„Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi“ Ágúst Orri Arnarson skrifar 26. október 2024 16:27 Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, vill tíu liða deild með þremur umferðum frekar en tólf liða deild með úrslitakeppni. Vísir/Viktor Freyr Rúnar Kristinsson, þjálfari Fram, hefur þurft að horfa á sína menn tapa fjórum leikjum í röð eftir að hafa bjargað sér frá falli. 1-4 varð niðurstaðan gegn KA í lokaleik tímabilsins. „Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“ Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira
„Ég á eiginlega engin orð yfir frammistöðuna í síðustu fjórum leikjum. Það sem fólk man er frammistaðan undanfarið og allt það góða sem við gerðum í sumar gleymist bara. Því miður þá er þetta ömurlegir endir fyrir okkur, ömurlegir síðustu fjórir leikir sem tapast allir. Við erum ekki líkir sjálfum okkur og manni líður bara illa yfir þessu, þetta er ótrúlega leiðinlegt og ég efast ekki um að strákunum finnist það líka en við verðum bara að gera betur. Verðum að vilja vinna fótboltaleiki þó þeir hefðu ekki mikla þýðingu fyrir okkur,“ sagði Rúnar um frammistöðu sinna manna í úrslitakeppninni. „Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt“ Fram bjargaði sér frá falli með sigri í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. Eftir það spilaði liðið fjóra leiki sem skiptu í raun engu máli, og töpuðu þeim öllum. Rúnar var spurður hvað honum þætti um fyrirkomulag deildarinnar og það stóð ekki á svörum. „Mér finnst þetta lélegt fyrirkomulag og ég hef sagt það frá upphafi. Ég sagði að það væri allt í lagi að prófa þetta, eitt eða tvö ár, ég hafði reynslu af þessu frá Belgíu og annars staðar sem ég hef starfað. Fyrir lið sem hefur engu að keppa að er þetta ömurlegt en auðvitað skilur maður þegar núna í fyrsta skipti er úrslitaleikur, síðustu tvö tímabil hafa Íslandsmeistararnir verið búnir að tryggja sig eftir fyrsta leik í úrslitakeppni eða jafnvel fyrr. Við getum líka horft á það að Fylkir er fallinn og fer með fjórtán leikmenn vestur, í leik sem skiptir gríðarlegu máli fyrir HK og Vestra. Þeir eru með menn í leikbanni og meiðsli en svo er spurning hvort menn séu bara að spara með því að fara ekki með átján manna hóp. Þetta skekkir alla mynd þannig að þetta er í raun lélegt. Ég hefði viljað fá tíu liða deild og þrjár umferðir, það eru 27 leikir, jafnmargir og þetta fyrirkomulag núna. Það er bara mín skoðun og það hafa allir rétt á sínum skoðunum.“ Ætlar að vera áfram með liðið Framarar ætla nú að taka sér gott frí og nýta tímann í að líta inn á við eftir ömurlegan endi. Rúnar þvertók fyrir það að vera á förum frá félaginu, hann vill hrista upp í leikmannahópnum og reyna aftur að ári. „Nú fara menn bara í frí og sleikja sárin. Ég er búinn að læra fullt á mannskapinn, búinn að læra ofboðslega mikið á þessu tímabili. Veit hvað við þurfum að gera til að bæta okkar leik, bæta okkar lið. Það þurfa að eiga sér stað breytingar hérna, það er engin spurning.“
Besta deild karla Íslenski boltinn Fram KSÍ Mest lesið Pulis skellihló er hann gerði grín að íslensku eigendunum Enski boltinn Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Sigurlíkur Liverpool minnkuðu Fótbolti „Ég lét þetta ekki brjóta mig niður og hafa áhrif á mig“ Fótbolti Gaf unnustu sinni vænt olnbogaskot í leik Fótbolti Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti Tók vítið í leyfisleysi og var skipt út af þótt hann hefði skorað Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Stundum reynir á samskipti okkar feðga“ Handbolti Fleiri fréttir ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Arnór Smára hættir sem yfirmaður knattspyrnumála hjá Val Sindri Kristinn á óskalista KA Býst við Grikkjunum betri í kvöld „Þetta er einstakur strákur“ Barðist við tárin þegar hann kvaddi Eru þetta stærstu félagsskiptin síðan Pétur fór í KR? „Einbeiti mér að allt öðru en einhverri dramatík á Íslandi“ Faðir Gylfa Þórs segir Börk hafa gert samkomulag við sig „Kemur pabba mínum ekki við hvar ég spila fótbolta“ Nýr lögfræðingur KSÍ á yfir fjögur hundruð leiki í meistaraflokki Umdeild frammistaða Gylfa í kveðjuleiknum Samskiptin furðuleg og fólk tengt Gylfa við stýrið Erlendir miðlar fjalla um skipti Gylfa Þórs: Verður samherji Gunnars Vatnhamar Skagamenn horfa áfram til yngri leikmanna Gylfi má ekki spila með Víkingi í Sambandsdeildinni Freyr vill Höskuld en Blikar sögðu nei Víkingur staðfestir komu Gylfa Stjórn Vals segir Gylfa hafa sýnt liðsfélögunum vanvirðingu Gylfi hefur náð samkomulagi við Víking Nýi markvörðurinn hjá KA sleit hásin Valur samþykkti tilboð í Gylfa Birkir Jakob snýr heim frá Ítalíu og semur við Val Staðfestir brottför Danijels sem spilar ekki á fimmtudag Vestri fær bakvörð frá Svíþjóð KR lánar Óðinn til ÍR Sjáðu fimm marka flengingu frá meisturunum Gylfi fyrirliði í jafntefli á Akranesi Víkingar með lægra tilboð en „grín“ í Gylfa Valur og Breiðablik í góðum gír í Lengjubikar kvenna Sjá meira