Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Samúel Karl Ólason skrifar 1. nóvember 2024 14:06 Margar götur Valencia eru enn stíflaðar og liggja bílar eins og hráviði víða um borgina. AP/Alberto Saiz Að minnsta kosti 205 eru látnir eftir mikil hamfaraflóð á Spáni og þar af 202 í Valencia. Þar hefur verið varað við frekari rigningu á komandi dögum og er óttast að það gæti leitt til frekari flóða. Þrír hinna látnu voru í Castilla-La Mancha og Andalúsíu. Í gærkvöldi var tala látinna komin í 155. Samhliða hækkun fjölda látinna hefur reiði íbúa í garð yfirvalda einnig aukist. Eins og þekkt er varð mikið úrhelli á Spáni á þriðjudagskvöld og miðvikudagsmorgun sem leiddi meðal annars til þess að götur Valencia líktust stórfljótum. Margar götur borgarinnar eru enn stíflaðar með aur og bílum og í sumum tilfellum eru íbúar fastir á heimilum sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Miklir þurrkar hafa verið á Spáni síðustu tvö ár og þykir það hafa gert flóðin mun verri en ella. Er það sökum þess hve þurr og harður jarðvegurinn var og flaut mest allt vatnið því einfaldlega ofan á honum. Um sautján hundruð hermenn eru samkvæmt El País að störfum við hreinsun og björgun á svæðinu og hafa forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Spánar heitið allri þeirri aðstoð sem þörf er á. Kona hvílir sig við hreinsunarstörf.AP/Alberto Saiz Íbúar segjast þó ósáttir. „Ástandið er ótrúlega. Þetta voru hamfarir og það er mjög litla hjálp að fá,“ sagði Emilio Cuartero, íbúi úthverfis Valencia við AP fréttaveituna. Hann sagði íbúa þurfa matvæli og einnig vinnuvélar til að auðvelda hreinsun og björgunarstörf. Íbúar hafa einnig kvartað yfir skorti á öðrum nauðsynjum eins og lyfjum. Í Chiva, nærri Valencia, mældist meiri rigning á átta klukkustundum en mælst hafði í bænum á síðustu tuttugu mánuðum. Heilu húsin eru sögð hafa horfið í meðfylgjandi flóðum á svæðinu og er margra saknað. Hversu margra, liggur ekki fyrir enn en óttast er að margir sitji enn fastir í bílum eða byggingum á svæðinu. Einn íbúi Chiva sagði í samtali við AP að hann hefði misst allt í flóðunum. Hefði flúið fimm mínútum seinna en hann gerði hefði hann einnig tapað lífinu. Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31. október 2024 22:01 Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Þrír hinna látnu voru í Castilla-La Mancha og Andalúsíu. Í gærkvöldi var tala látinna komin í 155. Samhliða hækkun fjölda látinna hefur reiði íbúa í garð yfirvalda einnig aukist. Eins og þekkt er varð mikið úrhelli á Spáni á þriðjudagskvöld og miðvikudagsmorgun sem leiddi meðal annars til þess að götur Valencia líktust stórfljótum. Margar götur borgarinnar eru enn stíflaðar með aur og bílum og í sumum tilfellum eru íbúar fastir á heimilum sínum, samkvæmt AP fréttaveitunni. Miklir þurrkar hafa verið á Spáni síðustu tvö ár og þykir það hafa gert flóðin mun verri en ella. Er það sökum þess hve þurr og harður jarðvegurinn var og flaut mest allt vatnið því einfaldlega ofan á honum. Um sautján hundruð hermenn eru samkvæmt El País að störfum við hreinsun og björgun á svæðinu og hafa forsvarsmenn varnarmálaráðuneytis Spánar heitið allri þeirri aðstoð sem þörf er á. Kona hvílir sig við hreinsunarstörf.AP/Alberto Saiz Íbúar segjast þó ósáttir. „Ástandið er ótrúlega. Þetta voru hamfarir og það er mjög litla hjálp að fá,“ sagði Emilio Cuartero, íbúi úthverfis Valencia við AP fréttaveituna. Hann sagði íbúa þurfa matvæli og einnig vinnuvélar til að auðvelda hreinsun og björgunarstörf. Íbúar hafa einnig kvartað yfir skorti á öðrum nauðsynjum eins og lyfjum. Í Chiva, nærri Valencia, mældist meiri rigning á átta klukkustundum en mælst hafði í bænum á síðustu tuttugu mánuðum. Heilu húsin eru sögð hafa horfið í meðfylgjandi flóðum á svæðinu og er margra saknað. Hversu margra, liggur ekki fyrir enn en óttast er að margir sitji enn fastir í bílum eða byggingum á svæðinu. Einn íbúi Chiva sagði í samtali við AP að hann hefði misst allt í flóðunum. Hefði flúið fimm mínútum seinna en hann gerði hefði hann einnig tapað lífinu.
Spánn Náttúruhamfarir Flóð í Valencia 2024 Tengdar fréttir Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22 Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31. október 2024 22:01 Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55 Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02 Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42 Mest lesið Ekki náð að góma þjófa í dulargervi Innlent Vildu hætta Ameríkuflugi en keyptu svo 757-þotuna Innlent Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Erlent Tala látinna komin yfir þúsund Erlent Nýtt hverfi innblásið af gömlu Reykjavík Innlent RÚV leiðréttir umfjöllun um mál Ásthildar Lóu Innlent „Það er skítkalt hérna“ Erlent Borgarfulltrúi sagður hafa sýnt ógnandi hegðun á íbúafundi Innlent Jagúar, skrautleg ferð, Baltasar Kormákur og fullt af „ís“ Innlent Fullveldi Íslands háð því að alþjóðalög séu virt Innlent Fleiri fréttir Tala látinna komin yfir þúsund Segir orðræðu varaforsetans ósanngjarna Á annað hundrað látnir í Mjanmar „Það er skítkalt hérna“ Sænskur blaðamaður handtekinn í Tyrklandi Fyrsta árás Ísraelshers í Líbanon eftir vopnahlé Óttast að mörg hundruð séu látin Áhöfn kafbátsins sem sökk í Rauðahafi yfirheyrð Albanese boðar til þingkosninga 43 saknað eftir 7,7 stiga skjálfta í Mjanmar Beinir spjótum sínum að Smithsonian og „sögufölsunum“ Segir gömlu sambandi Kanada við Bandaríkin lokið Lagður inn á sjúkrahús vegna aukaverkana krabbameinsmeðferðar Ísraelar kvörtuðu yfir „Signalgate“ Ný ríkisstjórn í höfn á Grænlandi Nýjum drögum frá Trump lýst sem ránstilraun Ætlar að fjölga hermönnum á norðurslóðum Myndaði segulljós Neptúnusar í fyrsta skipti Sex taldir af eftir kafbátaslys Biður til Guðs að Bandaríkin gefi ekki eftir Segjast ræða um að opna aftur Nord Stream-gasleiðslurnar Hundruð tapa milljónum í viskísvikamyllu Samþykkti umdeilt bann við hælisumsóknum Suðurkóresk börn send úr landi eins og „farangur“ Hyggst leggja 25 prósent toll á allar innfluttar bifreiðar Trump um Grænland: „Við verðum að eignast þetta land“ Rétta yfir Bolsonaro fyrir valdaránstilraun Sagði nákvæmlega hvenær árásirnar myndu hefjast Mesta endurnýjun vopnabúrs Svíþjóðar frá kalda stríðinu Þjónustaði netþrjóta og hefur nú aðgang að opinberum kerfum Sjá meira
Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Tala látinna eftir hamfaraflóðin á Spáni í vikunni er nú komin í tæplega hundrað og sextíu manns en um verstu flóð í manna minnum á svæðinu er að ræða. 1. nóvember 2024 08:22
Horfði á lík fljóta fram hjá Minnst hundrað og fjörutíu fórust í hamfaraflóðunum sem riðu yfir í Valencia á Spáni. Líklegt er að sú tala haldi áfram að hækka. Tuga er enn saknað og hafa viðbragðsaðilar leitað í allan dag. 31. október 2024 22:01
Tala látinna á Spáni hækkar Hundrað og fjörutíu hið minnsta eru látnir vegna hamfaraflóðanna í austurhluta Spánar. Spænska dagblaðið El País hefur eftir yfirvöldum að flestir hinna látnu hafi fundist í Valencia, eða fleiri en hundrað, en dauðsföll hafa líka orðið í Kastilíu La mancha og Andalúsíu. Óttast er að tala látinna haldi áfram að hækka en fjölmargra er enn saknað. 31. október 2024 15:55
Nágranna Erlu enn saknað: „30 bílar bara í hrúgu hérna fyrir utan hjá mér“ Íslenskur kennari sem býr á því svæði sem fór hvað verst úr hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar segir að ekki hafi enn spurst til nágranna hennar sem sást síðast í gær. Um það bil þrjátíu bílar hafa hlaðist upp fyrir utan heimili hennar. 30. október 2024 21:02
Beðin um að tilkynna líkfundi Að minnsta kosti 51 er látinn í Valensía-héraði í hamfaraflóðum sem gengið hafa yfir suðausturhluta Spánar síðan í gær. Fjöldi Íslendinga hefur vetursetu á Spáni og í grennd við Valensía en utanríkisráðuneytið fylgist grannt með stöðu mála þar fyrir sunnan. Íslendingur á svæðinu segir óraunverulegt að upplifa hamfarirnar. 30. október 2024 11:42