Austurland í gíslingu..? Eiður Ragnarsson skrifar 19. nóvember 2024 11:33 Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Múlaþing Samgöngur Vegagerð Skoðun: Alþingiskosningar 2024 Mest lesið Braggablús Ölmu Eyþór Kristleifsson Skoðun Kosningabaráttan er kostuð af þér Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Heilbrigðiskerfi framtíðarinnar Victor Guðmundsson Skoðun Af hverju ætti ég að standa með kennurum? Stefán Birgir Jóhannesson Skoðun Helvítis Píratarnir Unnar Þór Sæmundsson Skoðun Ráðherrann Gísli Hvanndal Jakobsson Skoðun Er „woke-ismi“ genginn of langt? Tanja Mjöll Ísfjörð Magnúsdóttir Skoðun Dýrkeypt jólagjöf Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson Skoðun Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Ásýnd spillingar Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Pólitík í pípunum Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Veldu Viðreisn Katrín Sigríður J Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Hugsi eftir íbúafund gærdagsins Jón Hjörleifur Stefánsson skrifar Skoðun Framtíðin er í húfi Ásmundur Einar Daðason skrifar Skoðun Drodzy Polacy Jóhann Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Fáránleg fjármálastjórn Sigurður Oddsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki fyrir ferðaþjónustuna Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Sjávarútvegurinn - Unga fólkið er framtíðin Arnar Jónsson,Hreinn Pétursson skrifar Skoðun Hver verða lykilgildin í næsta stjórnarsáttmála? Gunnar Hersveinn skrifar Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar Skoðun Kjósum frið Guttormur Þorsteinsson skrifar Skoðun Af hverju kýs ég frjálslyndi og frelsi? Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Píratar, frumkvöðlar í íslenskum stjórnmálum Helga Völundardóttir skrifar Skoðun Lilja lofar öllu fögru Björn B Björnsson skrifar Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Reikningskúnstir Ragnars Þórs Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar Skoðun X í C fyrir framtíð á Íslandi Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar Skoðun Kosið um stefnu Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Byggjum og náum niður vöxtum og verðbólgu Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnir síðustu ára hafa vanrækt barnamál Lúðvík Júlíusson skrifar Skoðun Opnum fjöldahjálparstöð! Aðalheiður Jónsdóttir skrifar Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar Skoðun HSU réttir upp hönd í aðdraganda Alþingiskosninga Díana Óskarsdóttir skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Umhverfisvernd og syndaflóð Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Nei þeir mega það ekki! Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Höldum rónni og höldum áfram Hildur Sverrisdóttir skrifar Skoðun Raunveruleiki vændis Drífa Snædal skrifar Sjá meira
Fyrir réttum 50 árum síðan fögnuðu landsmenn því að lokið var við að hringtengja ísland með vígslu á brúnni yfir Skeiðará. Mikilvægur áfangi náðist með þessu fyrir austulandsfjórðung og opnaði þetta nýja möguleika á ferðum og flutningum um landið. Síðan þessi viðburður átti sér stað hefur mikið áunnist í samgöngumálum vegir hafa styrkst út um allt land. Samgöngumál eru flestum hugleikin, þau hafa jú áhrif á okkar möguleika til að sækja vini og kunningja heim, möguleika á að sækja þjónustu milli byggðarlaga og eru í raun æðakerfi samfélagsins. Því er mikilvægt að vegakerfið sinni því hlutverki sem allra best. Bent hefur verið á að vegakerfið sé í raun ekki bara samgöngumál eða byggðamál, heldur einnig heilbrigðismál, skólamál og stjórnsýslumál, það eru jú þó nokkur hluti Íslendinga sem þarf að nýta vegakerfið til að komast í áðurnefnda þjónustu. En þrátt fyrir að margar góðar endurbætur og nýfamkvæmdir hefi farið fram í vegakerfinu á þessum 50 árum er ýmsu öðru ábótavant. Vegagerðin metur það sjálf svo að „innviðaskuld“ í viðhaldi sé um 140 milljarðar, sem þýðir í raun að endurbætur og viðhald á vegköflum sem nú þegar eru til staðar, hafi setið algjörlega á hakanum. Fyrir kosningar (eins og núna) ganga okkar ágætu kjörnu fulltrúar og þeir hinir sem vilja verða kjörnir fulltrúar um og ræða landsins gagn og nauðsynjar og þar m.a. vegamál. Mikið hefur borið á því í umræðunni að leggja þurfi nýja vegi hér og bora jarðgöng þar, en minna hefur borið á því að ræða hvaða vegkaflar teljast í raun það lélegir að hætta stafi af og að þeir geti ekki sinnt sínu hlutverki sem æðakerfi samfélagsins. Komum við þá að titil þessa pistils. Nýverið var frétt flutt um verktaka sem var að vinna verk á Súðavík. Þessi verktaki er með aðsetur á Reyðarfirði. Hafði hann flutt tækjabúnað frá Reyðarfirði vestur á firði landleiðina fyrr á árinu. Þegar verki var lokið og halda átti heim með úthaldið bar svo við að hann fékk ekki þær undanþágur sem þurfti til að flytja sinn búnað heim. Þurfti því að flytja búnað landleiðina í Þorlákshöfn, með skipi til Færeyja og þaðan til baka með skipi til austurlands. Annar verktaki hefur aðsetur á Höfn, hann hefur verið að vinna verk á suðurlandi, en nú kemst hann ekki heim með sinn búnað af sömu orsökum og sá Reyðfirski þurfti að millilenda í Færeyjum. Það eru brýrnar sem takmarka flutningsgetu vegakerfinsins, báðar liggja þær yfir jökulvötn, báðar eru komnar á aldur og báðar þarf að endurbyggja. Jökulsá á Breiðarmerkursandi var brúuð 1967 og í dag fara um þessa er í dag umtalsvert meir umferð en hún var hugsuð fyrir, daglega yfir sumartíman eru þar umferðarteppur vegna mikillar umferðar og burðargeta er takmörkuð ásamt því að umferð gangadi vegfarenda um þessa einbreiðu brú er talsverð. Jökulsá á Fjöllum var brúuð 1947 og er því orðin meira en 50 ára gömul og hefur takmarkanir á þyngd einnig. Ný brú er fullhönnuð og hefur verið síðan 2013 og því lítið því til fyrirstöðu að fara af stað með það verk. Þessar tvær brýr þurfa endurnýjun hið fyrsta, til að tryggja að austfirðingar hafa möguleika á flutningum til og frá fjórðungnum. En að því sögðu þá ber að nefna að þær eru fleiri, t.d. Sléttuá í Reyðarfirði sem lýtur líka takmörkunum á þynd og Lagarfjóstbrú sem er komin vel til ára sinna. Að lokum Hvergi á hringveginum eru einbreiðar brýr fleiri en í Skaftafellssýslum og Suður Múlasýslu. Milli Kirkjubæjarklausturs og Reyðarfjarðar eru þær samtals 28 og þá eru bara 2 eftir á hringveginum öllum, áðurnefnd Jökulsá á Fjöllum og á Skjálfanda við Fosshól. Einnig má benda á að sennilega eru elstu partar hringvegarinns einnig hér fyrir austan, vegir sem byggðir voru upp á sínum tíma fyrir margfalt minni og léttari umferð en er í dag og því má færa fyrir því ansi sterk rök að innivðaskuld vegagerðarinnar sé einna stærst hér austanlands, sérstaklega þegar kemur að einbreiðum brúm. Vil ég því hvetja næstu þingmenn NA kjördæmis að einhenda sér í lagfæringu á þessu strax að loknum kosningum. Höfundur er íbúi á Djúpavogi og áhugamaður um samgöngumál.
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun
Skoðun Ungt fólk í Hafnarfirði stendur með Rósu Guðbjartsdóttur Hópur ungs fólks í Hafnarfirði skrifar
Skoðun Siðlaus einkavæðing gegn almannahagsmunum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Sögulegt tækifæri Logi Einarsson,Eydís Ásbjörnsdóttir,Sæunn Gísladóttir,Sindri S. Kristjánsson skrifar
Skoðun Öflug garðyrkja – lykill að matvælaöryggi og grænni framtíð Guðrún Hafsteinsdóttir,Vilhjálmur Árnason skrifar
Skoðun Vinnum gullið, stór áfangi inn í bjarta framtíð íþrótta á Íslandi Vésteinn Hafsteinsson skrifar
Sálfræðiþjónusta: Ég var heppinn að pabbi hafi greinst með krabbamein Davíð Brynjar Sigurjónsson Skoðun