Búum til „vandamál“ – leysum það með samræmdum prófum Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar 5. nóvember 2024 09:32 Umræða um skólastarf hefur verið hávær frá því í vor. Viðskiptaráð var leiðandi í þeirri umræðu en framkvæmdarstjóri þess talaði um „neyðarástand“ í grunnskólum landsins. Nú sjáum við að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn boðar „umbreytingu á menntakerfinu.“ Þetta á að gera m.a. með að taka aftur upp samræmd próf. Leysum vanda framtíðar með því að beita aðferðum fortíðar. Menntamálaráðherrar Framsóknar, Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, eiga það sameiginlegt að þykja vænt um íslenska menntakerfið. Í skrifum sjálfstæðismanna birtist ekki væntumþykja heldur vilji til að tala niður skólakerfi með undirliggjandi tón um að einkavæða það. Niðurstöður úr Pisa gefa vissulega tilefni til að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til að auka árangur menntakerfis okkar. Yfirvöld hafa sett af stað faglega vinnu, bæði til greiningar og til að bregðast við. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur unnið að því hörðum höndum að endurskoða menntakerfið heildstætt. Úr þeirri vinnu, sem hófst árið 2020, kom m.a. nýtt matsferli sem leysir gömlu samræmdu prófin af hólmi. Hlutverk matferilsins er tvíþætt: Tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna, m.a. með að markmiði að það fái viðeigandi kennslu og stuðning þegar þörf er á. Til þess fá skólar aðgang að fjölbreyttum matstækjum og verkfærum. Upplýsingarnar sem við það skapast eiga jafnframt að nýtast nemendum og forráðamönnum þeirra og stuðla að trausti í samstarfi heimila og skóla um nám við hæfi hvers og eins barns. Afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild, með skyldubundnu samræmdu námsmati, þannig að stefnumótandi aðilar, sem og aðrir, geti fylgst með þróun námsárangurs yfir tíma og greint styrkleika og mögulegar áskoranir, bæði í einstökum sveitarfélögum og á landsvísu. Matsferilinn hefur í för með sér bætt aðgengi foreldra, barna, skóla og menntayfirvalda að upplýsingum um stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið sem og stöðu menntakerfisins í heild sinni. Allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Þannig er betur hægt að stuðla að árangursríkum snemmtækum stuðningi og tryggja að börn fái aðstoð um leið og þörf vaknar, sem er lykilþáttur í því að draga úr eða koma í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Þetta er algjörlega ný og heildstæð nálgun. Innleiðing matsferilsins hefur þegar farið af stað. Matsferillinn mun nýtast kennurum mun betur í starfi. Verið er að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er unnið í samráði við kennara sjálfa. Sjálfstæðisflokkurinn vill takast á við nútímann með því að horfa í baksýnispegilinn. Nota gamlar aðferðir til að mæla getu nemanda. Pólitískar herferðir sem beinst hafa gegn skólakerfinu gleyma að benda á nokkrar staðreyndir. Íslenskt samfélag hefur gerbreyst hratt undanfarin ár. Við höfum þurft að aðlagast um leið og við tökumst á við breytt samfélag. Heimsfaraldurinn umturnaði kennslu þar sem íslenskt skólasamfélag opnaði faðminn fyrir nemendum. Þetta gerðu þeir með því að hólfa niður og skipuleggja skólastarfsemi á einni helgi. Í samræmi við þessa þrautseigju sýna rannsóknir að íslenskum nemendum líður almennt vel í skólanum. Nemendum finnst þau almennt tilheyra í skólanum og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, ásamt því að treysta kennurum sínum. Hagsæld okkar til framtíðar grundvallast á gæðum menntunar. Við þurfum vissulega að horfast í augu við vandamálin en framtíðin krefst þess að við horfum fram á veginn – en ekki í baksýnisspegilinn. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Skóla- og menntamál Grunnskólar Borgarstjórn Mest lesið Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir Skoðun Halldór 30.11.2024 Halldór Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Vók er vont – frambjóðandi XL kærður til lögreglu Kári Allansson Skoðun Þarf Ábyrg framtíð 14,1% til að komast í kappræður Heimildarinnar? Jóhannes Loftsson Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Snúum samfélagi af rangri leið Finnbjörn A. Hermansson skrifar Skoðun Heiðarleiki er ófrávíkjanleg krafa Unnar Þór Sæmundsson skrifar Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar Skoðun Samvinna er leiðin til hagsældar Lilja Alfreðsdóttir skrifar Skoðun Skrópað á Alþingi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Um sáttameðferð sýslumanns Elísabet Lorange,Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Það er komið að þér Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Langþreyttir kjósendur hafa tækifæri til breytinga Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Í dag kýs ég Sjálfstæðisflokkinn Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Við þurfum Grím á þing Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Heimssýn úr músarholu – Gengur það? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Ísland sé frjálst meðan sól gyllir haf Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Að refsa eða treysta VG? Finnur Ricart Andrason skrifar Skoðun Innflytjendur eru blórabögglar Achola Otieno skrifar Skoðun Bað- og búningsklefar okkar kvenna Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Stórkostleg tímaskekkja Sigrún Perla Gísladóttir skrifar Skoðun Vinstri græn - þrátt fyrir þverpólitíska ríkisstjórn Aðalbjörg Ísafold Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Félag áhugamanna um löggæslu Agnes Ósk Marzellíusardóttir skrifar Skoðun Kosningalimran 2024 Arnar Ingi Ingason,Freyr Snorrason skrifar Skoðun Viðreisn ætlar að forgangsraða – nýta skattfé miklu betur Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Sigrar vinnast – spár bregðast Þorvaldur Örn Árnason skrifar Skoðun Af hverju Viðreisn? Eva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Pólitískar ofsóknir í aðdraganda Alþingiskosninga Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Talk about timing – degi fyrir kjördag Yngvi Sighvatsson skrifar Skoðun Hjarta og sál Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun ESB andstæðingar blekkja Íslendinga Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðisflokkurinn: Fyrir budduna þína og framtíðina Gísli Stefánsson skrifar Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar Skoðun Að mynda ríkisstjórn - skipulagt val til vinstri Hlynur Már Ragnheiðarson skrifar Sjá meira
Umræða um skólastarf hefur verið hávær frá því í vor. Viðskiptaráð var leiðandi í þeirri umræðu en framkvæmdarstjóri þess talaði um „neyðarástand“ í grunnskólum landsins. Nú sjáum við að tilgangurinn helgar meðalið. Sjálfstæðisflokkurinn boðar „umbreytingu á menntakerfinu.“ Þetta á að gera m.a. með að taka aftur upp samræmd próf. Leysum vanda framtíðar með því að beita aðferðum fortíðar. Menntamálaráðherrar Framsóknar, Lilja D. Alfreðsdóttir og Ásmundur Einar Daðason, eiga það sameiginlegt að þykja vænt um íslenska menntakerfið. Í skrifum sjálfstæðismanna birtist ekki væntumþykja heldur vilji til að tala niður skólakerfi með undirliggjandi tón um að einkavæða það. Niðurstöður úr Pisa gefa vissulega tilefni til að endurskoða og setja í forgang viðbrögð til að auka árangur menntakerfis okkar. Yfirvöld hafa sett af stað faglega vinnu, bæði til greiningar og til að bregðast við. Ásmundur Einar Daðason, mennta-og barnamálaráðherra, hefur unnið að því hörðum höndum að endurskoða menntakerfið heildstætt. Úr þeirri vinnu, sem hófst árið 2020, kom m.a. nýtt matsferli sem leysir gömlu samræmdu prófin af hólmi. Hlutverk matferilsins er tvíþætt: Tryggja heildstæða og skýra mynd af stöðu hvers barns í námi og framförum þess jafnt og þétt yfir skólagönguna, m.a. með að markmiði að það fái viðeigandi kennslu og stuðning þegar þörf er á. Til þess fá skólar aðgang að fjölbreyttum matstækjum og verkfærum. Upplýsingarnar sem við það skapast eiga jafnframt að nýtast nemendum og forráðamönnum þeirra og stuðla að trausti í samstarfi heimila og skóla um nám við hæfi hvers og eins barns. Afla upplýsinga um stöðu skólakerfisins í heild, með skyldubundnu samræmdu námsmati, þannig að stefnumótandi aðilar, sem og aðrir, geti fylgst með þróun námsárangurs yfir tíma og greint styrkleika og mögulegar áskoranir, bæði í einstökum sveitarfélögum og á landsvísu. Matsferilinn hefur í för með sér bætt aðgengi foreldra, barna, skóla og menntayfirvalda að upplýsingum um stöðu og framvindu barnsins í gegnum skólakerfið sem og stöðu menntakerfisins í heild sinni. Allt frá leikskóla til framhaldsskóla. Þannig er betur hægt að stuðla að árangursríkum snemmtækum stuðningi og tryggja að börn fái aðstoð um leið og þörf vaknar, sem er lykilþáttur í því að draga úr eða koma í veg fyrir frekari námsvanda á síðari stigum. Þetta er algjörlega ný og heildstæð nálgun. Innleiðing matsferilsins hefur þegar farið af stað. Matsferillinn mun nýtast kennurum mun betur í starfi. Verið er að færa skólasamfélagið fram um marga áratugi. Þetta er unnið í samráði við kennara sjálfa. Sjálfstæðisflokkurinn vill takast á við nútímann með því að horfa í baksýnispegilinn. Nota gamlar aðferðir til að mæla getu nemanda. Pólitískar herferðir sem beinst hafa gegn skólakerfinu gleyma að benda á nokkrar staðreyndir. Íslenskt samfélag hefur gerbreyst hratt undanfarin ár. Við höfum þurft að aðlagast um leið og við tökumst á við breytt samfélag. Heimsfaraldurinn umturnaði kennslu þar sem íslenskt skólasamfélag opnaði faðminn fyrir nemendum. Þetta gerðu þeir með því að hólfa niður og skipuleggja skólastarfsemi á einni helgi. Í samræmi við þessa þrautseigju sýna rannsóknir að íslenskum nemendum líður almennt vel í skólanum. Nemendum finnst þau almennt tilheyra í skólanum og sýna sjálfstæði í vinnubrögðum, ásamt því að treysta kennurum sínum. Hagsæld okkar til framtíðar grundvallast á gæðum menntunar. Við þurfum vissulega að horfast í augu við vandamálin en framtíðin krefst þess að við horfum fram á veginn – en ekki í baksýnisspegilinn. Höfundur er formaður Skóla – og frístundarsviðs Reykjavíkurborgar.
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun
Skoðun Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Kjósum breytingar og jákvæðni í þágu almennings og samfélags Valdimar Breiðfjörð Birgisson skrifar
Skoðun Eldra fólk þarf Jóhann Pál sem félagsmálaráðherra – nema kannski þeir auðugustu Viðar Eggertsson skrifar
Erum við að byggja orlofsbúðir fyrir útsendara skipulagðra glæpasamtaka hér á landi? Davíð Bergmann Skoðun