Svíanum Zlatan Ibrahimovic sem skoraði mörg mörk á ferlinum. „Ég var einmitt að hugsa það sama,“ sagði Lineker. „Það er magnað að sjá hvernig þeir gert hreyft á sér skrokkinn verandi svona stórir menn,“ sagði Richards. View this post on Instagram A post shared by The Rest Is Football (@therestisfootball)
Enski boltinn Mest lesið Launaði greiðann og gaf liðsfélaganum sigurinn Formúla 1 „Ég þarf smá útrás“ Handbolti Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Enski boltinn Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Enski boltinn Musiala bjargaði stigi fyrir Bayern Fótbolti Tryggvi frákastahæstur í tapi gegn gömlu félögunum Körfubolti Óskar Hrafn opnar sig um Haugesund: Best að falla á eigið sverð Fótbolti Fallbaráttulið Nantes tók stig af meisturunum Fótbolti HM í fótbolta 2034 mun fara fram um vetur Fótbolti Öruggur sigur ÍBV gegn Val Handbolti Fleiri fréttir Sjö marka fyrri hálfleikur skaut Skyttunum í annað sætið Frábær byrjun Slot ekki nóg til að slá út Solskjær Guardiola: Núna þarf ég að sanna mig Liverpool fékk slæmar fréttir fyrir risaleikinn Fimm mínútna VAR-dómur en fyrsta útistig Southampton Leicester-menn skammaðir fyrir jólapartíið Kostað Manchester United marga milljarða að skipt um stjóra Réttarhöldin yfir Manchester City klárast fyrir jól Van Nistelrooy mættur aftur í ensku úrvalsdeildina Coote gaf gult spjald eins og hann talaði um fyrir leik Segir það sárt að vera ekki velkominn hjá Liverpool Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Sjá meira